Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.2.2007

1. fundur atvinnuþróunarnefnd

 

1. fundur.  Þann 15. febrúar 2007 kom atvinnuþróunarnefnd saman til fyrsta fundar kjörtímabils  kl. 17:00

 

Mætt voru: Tómas Þóroddsson, formaður, Sigurjón Guðmarsson, Andrés Rúnar Ingvarsson, Ólafur H. Jónsson, Jón Karl Haraldsson. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri ritaði fundargerð.

Formaður setti fund.
Ólafur H. Jónsson lagði fram bókun frá fulltrúum D lista:
Við undirritaðir lýsum yfir mikill óánægju okkar á að ekki hafi verið haldinn fundur í nefndinni í tæpt ár. Fyrrverandi formaður, fulltrúi Framsóknarflokks boðaði nefndina aldrei saman og núverandi formaður, fulltrúi Samfylkingar boðar hana nú loks til fyrsta fundar rúmum tveimur mánuðum eftir að hún var kjörin af bæjarstjórn. Þessi fundur er allt of seint haldinn og benda má á að á dagskrá fundarins er m.a. kynning á fundarherferð sem þegar hefur farið fram.
Vinnubrögð þessi eru ekki til eftirbreytni og samræmast ekki góðum starfsvenjum nefnda á vegum sveitarfélagsins.
Jón Karl Haraldsson, Ólafur Hafsteinn Jónsson.

Fulltrúar meirihlutans í atvinnuþróunarnefnd fagna áhuga minnihlutafulltrúanna á starfi atvinnuþróunarnefndar og vænta góðs af samstarfi á kjörtímabilinu.  Þess skal getið að dagskrárliður sá er minnihlutinn nefnir var afgreiddur í bæarráði þann 1. febrúar sl.
Fulltrúar B, S og V lista.

 

 

  1. Kosning varaformanns.
    Formaður bar upp tillögu um að Sigurjón Guðmundsson yrði kosinn varaformaður.

    Tillagan samþ. með 3 atkvæðum fulltrúa meirihluta. Fulltrúar D lista sátu hjá.

  2. Formaður gerði tillögu um að nefndin fundaði á miðvikudögum kl. 18:00 þegar erindi liggja fyrir eða ástæða þykir til.

    Samþykkt samhljóða.

  3. Erindisbréf nefndarinnar lagt fram. Fram kom að endurskoða eigi erindisbréf nefnda samhliða endurskoðun bæjarmálasamþykkar.

    Nefndarmenn sammála um að taka erindisbréfið til umræðu á næsta fundi.

    Formaður dreifði atvinnumálastefnu sveitarfélagsins og var samþykkt samhljóða að taka hana til umræðu á næsta fundi.
  4. Erindi frá bæjarráði, dags. 1. febrúar 2007, um verkefnið Vaxtasprotar á vegum Impru.

    Formaður hefur óskað eftir nánari upplýsingum um verkefnið hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð, og mun senda á nefndarmenn þegar þær berast honum.


    Fundi slitið kl. 17:25

    Tómas Þóroddsson
    Sigurjón Kr. Guðmarsson
    Andrés R. Ingason
    Jón Karl Haraldsson
    Ólafur H. Jónsson
    Ragnheiður Hergeirsdóttir

 



 

 

 

fundur


Þetta vefsvæði byggir á Eplica