Menningarmánuðurinn október
Menningarmánuðurinn október er haldinn hátíðlegur Sveitarfélaginu Árborg ár hvert. Fjölbreyttir viðburðir fyrir alla aldurshópa. Tónleikar, opin hús, sýningar, sögukvöld, listasmiðjur og margt fleira.
VIÐBURÐADAGATAL
Menningarmánuðurinn október er hlaðinn fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa. Við hvetjum alla íbúa og gesti sveitarfélagsins til að taka þátt og njóta alls þess besta sem mánuðurinn hefur upp á að bjóða, hvort sem það eru tónleikar, fyrirlestrar, sögukvöld, listasmiðjur fyrir yngstu kynslóðina eða listsýningar þá er alltaf nóg um að vera í sveitarfélaginu í Menningarmánuðinum október.
Hvað eru um að vera í ár?
- Fjallferðir í Árnessýslu | Sýning í Grænumörk
- Með blýantinn að vopni | Sýning FSu í Listagjánni
- Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar, Selfossi
- Tröllið Tufti og Brian Pilkington | Bókasafn Árborgar, Selfossi
- Greiningardagur | Byggðasafn Árnesinga
- Ferðafjör með fjölskyldunni | Bókasafn Árborgar, Selfossi
- Tónlistin á Bakkanum | Menningardagskrá í tali og tónum á Eyrarbakka
- Hátíðartónleikar í Eyrarbakkakirkju
- Vetrartónar | Nordic Affect ásamt Ian Wilson og Eyjólfi Eyjólfssyni | Stokkseyrarkirkja
- Konur og fjallferðir | Fyrirlestur og opið hús í Grænumörk
- Byggðasafn Árnesinga & Sjóminjasafnið | Opið og frír aðgangur alla sunnudaga í október
- og svo margt fleira!
Við hvetjum alla áhugasama að fylgjast með á viðburðadagatali sveitarfélagsins
þar sem viðburðir geta "poppað" upp með skömmum fyrirvara.
Hvert ár mótast dagskrá hátíðarinnar af íbúum sveitarfélagins, félagasamtökum og fleirum. Við hvetjum því alla áhugasama til að hafa samband til að tryggja fölbreytta og skemmtilegan menningarmánuð fyrir alla aldurshópa.
Hægt að senda upplýsingar eða fyrirspurnir á olafur.rafnar@arborg.is og margretb@arborg.is eða hringja í síma 480 1900