1. fundur skólanefndar
1. fundur skólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 6. júlí 2006, kl. 12:30.
Mættir kjörnir fulltrúar: Margrét K. Erlingsdóttir, formaður, Ari Thorarensen, Ásdís Sigurðardóttir, Sandra D. Gunnarsdóttir og Alma L. Jóhannsdóttir (varamaður).
Aðrir fulltrúar: Eyjólfur Sturlaugsson (fulltr. Skólastjóra) Sædís Ósk Harðardóttir ( fulltr. kennara ), Guðbjörg Snæbjörnsdóttir (fltr. kennara), Elín Höskuldsdóttir, (fltr.Flóahr.) Ragnheiður Thorlacius (framkvstj.fjölskyldumiðstöðvar).
Margrét setti fund og stýrði honum. Kosinn var varaformaður Ari Thorarensen og Ásdís Sigurðardóttir kosin ritari.
Margrét kynnti lauslega form funda og að fundir hæfust stundvíslega á boðuðum tíma og stæðu ekki lengur en í 2 klst.
Ragnh. Thorlacius tók til máls og óskaði kjörnum fulltrúum velfarnaðar í starfi. Hún kynnti síðan lauslega helstu störf fjölskyldumiðstöðvar.
Fulltrúar sem mættir voru á fundinn kynntu sig lauslega . Undirrituð var þagnarskylda fulltrúa í skólanefnd.
Lagt var fram erindisbréf og fá fundarmenn eintak með heim til skoðunar. Margrét benti á 19 grein í umræddu erindisbréfi þar sem kemur fram að fundinum ber að staðfesta ráðningu aðstoðarskólastjóra í Vallaskóla. Eyjólfur mælir með að Guðbjartur Ólason verði ráðinn sem aðstoðarskólastjóri til eins árs í stað Guðmundar Ásmundssonar sem er í launalausu árs leyfi. Bókun: Skólanefnd mælir með ráðningur Guðbjarts Ólasonar frá 1.ágúst 2006 til 31.júlí 2007 að fenginni umsögn skólastjóra.
Ásdís Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Fundargerð var samþykkt og undirrituð.