Sérstuðningur fyrir börn á grunnskólaaldri
Sveitarfélagið Árborg býður upp á sérstuðning fyrir börn á grunnskólaaldri með lögheimili í Árborg og hafa skilgreindar fatlanir og þurfa fullan stuðning í daglegu lífi.
Stuðningurinn verður veittur á tímabilinu 17. til 28. júlí 2023 og verður veittur af starfsfólki frístundarþjónustu. Vikan fyrir hvert barn mun kosta 11.000.
Sótt er um stuðninginn í gegnum netfangið: sersumar@arborg.is
Sækja þarf um fyrir 07. maí 2023
Fram þarf koma ástæða umsóknar, staðfesting á fötlun og hvaða tímabili óskað er eftir.
Skilyrði fyrir þjónustu er að barnið þurfi stöðugt eftirlit, geta ekki nýtt sér hópastarf eða önnur sumartilboð, flóknar félagslegar aðstæður og fötlunargreining.