Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Vor í Árborg

Menningar- og bæjarhátíðin Vor í Árborg er árlegur viðburður þar sem skipulagning og undirbúningur á dagskrá eru að stærsta hluta í höndum íbúa og félagasamtaka í Árborg.

 2024 verður Vor í Árborg haldin í öllu sveitarfélaginu frá Sumardeginum fyrsta, 25. apríl til og með sunnudagsins 28. apríl. Hér fyrir neðan birtist dagskrá Vor í Árborg þar sem fastir liðir og nýjar uppákomur verða sem fyrr.

25. apríl | Fimmtudagur - Sumardagurinn fyrsti

Ljósmyndaklúbburinn Blik opnar úti/inni ljósmyndasýningu í miðbæ Selfoss. Ljósmyndasýningin er unnin í samvinnu við sveitarfélagið og verslanir í miðbæ Selfoss.

 • 10:00 - 12:00 Opinn tími | Íþróttahús Baulu
  Fimleikadeild Umf. Selfoss bíður í opinn tíma fyrir alla fjölskylduna. VEGABRÉF
 • 11:00 - 13:00 Opnun sýningar á Bókasafni Árborgar, Selfossi
  Barnabókahetjur heimsins, bækur á öllum 34 tungumálunum og  myndir af sögupersónum og kynningarefni til sýnis.
 • 11:00 - 13:00 Selfosskirkja | Opið hús með ÆSKÓ á Sumardeginum fyrsta 
  Opið hús í Selfosskirkju þar sem vel verður tekið á móti gestum og gangandi. VEGABRÉF
 • 11:00 - 13:00 Útisýning í Tryggvagarði | Myndlistarfélag Árnesinga
  Opið hús hjá MFÁ að Bankavegi (gengið inn sunnanmegin). Heitt á könnunni.
 • 11:00 - 13:00 Listasmiðja fyrir börn | Myndlistarfélag Árnesinga
  MFÁ verður með listasmiðju fyrir börn að Bankavegi þar sem málað verður á steina til að skreyta Tryggvagarð. VEGABRÉF
 • 11:00 - 13: 00 Listagjáin | Bókasafn Árborgar, Selfossi
  Opnun á samsýningu Guðjóns Höskuldssonar sem sýnir olíumálverk, og Ólafs Ibsen sem sýnir abstrakt akrílmálverk.
 • 11:00 - 15:00 Handverksskúrinn | Eyravegi 17
  Starfsemin kynnt og börnin geta teiknað með krítum. VEGABRÉF
 • 13:00 Sumardagurinn fyrsti - Skrúðganga Fossbúa
  Skátafélagið Fossbúar leiðir skrúðgöngu með Lúðrasveit Selfoss frá miðbæ Selfoss eftir Austurvegi, Reynivöllum, Engjavegi og að Glaðheimum, Tryggvagötu 36. Fánar allra tungumála verða sýnilegir og einnig ýmsar hetjur þekktra og minna þekktra barnabóka mæta með í gönguna.
 • 13:00 - 17:00 Lista- og handverkssýning eldri borgara, Grænumörk 5
  Kaffiveitingar og óvænt skemmtiatriði með vöfflukaffinu frá kl. 14:00
 • 13:00 - 17:00 Byggðasafn Árnesinga | Húsið Eyrarbakka
  Ef garðálfar gætu talað - litrík ljósmyndasýning. Blóma- og póstkortasmiðja fyrir fólk á öllum aldri. Frítt inn. VEGABRÉF
 • 13-18 & 20-22 Handverksmarkaður - Gallerý Gimli, Stokkseyri
  Fallegt og fjölbreytt handverk unnið af heimamönnum.
 • 14:00 - 16:00 Hátíðardagskrá | Skátafélagið Fossbúar við Tryggvagötu
  Skátaverkefni af ýmsu tagi fyrir alla fjölskylduna. VEGABRÉF
 • 14:00 - 18:00 Opnar vinnustofur - Menningarverstöðin Stokkseyri, Hafnargötu 9
  Elfar Guðni og Valgerður Þóra Elfarsdóttir sýna í Svartakletti. Öll velkomin.
 • 14:00 - 18:00 Sýningin / Opin vinnustofa | Gallerý Gussi - v.Strönd, Strandgötu 10, Stokkseyri
  (gengið er inn af göngustíg sem liggur niður í fjöru). Mónotýpur og málverk til sýnis. Öll hjartanlega velkomin.
 • 17:00 Fjölskyldu Bingó Fimleikadeildar Selfoss | Stóri salurinn í Sunnulækjarskóla
  Fimleikadeild Selfoss verður með bingó á Sumardaginn fyrsta í Sunnulækjarskóla. 1.000 kr. spjaldið og sjoppa á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur!
 • 18:45 Hópshlaupið á Eyrarbakka
  Hlaupið frá Steinskoti. Mæting rétt fyrir kl. 18:00 - Skráning á staðnum. VEGABRÉF
  Næstu Hópshlaup verða miðvikudagana 01. maí, 08. maí og 15. maí.

26. apríl | Föstudagur

Opnun sýningar í Listagjánni, Austurvegi 2 | Ólafur Ibsen Tómasson og Guðjón Höskuldsson

 • 10:00 - 11:30 Samstarfsfundur með Héraðsskjalasafni Árnesinga í Grænumörk
  Ljósmyndum úr fórum héraðsskjalasafnsins verður varpað á skjá og leitað verður eftir aðstoð gesta við að nafngreina fólk, staði og fleira sem fyrir ber á myndunum.
 • 13:00 - 15:30 Enginn getur allt en allir geta eitthvað. Vinna fyrir alla - VISS Selfossi, Gagnheiði 39
  Opið hús. Öllum velkomið að koma og taka þátt í vinnu. VEGABRÉF
  Við minnum á að verslun VISS er opin alla virka daga frá kl. 13:00 - 16:00
 • 13:00 - 17:00 Byggðasafn Árnesinga | Húsið Eyrarbakka
  Ef garðálfar gætu talað - litrík ljósmyndasýning. Blóma- og póstkortasmiðja fyrir fólk á öllum aldri. Frítt inn. VEGABRÉF
 • 13:00 - 18:00 Handverksmarkaður - Gallerý Gimli, Stokkseyri
  Fallegt og fjölbreytt handverk unnið af heimamönnum.
 • 13:00 - 18:00 Handverksskúrinn | Eyravegi 17
  Starfsemin kynnt og börnin geta teiknað með krítum. VEGABRÉF
 • 14:00 - 18:00 Opnar vinnustofur - Menningarverstöðin Stokkseyri, Hafnargötu 9
  Elfar Guðni og Valgerður Þóra Elfarsdóttir sýna í Svartakletti. Öll velkomin.
 • 14:00 - 18:00 Sýningin / Opin vinnustofa | Gallerý Gussi - v.Strönd, Strandgötu 10, Stokkseyri
  (gengið er inn af göngustíg sem liggur niður í fjöru). Mónotýpur og málverk til sýnis. Öll hjartanlega velkomin.

27. apríl | Laugardagur

 • 10:30 - 13:30 Bókasafn Árborgar | SKEMA á Bókasafni Árborgar, Selfossi
  Minecraft hönnun og landafræði, fyrir 7 - 10 ára. Leiðbeinendur og tölvur frá Skema. Ókeypis námskeið. Skráning nauðsynleg. VEGABRÉF
 • 11:00 Grýlupottahlaup Umf.Selfoss | Hlaupið frá Selfossvelli
  Skráning á staðnum frá kl. 10:00. VEGABRÉF
 • 11:00 - 15:00 Handverksskúrinn | Eyravegi 17
  Starfsemin kynnt og börnin geta teiknað með krítum. VEGABRÉF
 • 14:00 Vorganga um Hellisskóg | Skógræktarfélag Selfoss
  Mæting við aðalbílastæði skammt innan við innganginn við Ölfusá. Félagar úr stjórn Skógræktarfélags Selfoss munu leiða Vorgönguna um Hellisskóg. VEGABRÉF
 • 13:00 - 17:00 Byggðasafn Árnesinga | Húsið Eyrarbakka
  Ef garðálfar gætu talað - litrík ljósmyndasýning. Blóma- og póstkortasmiðja fyrir fólk á öllum aldri. Frítt inn. VEGABRÉF
 • 13:00 - 18:00 Handverksmarkaður - Gallerý Gimli, Stokkseyri
  Fallegt og fjölbreytt handverk unnið af heimamönnum.
 • 14:00 - 18:00 Opnar vinnustofur - Menningarverstöðin Stokkseyri, Hafnargötu 9
  Elfar Guðni og Valgerður Þóra Elfarsdóttir sýna í Svartakletti. Öll velkomin.
 • 14:00 - 18:00 Sýningin / Opin vinnustofa | Gallerý Gussi - v.Strönd, Strandgötu 10, Stokkseyri
  (gengið er inn af göngustíg sem liggur niður í fjöru). Mónotýpur og málverk til sýnis. Öll hjartanlega velkomin.

28. apríl | Sunnudagur

 • 10:00 Silfurberg / Ingólfsfjall - Skemmtiganga | Björgunarfélagi Árborgar
  Félagar úr BFÁ ganga með gestum á Silfurbergið. Mæting vestan megin við námuna. Kakó og kleinur að lokinni göngu. VEGABRÉF
 • 13:00 - 15:00 Skák fyrir alla - Fischersetrið á Selfossi
  Skákfélag Selfoss og nágrennis kynnir skákíþróttina í Fischersetrinu að Austurvegi 21. VEGABRÉF
 • 13:00 - 17:00 Byggðasafn Árnesinga | Ef garðálfar gætu talað - litrík ljósmyndasýning. Frítt inn.
  Blóma- og póstkortasmiðja fyrir fólk á öllum aldri. VEGABRÉF
 • 13:00 - 17:00 Byggðasafn Árnesinga | Húsið Eyrarbakka
  Ef garðálfar gætu talað - litrík ljósmyndasýning. Blóma- og póstkortasmiðja fyrir fólk á öllum aldri. Frítt inn. VEGABRÉF
 • 13:00 - 18:00 Handverksmarkaður - Gallerý Gimli, Stokkseyri
  Fallegt og fjölbreytt handverk unnið af heimamönnum.
 • 14:00 - 18:00 Opnar vinnustofur - Menningarverstöðin Stokkseyri, Hafnargötu 9
  Elfar Guðni og Valgerður Þóra Elfarsdóttir sýna í Svartakletti. Öll velkomin.
 • 14:00 - 18:00 Sýningin / Opin vinnustofa | Gallerý Gussi - v.Strönd, Strandgötu 10, Stokkseyri
  (gengið er inn af göngustíg sem liggur niður í fjöru). Mónotýpur og málverk til sýnis. Öll hjartanlega velkomin.


Nánar um viðburði í viðburðadagatali sveitarfélagsins

Ekki má gleyma fjölskylduleiknum Gaman saman, stimpilleikur sem hefur verið fastur hluti af hátíðarhöldunum og hvatning til allra fjölskyldna í sveitarfélaginu til að taka þátt. Ár hvert er sértakt stimpilkort gefið út með lista yfir viðburði í Gaman saman leiknum. Fjölskyldur safna stimplum fyrir þátttöku á þeim fjölbreyttu viðburðum sem í boði eru. Stimpilkortinu er síðan skilað inn eftir Vor í Árborg og eiga þátttakendur möguleika á sumarlegum vinningum.

VEGABRÉFIÐ | GAMAN SAMAN

 • Vor-i-Arborg-2019-3
 • Vor-i-Arborg-2019-13
 • Vor-i-Arborg-2018-17
 • Vor-i-Arborg-2019-7
 • Vor-i-Arborg-2019-5
 • Vor-i-Arborg-2018-8
 • Vor-i-Arborg-2018-1
 • Vor-i-Arborg-2018-18

Þetta vefsvæði byggir á Eplica