68. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 2026
Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi1. 2601032 - Reglur um stofnframlög
Tillaga frá 155. fundi bæjarráðs liður 4. Reglur um stofnframlög.
Lögð fram drög að reglum um stofnframlög fyrir Sveitarfélagið Árborg.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um stofnframlög og leggur til við
bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
2. 2510393 - Fyrirkomulag - Hverfisráð Árborgar
Tillaga frá 155. fundi bæjarráðs frá 8. janúar, liður 6. Fyrirkomulag - Hverfisráð
Árborgar.
Uppfærð drög að breyttum reglum um fyrirkomulag um Hverfisráð Árborgar ásamt
minnisblaði frá bæjarstjóra og bæjarritara, dags. 29. desember.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að reglum um fyrirkomulagi hverfisráða í
Sveitarfélaginu Árborg og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
3. 2503333 - Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði
Tillaga frá 55. fundi skipulagsnefndar frá 14. janúar sl. liður 3. Skátafélagið
Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði.
Lögð er fram tillaga að lokinni kynningu og auglýsingu í samræmi við 40. og 41.gr.
skipulagslaga nr. 123/2010, nýtt deiliskipulag sem tekur til hluta opins svæðis OP1.
Í deiliskipulaginu felst afmörkun útivistarsvæðis sem Skátafélagið Fossbúar munu
hafa til afnota. Innan tillögunnar er afmarkað svæði þar sem gert er ráð fyrir
uppbyggingu húsnæðis sem hýsir skátastarf í Árborg auk þess sem afmarkað er
útivistarsvæði sem nýtist jafnt sem opið svæði fyrir almenning og starfsemi
skátafélagsins. Markið tillögunnar er m.a. að nýta þá innviði sem svæðið hefur upp
á að bjóða eins og bílastæði og gönguleiðir. Nýta þann gróður sem fyrir er og efla
hann til muna með gróðursetningu nýrra plantna. Koma fyrir svæði sem nýtast má
skólabörnum yfir veturinn til leikja og fræðslu. Koma fyrir litlum opnum húsum sem
hýsa grillaðstöðu og fyrir útikennslu barna auk þess sem gert er ráð fyrir góðri
tengingu við önnur opin svæði í næsta nágrenni.
Tillagan var sérstaklega kynnt nágrönnum á áhrifasvæði tillögunnar frá 25.9.2025,
til og með 17.10.2025. Þá var tillagan auglýst í Dagskránni, Lögbirtingarblaði frá
13.11.2025-02.01.2026, auk þess að vera aðgengileg á heimasíðu
Sveitarfélagsins Árborgar.
Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands,
Vegagerðinni og Minjastofnun. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum. Samantekt
skipulagsfulltrúa er varðar athugasemdir og viðbrögð er lögð fram við afgreiðslu
málsins.
Að mati skipulagsnefndar Árborgar er athugasemdum svarað með fullnægjandi
hætti innan samantektar skipulagsfulltrúa á athugasemdum og andsvörum sem
lögð er fram við afgreiðslu tillögunnar. Gerðar eru tillögur að ákveðnum
viðbrögðum við athugasemdum með uppfærslu á tillögunni. Í því fellst að innan
greinargerðar verði með ítarlegri hætti fjallað um og metið um hugsanlegan fjölda
notenda innan svæðisins með tilliti til áætlaðrar notkunar. Út frá því mati verði meti
hvort ástæða sé til fækkunar bílastæða innan svæðisins og að þeim snúið til að
minnka áhrif bílljósa á aðliggjandi byggð. Jarðvegsmön verði felld út úr
skipulagsáætlun og í stað hennar verði gert ráð fyrir lágvöxnum þéttvaxta gróðri á
beltinu sem skilur skipulagssvæðið frá íbúðarsvæðinu þar sem áður var gert ráð
fyrri mön. Bætt verði við nánari umfjöllun um aðliggjandi hverfi innan greinargerðar
deiliskipulagsins og skilgreind verði áætluð staðsetning sorpskýlis á uppdrætti
skipulagsins. Með fyrirvara um framlagðar úrbætur á skipulagstillögunni mælist
skipulagsnefnd til þess við bæjarstjórn að tillagan taki gildi með birtingu í B-deild
Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu við skipulagið verði
tilkynnt niðurstaða sveitarfélagsins eftir gildistöku tillögunnar.
4. 2601156 - Húsnæðisáætlun 2026
Húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Árborg 2026 tekur áfram mið af tveimur megin
þáttum sem hafa áhrif á áætlunina. Annar er sá þáttur er snýr að hraðri og mikilli
uppbyggingu síðustu ár, þar sem hækkun mannfjölda er um 4% að jafnaði. Tekið
er tillit til þess í áætlun fyrir árið 2026 að margar íbúðir eru í byggingu. Frá
undanförnum árum hefur aðeins dregið úr byggingarhraða, vegna utanaðkomandi
áhrifa, svo sem vaxtastigs og hækkunar á verði aðfanga. Hinn þátturinn sem hefur
áhrif á áætlunina er eftirspurn eftir orku. Sveitarfélagið hefur verið í góðu samstarfi
við framkvæmdaaðila um markmið uppbyggingar og gert áætlanir í takti við
orkuöflun. Staðan er góð fyrir næstu árin en mikilvægt er að horfa til frekari
orkuöflunar ásamt uppbyggingu annarra innviða til að mæta auknum íbúafjölda.
Í ljósi framangreinds gerir háspá ráð fyrir 6% íbúafjölgun, miðspá 4% og lágspá 2%
fyrir árið 2026. Reikna má með að raunin verði um miðspá miðað við ofangreindar
forsendur. Fjöldi íbúa í Árborg er nú rúmlega 12.900 manns.
Fundargerðir
5. 2512001F - Skipulagsnefnd - 5454. fundur haldinn 10. desember.
6. 2512016F - Bæjarráð - 154
154. fundur haldinn 18. desember.
7. 2512022F - Bæjarráð - 155
155. fundur haldinn 8. janúar.
Bragi Bjarnason
bæjarstjóri
