Framkvæmdir í Þuríðargarði á Stokkseyri
Tilkynning frá Þjónustumiðstöð | Endurnýjun fráveitulagnar
Endurnýja þarf gamla fráveitulögn sem liggur í gegnum Þuríðargarð þar sem lögnin er ónýt.
Um er að ræða nýja 125 metra langa stofnlögn auk tenginga á nokkrum heimæðum við lögnina.
Framkvæmdir hefjast í annarri viku maímánaðar og mun talsvert rask vera á meðan á framkvæmdum stendur í garðinum.
Stefnt er að því að ljúka verkinu með frágangi um mánaðarmótin maí/júní.