Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.7.2006

1. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

 

1. fundur íþrótta- og tómstundanefndar haldinn þriðjudaginn 11. júlí 2006, kl. 20.20 í Ráðhúsi Árborgar.

Mætt: Grímur Arnarson, Kristín Hrefna Halldórsdóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Gylfi Þorkelsson og Ragnheiður Thorlacius.

1. mál: Kosning varaformanns og ritara.

Formaður lagði fram tillögu um að Helgi Haraldsson yrði kjörinn varaformaður og var það samþykkt með þremur atkvæðum. Gylfi Þorkelsson sat hjá.

 

Þá lagði formaður einnig fram tillögu um að starfsmaður nefndarinnar, Grímur Hergeirsson verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála, verði ritari nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

 

2. mál: Kynning

 

a. Nefndarmenn og framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar kynna sig.  

b. Erindisbréf fyrir íþrótta- og tómstundanefnd Árborgar lagt fram. Einnig lagðar fram til kynningar stefna í íþrótta- og æskulýðsmálum fjölskyldustefna, jafnréttisáætlun, aðgerðaráætlun í forvarnamálum og starfsmannastefna Sveitarfélagsins Árborgar auk skipurits fyrir Fjölskyldumiðstöð Árborgar.

 

3. mál: Undirritun drengskaparheits

 

Nefndarmenn undirrituðu heit um þagnarskyldu.

 

4. mál: Málefni  kvennaliðs Hamars/Selfoss í körfubolta

 

a. Styrkbeiðni frá kvennaliði Hamars/Selfoss vegna kaupa á erlendum leikmanni.

Samþykkt var með atkvæðum þriggja nefndarmanna að vísa styrkbeiðni kvennaliðs Harmars/Selfoss í kröfubolta vegna kaupa á erlendum leikmanni til úthlutunar úr afreksmannasjóði Árborgar. Gylfi Þorkelsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

b. Tilaga frá Gylfa Þorkelssyni og Ragnheiði Hergeirsdóttur um styrk til kvennaliðs Hamars/Selfoss.

 

Íþrótta- og tómstundanefnd  óskar kvennaliði Hamars/Selfoss til hamingju með glæsilegan árangur og  mælir með því við bæjarráð að liðið verði styrkt fjárhagslega og að bæjarráð taki ákvörðun um fjárhæð styrksins. Samþykkt samhljóða.

 

5. mál: Uppbygging íþróttamannvirkja í Árborg

 

Málið var rætt. Íþrótta- og tómstundanefnd beinir því til bæjarráðs að fram fari úttekt og gerð verði kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á aðalleikvanginum við Engjaveg.  

 

Gylfi Þorkelsson lýsti sig andvígan tillögu nefndarinnar og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

„Lýsi yfir miklum vonbrigðum með þá stefnubreytingu sem kynnt er í uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Miðað við boðaðar hugmyndir er ljóst að verið er að hindra möguleika sveitarfélagsins á því að hefja strax uppbyggingu á nýju fjölnota íþrótta- og afþreyingarsvæði sem hefði einnig afgerandi áhrif á vöx fjölbreytilegrar ferðaþjónustu. Gylfi Þorkelsson.”

 

6. mál: Ungmennahús

 

Málið rætt. Frekari umræðu frestað.

 

7. mál: Önnur mál

 

Ákvörðun um fundartíma frestað. 

Ragnheiður Thorlacius ritaði fundargerð í fjarveru Gríms Hergeirssonar.

 

Fundi slitið  kl. 21.55.

 

Grímur Arnarson                                      
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Elín Harpa Valgeirsdóttir                          
Gylfi Þorkelsson                                 
Ragnheiður Thorlacius

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica