Smölun vegna lausagöngu kinda í Árborg
Sveitarfélagið Árborg ætlar að láta smala sauðfé sem er í lausagöngu við vegi og utan hólfa í sveitarfélaginu á næstu dögum.
Kindurnar verða reknar til réttar og markskoðaðar. Eigendur sauðfjár á svæðinu eru hvattir til þess að gæta af því að þeirra fé þeirra sé innan eigin girðinga.
Bent er á að lausaganga búfjár er bönnuð innan sveitarfélagsins og verða þau mál skoðuð í samræmi við þær reglur sem um það gilda.
Sjá nánar um samþykktir um búfjárhald í sveitarfélaginu.
Frekari upplýsingar veitir Þjónustumiðstöð Árborgar