1. fundur umhverfisnefnd
Fundur í umhverfisnefnd Árborgar fimmtudaginn 19. júlí 2006 klukkan 17.15 til 18.25. Fundurinn haldinn að Austurvegi 67 (Selfossveitur).
Fundinn sátu: Björn B. Jónsson (formaður), Elfa Dögg Þórðardóttir, María Ingibjörg Hauksdóttir, Jón Hjartarson og Siggeir Ingólfsson sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Nefndarfulltrúar kynna sig og hugðarefni sín varðandi umhverfismál.
Formaður kynnti hvað hefur verið lögð áhersla á síðastliðin 4 ár. Jón Hjartarson lagði fram nokkur atriði Vinstri Grænna í umhverfismálum.
2. Kynning á erindisbréfi umhverfisnefndar.
3. Kosning varaformanns og ritara.
Elfa Dögg Þórðardóttir var kosin varaformaður ogSiggeir Ingólfsson ritari.
4. Kynning á náttúruverndar- og friðlýsingarlögum.
Nefndarmenn fengu afhenta möppu með lögum og helstu gögnum.
5. Beluga – farið yfir stöðuna.
Siggeir sagði frá þeirri vinnu sem fram hefur farið og hvar við erum stödd í verkefninu. Öll gögn og upplýsingar eru í möppunni.
6. Kynning á umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Almenn umræða var um umhverfisstefnuna og voru nefndarmenn sammála um það að hún þarf að vera í stöðugri endurskoðun.
7. Umhverfisverðlaun / verðlaun fyrir fallegustu götuna / garðaverðlaun.
Nefndin er sammála um það að halda götuverðlaununum áfram og verða þau veitt í ágústmánuði ásamt því að upp verði tekin garðaverðlaun og verða þau veitt á sama tíma. Þrír garðar verða verðlaunaðir árlega.
8. Tímasetning funda umhverfisnefnda.
Nefndin var sammála um það að fundir verði að jafnaði annan hvern mánuð og haldnir á miðvikudögum klukkan 17.15. Boðun funda verður með tölvupósti.
Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 9. ágúst.
9. Önnur mál.
Elfa Dögg Þórðardóttir lagði til að myndaður verði starfshópur um flokkun og endurvinnslu úrgangs í sveitarfélaginu. Var henni falið að koma með fyrstu drög að starfsreglum vegna endurvinnslu á næsta fund.
Fundi slitið kl.18.25.