Útboð | Klórframleiðslukerfi - Sundhöll Selfoss
Sveitafélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið Sundhöll Selfoss - Klórframleiðslukerfi í samræmi við útboðsgögn.
Um er að ræða hönnun, framleiðslu, uppsetningu og prófanir á klórframleiðslukerfi sem notar rafmagn, salt og vatn til að framleiða klór lausn fyrir Sundhöll Selfoss.
Afhending á fullfrágengnu klórframleiðslukerfi fer fram eigi síðar en 14 vikum eftir að gengið hefur verið frá samningi um kaup.
Útboðsgögn verða afhend í útboðskerfinu Ajour þar sem bjóðendur geta sótt gögn frá og með 09. Apríl 2021. Bjóðendur skrá sig inn á vef og hlaða niður gögnum.
Notkunarleiðbeiningarum kerfið má sjá hér
Tilboði skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um.
Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar.
Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.