Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.6.2006

1. fundur bæjarstjórnar

 

1. fundur í bæjarstjórn Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 14. júní 2006 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2 Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson B listi
Margrét Katrín Erlingsdóttir B listi
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi
Snorri Finnlaugsson D listi
Elfa Dögg Þórðardóttir D listi
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi
Gylfi Þorkelsson S listi
Jón Hjartarson V listi

 

Auk þess situr fundinn Einar Njálsson, bæjarstjóri sem ritar fundargerð.

 

Þorvaldur Guðmundsson, sem er aldursforseti þeirra bæjarfulltrúa sem hafa lengstan starfstíma í bæjarstjórninni, setti fundinn. Hann bauð bæjarfulltrúa velkomna til starfa og stýrði upphafi fundar og kjöri forseta bæjarstjórnar.

 

Dagskrá:

 

I. Yfirlýsing Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Árborgar.

 

Fundarstjóri kynnti svohljóðandi yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:

 

“Bæjarfulltrúar af B-lista Framsóknarflokks og D-lista Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Árborgar hafa stofnað til meirihlutasamstarfs. Samstarfið tekur til kosningar forseta bæjarstjórnar, varaforseta, skrifara bæjarstjórnar, kosningar bæjarráðs og annarra nefnda á vegum bæjarstjórnar Árborgar fyrir kjörtímabilið 2006-2010. Einnig hafa fulltrúar þessara flokka gert með sér málefnasamning sem tekur á helstu áhersluatriðum varðandi rekstur og uppbyggingu í Árborg og byggir hann á stefnuskrám beggja flokkanna.

 

Bæjarfulltrúar B og D lista”

 

Fundarstjóri lagði fram svohljóðandi yfirlýsingu dags. 12.06.06, undirritaða af Eyþóri Arnalds: “ Undirritaður tekur sér leyfi frá störfum í bæjarstjórn Árborgar til 26. maí 2007 og mun Grímur Arnarson því taka sæti í bæjarstjórn og aðrir varamenn eins og lög gera ráð fyrir. “

 

Bæjarstjórn samþykkir að veita Eyþóri Arnalds umbeðið leyfi með 6 atkvæðum 3 sátu hjá fulltrúar S og V lista.

 

Fundarstjóri leitaði afbrigða til þess að taka á dagskrá tillögu frá bæjarfulltrúum S og V lista um áheyrnarfulltrúa í tilteknar nefndir.

 

Afbrigði samþykkt með 9 atkvæðum.

 

Tillagan er svohljóðandi:

 

“Bæjarstjórn samþykkir að heimila minnihlutaflokkunum í bæjarstjórn að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa á fundi þeirra nefnda sem minnihlutinn á einungis einn fulltrúa í. Þessar nefndir eru umhverfisnefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, framkvæmda- og veitustjórn, kjaranefnd og landbúnaðarnefnd.

 

Greinargerð: Með því að veita minnihlutanum áheyrnarflulltrúa í umræddum nefndum stuðlar meirihlutinn að lýðræðislegri umfjöllun og sinna skyldum sínum gagnvart kjósendum.

 

Gylfi Þorkelsson, Jón Hjartarson og Ragnheiður Hergeirsdóttir.”

 

Til máls tóku Snorri Finnlaugsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir og Jón Hjartarson.

 

Tillagan er felld með 6 atkvæðum gegn 3.

 

II. Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.

 

1. Kosning forseta til eins árs.

 

Þorvaldur Guðmundsson, kjörinn með 6 atkvæðum 3 sátu hjá fulltrúar S og V lista

 

2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.

 

Snorri Finnlaugsson, kjörinn með 6 atkvæðum 3 sátu hjá fulltrúar S og V lista.

 

3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.

 

Margrét Katrín Erlingsdóttir, kjörin með 6 atkvæðum 3 sátu hjá fulltrúar S og V lista.

 

4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir, kjörnar með 9 atkvæðum.

 

5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.

 

Grímur Arnarson og Jón Hjartarson, kjörnir með 9 atkvæðum.

 

III. Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir Snorri Finnlaugsson

 

Margrét K. Erlingsdóttir Þorvaldur Guðmundsson

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir Gylfi Þorkelsson

 

Áheyrnarfulltrúi:

 

Jón Hjartarson Hilmar Björgvinsson

 

Ekki bárust tillögur um fleiri en þá sem kjósa skal og var því sjálfkjörið.

 

IV. Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breyingum:

 

1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Ingimundur Sigurmundsson Hróðný Hauksdóttir

 

Bogi Karlsson Guðrún Edda Haraldsdóttir

 

Ásta Stefánsdóttir Sigurbjörg Gísladóttir

 

 

 

2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Erlendur Daníelsson Ása Líney Sigurðardóttir

 

Ingunn Sigurjónsdóttir Gunnar Gunnarsson

 

Valey Guðmundsdóttir Ólafur Bachmann Haraldsson

 

3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Margrét Ingþórsdóttir Björg Þ. Sörensen

 

Ingibjörg Jóhannesdóttir Sigríður Ólafsdóttir

 

Ingvar Jónsson Ólafur H. Jónsson

 

4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Kristín Björnsdóttir Kristinn Ásmundsson

 

Magnús Gunnarsson Gunnar Þórðarson

 

Valgerður Gísladóttir Ragnhildur Benediktsdóttir

 

5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Ingibjörg Ársælsdóttir Helga Björg Magnúsdóttir

 

Einar Sveinbjörnsson Guðrún J. Valdimarsdóttir

 

Ragnhildur Jónsdóttir Guðni Kristjánsson

 

6. Undirkjörstjórn 5. (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Lýður Pálsson Sverrir Geirmundsson

 

María Gestsdóttir Anna María Tómasdóttir

 

Svanborg Oddsdóttir Birgir Edwald

 

Ekki komu fram tillögur um fleiri en þá sem kjósa skal og var því sjálfkjörið í kjörstjórnir.

 

V. Kosning tveggja skoðunarmanna til fjögurra ára og tveggja til vara sbr. 69. gr. laga nr. 45/1998 Sveitarstjórnarlaga:

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Jón G. Bergsson Hróðný Hanna Hauksdóttir

 

Gunnar Einarsson Einar Sveinbjörnsson

 

Kjörnir með 9 atkvæðum.

 

VI. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. B-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:

 

1. Atvinnuþróunarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Helgi S. Haraldsson, formaður Jón Vilhjálmsson

 

Ólafur H. Jónsson Óskar Sigurðsson

 

Jón Karl Haraldsson Dalla Rannveig Jónsdóttir

 

Tómas Þóroddsson Ólafur Steinason

 

Andrés Rúnar Ingason Viðar Magnússon

 

2. Kjaranefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Snorri Finnlaugsson, formaður Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

Margrét K. Erlingsdóttir Þorvaldur Guðmundsson

 

Sigurður Ingi Andrésson Hilmar Björgvinsson

 

3. Félagsmálanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Kristín Eiríksdóttir, formaður Þorgrímur Óli Sigurðsson

 

Guðmundur B. Gylfason Bryndís Klara Guðbrandsdóttir

 

Bjarnheiður Ástgeirsdóttir Indriði Indriðason

 

Þórunn Elva Bjarkadóttir Katrín Ósk Þorgeirsdóttir

 

Alma L. Jóhannsdóttir Olga Sveinbjörnsdóttir.

 

4. Íþrótta- og tómstundanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Grímur Arnarson, formaður Einar Guðmundsson

 

Kristín Hrefna Halldórsdóttir Ívar Grétarsson

 

Helgi S. Haraldsson Arnar Freyr Ólafsson

 

Elín Valgeirsdóttir Ágústa Tryggvadóttir

 

Gylfi Þorkelsson Ingibjörg Ársælsdóttir

 

5. Landbúnaðarnefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Þorsteinn G. Þorsteinsson, formaður Unnur Huld Hagalín

 

Gísli Geirsson Björn Harðarson

 

Ólafur Auðunsson Jóhannes Bjarnason

 

6. Leikskólanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Kristín Traustadóttir, formaður Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

Róbert Sverrisson Sigurjón Guðmarsson

 

Sigríður Anna Guðjónsdóttir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

 

Gyða Björgvinsdóttir Þórunn Elva Bjarkadóttir

 

Sigrún Þorsteinsdóttir Sædís Harðardóttir

 

7. Lista- og menningarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Þórir Erlingsson, formaður Björn Ingi Gíslason

 

Sigrún Jónsdóttir Jóhanna Róbertsdóttir

 

Ingveldur Guðjónsdóttir Birkir Pétursson

 

Böðvar Bjarki Þorsteinsson Már Ingólfur Másson

 

Sigurður Ingi Andrésson Þorsteinn Ólafsson

 

8. Skipulags- og byggingarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður Samúel Smári Hreggviðsson

 

Ármann Ingi Sigurðsson Þorvaldur Guðmundsson

 

Þór Sigurðsson Haukur Þorvaldsson

 

Torfi Áskelsson Kristinn Hermannsson

 

Þorsteinn Ólafsson Margrét Magnúsdóttir

 

9. Skólanefnd grunnskóla, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Margrét K. Erlingsdóttir, formaður Elín Karlsdóttir

 

Ari Thorarensen Samúel Smári Hreggviðsson

 

Ásdís Sigurðardóttir Óskar Magnússon

 

Sandra D. Gunnarsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir

 

Hilmar Björgvinsson Alma L. Jóhannsdóttir

 

10. Bókasafnsnefnd, fjórir fulltrúar og fjórir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Ingibjörg Jóhannesdóttir, formaður Gunnar Kristmundsson

 

Hugborg Kjartansdóttir Svandís Bergsdóttir

 

Elín Arnoldsdóttir Helgi Ívarsson

 

Drífa Eysteinsdóttir Edda B. Jónsdóttir

 

11. Umhverfisnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Björn Bjarndal Jónsson, formaður Sigríður Ágústsdóttir

 

María Hauksdóttir Guðmundur Karl Sigurdórsson

 

Elfa Dögg Þórðardóttir Kristín Pétursdóttir

 

Björn Ingi Gíslason Kristín Hrefna Halldórsdóttir

 

Jón Hjartason Jóhann Óli Hilmarsson

 

12. Framkvæmda- og veitustjórn, fimm fulltrúar og fimm til vara

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Snorri Finnlaugsson, formaður Ari Már Ólafsson

 

Ari Thorarensen Ingi Rafn Sigurðsson

 

Þorvaldur Guðmundsson Margrét K. Erlingsdóttir

 

Óli Rúnar Eyjólfsson Björn Bjarndal Jónsson

 

Gylfi Þorkelsson Ragnheiður Hergeirsdóttir

 

Kjör í framangreindar 12 nefndir var samþykkt með 9 atkvæðum.

 

13. Fulltrúar Árborgar í samstarfsnefnd með starfsmannafélögum (áður starfskjaranefnd), tveir fulltrúar og tveir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Margrét K. Erlingsdóttir, formaður Þorvaldur Guðmundsson

 

Grímur Arnarson Elfa Dögg Þórðardóttir

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sátu hjá fulltrúar S og V lista.

 

14. Fulltrúar Árborgar í héraðsnefnd, sjö fulltrúar og sjö til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Bæjarstjóri Elfa Dögg Þórðardóttir

 

Snorri Finnlaugsson Grímur Arnarson

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir Ari Thorarensen

 

Þorvaldur Guðmundsson Björn Bjarndal Jónsson

 

Margrét K. Erlingsdóttir Kristín Eiríksdóttir

 

Gylfi Þorkelsson Ragnheiður Hergeirsdóttir

 

Jón Hjartarson Hilmar Björgvinsson

 

Samþykkt með 9 atkvæðum.

 

15. Fulltrúar Árborgar á landsþing Samb. ísl. sveitarfélaga, fjórir fulltrúar og fjórir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir Snorri Finnlaugsson

 

Þorvaldur Guðmundsson Björn Bjarndal Jónsson

 

Margrét K. Erlingsdóttir Kristín Eiríksdóttir

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir Gylfi Þorkelsson

 

Samþykkt með 9 atkvæðum.

 

16. Fulltrúar Árborgar á aðalfund SASS, níu fulltrúar og níu til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir Ari Thorarensen

 

Snorri Finnlaugsson Kristín Hrefna Halldórsdóttir

 

Elfa Dögg Þórðardóttir Björn Ingi Gíslason

 

Grímur Arnarson Jón Karl Haraldsson

 

Þorvaldur Guðmundsson Björn Bjarndal Jónsson

 

Margrét K. Erlingsdóttir Kristín Eiríksdóttir.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir Þórunn Elva Bjarkadóttir

 

Gylfi Þorkelsson Böðvar Bjarki Þorsteinsson

 

Jón Hjartason Hilmar Björgvinsson

 

Samþykkta með 9 atkvæðum.

 

17. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á fulltrúaráðsfund Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.

 

Aðalmaður: Varamaður:

 

Margrét K. Erlingsdóttir Snorri Finnlaugsson

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sitja hjá fulltrúar S og V lista.

 

18. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á aðalfund Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.

 

Aðalmaður: Varamaður:

 

Ólafur H. Jónsson Helgi S. Haraldsson

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sitja hjá fulltrúar S og V lista.

 

19. Fulltrúar Árborgar í fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu, tveir fulltrúar og tveir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Margrét K. Erlingsdóttir Þorvaldur Guðmundsson

 

Ari Thorarensen Grímur Arnarson

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sátu hjá fulltrúar S og V lista.

 

20. Fulltrúar Árborgar í almannavarnanefnd, tveir fulltrúar og tveir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Bæjarstjóri Staðgengill bæjarstjóra

 

Framkvæmdastj. framkvæmda- og veitusviðs Skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sitja hjá fulltrúar S og V lista.

 

 

 

21. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir, aðalmaður Björn Bjarndal Jónsson, varamaður

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sátu hjá fulltrúar S og V lista.

 

22. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, aðalmaður Helgi S. Haraldsson, varamaður.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sitja hjá fulltrúar S og V lista.

 

23. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á aðalfund RARIK.

 

Snorri Finnlaugsson, aðalmaður Þorvaldur Guðmundsson, varamaður

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sitja hjá fulltrúar S og V lista

 

VII. Skipun í dómnefnd vegna arkitektasamkeppni um miðbæ á Selfossi sbr. 40. gr. laga nr. 45/1998 Sveitarstjórnarlaga.

 

Fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar: Þorvaldur Guðmundsson

 

Elfa Dögg Þórðardóttir

 

Smári Johnsen

 

Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands: Anna Sigríður Jóhannsdóttir

 

Jóhann Þórðarson

 

Samþykkt með 6 atkvæðum 3 sitja hjá fulltrúar S og V lista.

 

VIII. Tillaga að ráðningu bæjarstjóra til næstu fjögurra ára.

 

“Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að ráða Stefaníu Katrínu Karlsdóttur kt.: 280164-4109 sem bæjarstjóra í Árborg kjörtímabilið 2006-2010. Bæjarráði er falið að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra.

 

Bæjarfulltrúar D og B lista”

 

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá fulltrúar S og V lista.

 

IX. Fundargerðir:

 

1. a) Starfskjaranefnd STÁ og Árborgar frá 03.05.06

 

b) 173. fundur bæjarráðs frá 11.05.06

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir tók til máls varðandi 1 b) – lið 9 í fundargerð bæjarráðs og lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa D lista:

 

“Í 9. lið fundargerðar 173. fundar bæjarráðs frá 11.5.2006 er staðfestur makaskiptasamningur á landi austan Hrefnutanga gegn landi í Fossnesi. Við undirritaðir bæjarfulltrúar erum ekki sáttir við samning þennan en þar sem bæjarráð hefur samkvæmt 39. grein sveitarstjórnarlaga heimild til fullnaðarákvörðunar í málum sem þessu, staðfestum við fundargerðina þrátt fyrir ofangreinda afstöðu okkar til samningsins.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

Snorri Finnlaugsson

 

Elfa Dögg Þórðardóttir

 

Grímur Arnarson”

 

Fundargerðirnar staðfestar með framangreindri athugasemd.

 

2. a) Félagsmálanefnd frá 08.05.06

 

b) Skipulags- og byggingarnefnd frá 09.05.06

 

c) 174. fundur bæjarráðs frá 18.05.06

 

2 a) Félagsmálanefnd liður 3 e) Ragnheiður Hergeirsdóttir tók til máls og lagði fram fyrirspurn varðandi lið 3 e í fundargerð félagsmálanefndar frá 8. maí 2006:

 

Hefur samanburður á launum karla og kvenna, sbr. Jafnréttisáætlun Árborgar kafla IV, a) lið, leitt í ljós kynbundinn launamun hjá starfsmönnum sveitarfélagsins ? Ef svo er hvernig og hvenær hyggst meirihlutinn bregðast við þeim launamun ?

 

Forseti upplýsti að fyrirspurninni yrði svarað á næsta fundi.

 

Snorri Finnlaugsson kvaddi sér hljóðs og lýsti yfir að hann tæki ekki þátt í afgreiðslu á 5. lið í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9.5. 2006 þar sem hann teldi sig vanhæfan í málinu, en staðfesti fundargerðirnar að öðru leyti.

 

Fundargerðir staðfestar með framangreindum athugasemdum.

 

3. a) Leikskólanefnd frá 17.05.06

 

b) Stjórn almenningsbókasafna frá 17.05.06

 

c) 175. fundur bæjarráðs frá 24.05.06

 

3 c) fundur bæjarráðs 24.05.06, Gylfi Þorkelsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi tillögu vegna liðar 11 í fundargerðinni:

 

Bæjarstjórn Árborgar óskar kvennaliði Hamars/Umf Selfoss í körfuknattleik innilega til hamingju með framúrskarandi árangur á nýliðnu keppnistímabili þegar liðið sigraði í 2. deild og vann sér rétt til að leika í efstu deild Íslandsmótsins. Bæjarstjórn samþykkir sérstaka fjárveitingu, kr. 500.000 til liðsins, af þessu tilefni enda einstakur viðburður í flokkaíþróttum kvenna í sveitarfélaginu, gott fordæmi fyrir aðrar íþróttakonur og mikilvæg hvatning til ungra stúlkna að stunda íþróttir og setja markið hátt.

 

Greinargerð: Íþróttaþátttaka kvenna, ekki síst í flokkaíþróttum, hefur lengi staðið í skugga karlaíþrótta. Þetta á við um fjölmiðlaumfjöllun, fjárveitingar og alla umgjörð um æfingar og keppni. Í Árborg hefur þátttaka kvenna í meistaraflokki á Íslandsmótum verið afar stopul og ekkert lið leikið í efstu deild síðan Umf. Selfoss átti handknattleikslið í keppni þeirra bestu um hríð kringum 1990. Með sérstakri fjárveitingu sýnir bæjarstjórn Árborgar í verki skilning á nauðsyn þess að jafna stöðu kynjanna og efla konur til enn frekari afreka í íþróttum.

 

Gylfi Þorkelsson og Ragnheiður Hergeirsdóttir.

 

Margrét Katrín Erlingsdóttir óskaði eftir fundarhléi sem var veitt. Að loknu fundarhléi kvaddi Margrét sér hljóðs og lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráð.

 

Tillaga Margrétar samþykkt með 6 atkvæðum 3 sátu hjá fulltrúar S og V lista.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir kvaddi sér hljóðs og vakti athygli á skýrslu Öryrkjabandalags Íslands – Hugmynd að betra samfélagi – og hvatti bæjarfulltrúa til að hafa efni hennar að leiðarljósi við störf sín.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

4. a) 176. fundur bæjarráðs - aukafundur frá 26.05.06

 

Fundargerðin staðfest.

 

X. Tillaga frá Jóni Hjartarsyni bæjarfulltrúa um stuðning við háskólanám í Árborg.

 

“Bæjarstjórn Árborgar ábyrgist áframhaldandi háskólanám á vegum Fræðslunets Suðurlands, með fimm milljón króna fjárframlagi á árinu 2006 á meðan háskólanefnd Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og SASS lýkur vinnunni við stofnun háskólaseturs fyrir Suðurland staðsett hér í Árborg.

 

Greinargerð

 

Frá árinu 2000 hefur þróast hér miðlun háskólanáms á vegum Fræðslunets Suðurlands og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Fjöldi stúdenta sem stundað hafa nám í fjarkennslu með þessu móti hefur farið vaxandi frá ári til árs og nú í haust eru hátt í 200 stúdentar sem eru við nám eða eru að hefja nám, flestir á vegum HA. Fræðslunet Suðurlands hefur staðið undir kostnaði vegna þessa með eigin aflafé, án þátttöku menntamálaráðuneytisins. Nú er málum svo komið að Fræðslunetið er ófært um að halda þessari starfsemi áfram nema til komi viðbótarfjármagn til að standa undir kostnaði.

 

Háskólanefnd Atvinnuþróunarsjóðs og SASS vinna að því að ná samningum við háskóla og menntamálaráðuneytið um stofnun háskólaseturs hér í Árborg, en sú vinna hefur gengið hægar en vonast var til og því þarf að brúa bilið þangað til þessi áfangi næst. Stofnun háskólaseturs á svipuðum grunni og á Ísafirði eða Egilsstöðum tryggði starfseminni fjármagn, ca. 40 milljónir á ári, til að standa undir háskólakennslunni og tengja hana við aðrar rannsókna og vísindastofnanir á Suðurlandi. Fjármagn nú frá Árborg tryggir framhald háskólanámsins og eyðir þeirri óvissu sem nemendur og stjórnendur Fræðslunetsins standa í. Þetta er mikið hagsmunamál ekki einasta fyrir nemendur heldur ekki síður fyrir Sveitarfélagið Árborg.

 

Jón Hjartarson”

 

Til máls tóku; Jón Hjartarson, Gylfi Þorkelsson og Þórunn Jóna Hauksdóttir sem lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir óskaði eftir fundarhléi sem var veitt. Að loknu fundarhléi kvaddi Jón Hjartarson sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

“Fulltrúar S og V lista harma það að meirihlutinn skuli ákveða að tefja málið með því að vísa tillögunni til bæjarráðs . Þetta mál hefur fengið mjög mikla umfjöllun undanfarin ár og er eitt brýnasta hagsmunamál byggðarlagsins. Bæjarstjórn Árborgar hefur nú tækifæri til þess að eyða óvissu og tryggja áframhaldandi háskólastarf. Bæjarfulltrúar S og V lista í bæjarstjórn Árborgar.“

 

Tillaga Þórunnar Jónu um að vísa tillögu Jóns til bæjarráðs var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 3 atkvæðum S og V lista.

 

XI. Tillaga um að fella niður reglulegan fund bæjarstjórnar í júlímánuði og umboð til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála.

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að fella niður reglulegan fund bæjarstjórnar í júlí og fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála.

 

Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum.

 

Forseti bæjarstjórnar þakkaði nefndarfólki sem starfaði á nýliðnu kjörtímabili fyrir góð störf og óskaði nýkjörnum nefndarmönnum allra heilla í störfum. Ragnheiður Hergeirsdóttir kvaddi sér hljóðs og þakkaði nefndarfólki sem starfaði fyrir Samfylkinguna á síðasta kjörtímabili svo og öllu öðru nefndarfólki fyrir góð störf á liðnu kjörtímabili og óskaði nýkjörnum nefndarmönnum velfarnaðar í störfum.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:50

 

Þorvaldur Guðmundsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Grímur Arnarson
Gylfi Þorkelsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Jón Hjartarson
Einar Njálsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica