Jarðskjálftar
Viðbrögð við jarðskjálfta
Fólk sem er innandyra þegar jarðskjálftar verða á að:
- Fara í opnar dyr eða út í horn burðarveggja og standa þar
- Forðast háreist húsgögn
- Gæta að börnum og sýna stillingu
- Forðast vanhugsaðar aðgerðir
Fólk sem er utandyra þegar jarðskjálftar verða á að:
- Forðast háar byggingar, raflínur og grjóthrun úr hlíðum fjalla
- Leita stystu leiða á opin svæði
- Þeir sem eru í bifreið skulu stöðva hana á svæðum án hrunhættu
- Sofa ekki undir óstyrktum hlöðnum milliveggjum
Hafa ávallt á vísum stað eftirfarandi hluti:
- Slökkvitæki
- Rafhlöðuljós og ferðaviðtæki með auka rafhlöðum
- Sjúkrakassa og helstu verkfæri, s.s. hamar, sög, tangir, skrúfjárn, skóflu og kúbein
Varnir vegna jarðskjálfta
- Festa vel stór og þung húsgögn við burðarveggi
- Festa stórar ljósakrónur í lokaðri lykkju
- Hafa þyngstu hlutina neðst í hillum
- Geyma eldfim efni í traustum lokuðum ílátum
Ef vá ber að höndum og hættuástand ríkir verða leiðbeiningar um æskileg viðbrögð almennings gefnar um útvarp og sjónvarp ef kostur er.
Fjöldahjálparstöðvar eru á eftirfarandi stöðum:
- Vallaskóli á Selfossi
- Brautarholtsskóli á Skeiðum
- Aratunga í Reykholti
- Minni Borg í Grímsnesi
- Menntaskólinn að Laugarvatni
Hjálparstöðvum er stjórnað af þjálfuðum mannskap frá Rauða krossinum. Þær geta annars vegar þjónað heimamönnum ef hættan er heima fyrir og hins vegar aðkomufólki sem tekið er á móti frá hættusvæðum annars staðar vegna vár sem þar hefur átt sér stað.
Munum að við búum í landi náttúruhamfara. Sýnum fyllstu aðgætni og fyrirhyggju í samskiptum okkar við náttúruöflin.
Almannavarnanefnd
Árborgar og nágrennis
Nefndin þjónar íbúum í
Sveitarfélaginu Árborg, Grímsnes- og Grafningshreppi, Þingvallahreppi,
Laugardalshreppi, Biskupstungnahreppi, Skeiðahreppi, Villingaholtshreppi,
Gaulverjabæjarhreppi, Hraungerðishreppi og íbúum Ölfusshrepps frá Kögunarhóli
að Sogsbrú.
Nánari upplýsingar um almannavarnir, viðbrögð og rannsóknir
Almannavarnadeild RíkislögreglustjórinnRauðakross Íslands
Rannsóknamiðstöðin í jarðskjálftaverkfræði