Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.6.2006

1. fundur bæjarráðs

 

1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 22.06.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

 

Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, varaformaður
Snorri Finnlaugsson, varafulltrúi
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri

 

Dagskrá:

 

1.  Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0602051
Fundargerðir menningarnefndar Árborgar 2006



frá 27.04.06


b.


0601053
Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2006



frá 23.05.06


c.


0602078
Fundargerðir skólanefndar grunnskóla 2006



frá 23.05.06


d.


0601043
Fundargerðir félagsmálanefndar Árborgar 2006



frá 22.05.06


e.


0606049
Fundargerðir menningarsjóðs barna 2006



frá 04.05.06


f.


0601057
Fundargerðir leikskólanefndar 2006



frá 31.05.06

 

 1b) liður 17 - deiliskipulag Brattholts, bæjarráð samþykkir skipulagið
liður 18 - deiliskipulag lóðarinnar Austurvegur 34 Selfossi, bæjarráð samþykkir skipulagið.
liður 20 b - lóðir Við Ólafsvelli og Hulduhól, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að þegar verði hafist handa við uppbyggingu vegna lóða við Ólafsvelli á Stokkseyri og Hulduhól á Eyrarbakka vegna mikillar eftirspurnar eftir lóðum. Gagngerðargjöld munu standa undir framkvæmdakostnaði.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0605148
Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra 2006


frá 11.01.06,15.03.06, 27.03.06,17.05.06


 


 


 


b.


0603022
Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga 2006


frá 28. og 29.04.06


c.


0606012
Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga og skýrslur um seiðasleppingar, fiskrannsóknir og veiði.



frá 24.04.06

 

Lagðar fram.

 

3. 0606089
Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs 2006 -

Þessi dagskrárliður var tekinn til afgreiðslu á undan fundargerðum og afgreiddur áður en gengið var til afgreiðslu annarra dagskrárliða.
Formaður bæjarráðs Þórunn Jóna Hauksdóttir, varaformaður bæjarráðs Margrét Katrín Erlingsdóttir.
Kjörnar með 2 atkvæðum, 1 situr hjá fulltrúi S lista.


4. 0606070
Umsókn um lóðir undir verslunar- og atvinnuhúsnæði - erindi frá P. Samúelssyni hf.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að ræða við bréfritara um aðrar mögulegar lausnir, en lóðum sem sótt er um hefur þegar verið ráðstafað.

5. 0606043
Uppbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - undirskriftalisti til stuðnings við byggingu skólahúsnæðis í báðum þorpum.

Undirskriftalistinn var lagður fram. Bæjarráð þakkar aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar fyrir framtakið.

6. 0606042
Samkomulag um leigu á Blikastykki, Veitunni, Háteig og Láteig - milli Guðmundar Sigurjónssonar og sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið eins og það liggur fyrir.

7. 0606041
Úttekt - samstarf í menningarmálum sveitarfélaga á sv.-horninu - höf. Reykjavíkurakademían í samstarfi við atvinnuþróunarnefnd Árborgar

Skýrslan var lögð fram og vísað til umfjöllunar í lista- og menningarnefnd.

8. 0606040
Tilboð um að sveitarfélagið kaupi eignina Fossveg 10 - erindi frá Arngeiri Lúðvíkssyni.

Bæjarráð samþykkir að kaupa ekki fjölbýlishúsið Fossveg 10 á Selfossi.

9. 0605172
Rekstur tjaldstæðis á Stokkseyri - samningur við Torfa Áskelsson

Bæjarráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir.

10. 0603049
Rannsókn á flóðasvæði á Eyrarbakka - frumkönnun - minnisblað frá Verkfræðistofunni Hönnun

Minnisblaðið var lagt fram. Bæjarráð samþykkir að vísa greinargerðinni til umfjöllunar í framkvæmda- og veitustjórn.

11. 0601012
Ráðning leikskólastjóra að leikskólanum Brimveri - bréf verkefnisstjóra fræðslumála og leikskólafulltrúa.

Fyrir liggur tillaga frá leikskólafulltrúa og verkefnisstjóra fræðslumála um að M. Sigríður Jakobsdóttir verði ráðin leikskólastjóri við leikskólann Brimver á Eyrarbakka. Leikskólanefnd mælir með ráðningu Sigríðar. Bæjarráð samþykkir ráðningu á grundvelli framangreindrar tillögu.

12. 0512011
Trúnaðarmál -

13. 0605005
Arkitektasamkeppni um miðbæ Selfoss - bréf Arkitektafélags Íslands um skipun trúnaðarmanns

Bréfið var lagt fram. Trúnaðarmaður við samkeppnina er Haraldur Helgason arkitekt FAÍ.

14. 0605143
Beiðni - körfuboltavöllur 'fyrir utan Á' - erindi frá Nökkva Alexander Ronak Jónssyni o.fl.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að láta gera áætlun um kostnað við að útbúa svæði og setja upp körfu á róluvellinum 'utan við Á' fyrir körfubolta.

15. 0604043
Könnun á fjölda barna og ungmenna sem búsett eru utan Selfoss en sækja tómstundastarf á Selfossi - gert að beiðni bæjarráðs 09.03.06

Könnunin var lögð fram. Bæjarráð samþykkir að skipa Þorvald Guðmundsson og Grím Arnarson í starfshóp til að vinna að málinu. Minnihlutinn tilnefnir Ingibjörgu Ársælsdóttur í starfshópinn. Sigurður Bjarnason verkefnisstjóri fræðslumála vinnur með starfshópnum.

16. 0605161
Akstur í íþrótta- og tómstundaskóla Árborgar - beiðni um aukafjárveitingu frá framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar.

Bæjarráð samþykkir erindið, aukafjárveitingu kr. 413.000 verður mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.

17. 0603058
Málefni Draugasetursins á Stokkseyri - svar Safnaráðs við bréfi bæjarstjóra frá 30.04.06

Bréf Safnaráðs var lagt fram. Bæjarstjóra var falið að afla nauðsynlegra gagna frá Draugasetrinu til þess að Safnaráð geti tekið efnislega afstöðu til erindisins. Bæjarráð leggur áherslu á að málinu verði hraðað eins og kostur er.

18. 2002100006
Mat menntamálaráðuneytisins á leikskólanum Ásheimum - bréf menntamálaráðuneytisins um eftirfylgni.

Bréfið var lagt fram. Erindinu var vísað til afgreiðslu hjá leikskólafulltrúa og verkefnisstjóra fræðslumála.

19. 00100050
Stækkun kirkjugarðs Selfosskirkju - bréf sóknarnefndar kirkjunnar.

Bréfið var lagt fram.

20. 0504105
Gagntilboð á áveituland 1 landnr. 165-809 og áveituland 2 landnr. 165-810 - tilboðsgjafi Hjálmar Ingvarsson o.fl.

Bæjarráð samþykkir að halda sig við fyrra tilboð kr. 3.350.000 staðgreitt fyrir bæði löndin.

21. 0606076
Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2006-2010 - ráðningarsamningur til staðfestingar.

Ráðningarsamninginn var samþykktur með 2 atkvæðum 1 situr hjá fulltrúi S lista.

22. 0510009
Hesthúsalóðin Vallartröð 3 yfirtekin af sveitarfélaginu - afsal vegna kostnaðar við jarðvegsskipti.

Bæjarráð samþykkir afsalið eins og það liggur fyrir.

23. 0507038
Skipun fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra - minnisblað frá bæjarstjóra

Bæjarráð samþykkir að skipa Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur og Þorgerði Guðmundsdóttur fulltrúa Sveitarfélagsins Árborgar í þjónustuhóp aldraðra.

24. 0606043
Uppbygging Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - undirskriftalisti - áskorun um að kosið verði um málið

Undirskriftalistinn var lagður fram. Bæjarráð þakkar aðstandendum undirskriftalistans fyrir framtakið.
Tillaga meirihluta bæjarráðs að afgreiðslu:
Bæjarráð minnir á að bæjarstjórn Árborgar hefur þegar tekið ákvörðun um að byggja upp fullbúið skólahúsnæði bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Byggingarnar verða miðaðar við skiptan nemendahóp eins og er í dag. Bæjarráð telur að ákvörðunin muni styrkja skólann faglega, efla bæði þorpin og gera þau ákjósanlegri til búsetu. Meirihlutinn er fastákveðinn í því að fylgja samþykktri framkvæmdaáætlun sem gerir ráð fyrir að útboð fyrri áfanga fari fram á þessu ári. Uppbyggingu skólans verður lokið á kjörtímabilinu þannig að nýtt hús á Eyrarbakka verði tekið í notkun sumarið 2008 og á Stokkseyri verði aðstaða fullbúin sumarið 2010.
Jón Hjartarson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Lýðræðisleg kosning af því tagi sem farið er fram á með undirskriftasöfnuninni er afar vænleg leið til að ljúka mjög umdeildu máli á farsælan hátt, í sátt við meirihluta íbúanna í skólahverfinu. Um leið og undirritaður mótmælir þeirri ákvörðun meirihluta bæjarráðs að sniðganga óskir íbúanna um að kjósa um tvo valkosti um staðsetningu skólans leyfir hann sér að bera fram eftirfarandi fyrirspurnir:
1. Hversu mikill kostnaður hefur nú þegar farið í framkvæmdaáætlun frá því að ákvörðun var tekin um málið í bæjarstjórn og fram til dagsins í dag?
2. Hversu langt er undirbúningurinn kominn ?
3. Óska eftir að fá að sjá tímasetta framkvæmdaáætlun ?
4. Er undirbúningur útboðs það langt kominn og kostnaðarmikill að ekki sé verjandi af þeim sökum að endurskoða fyrri framkvæmdaáætlun ?
Varaformaður bæjarráðs gerði grein fyrir því að fyrirspurninni yrði svarað síðar á fundi.
Bókun frá Ragnheiði Hergeirsdóttur:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja vert að taka mark á óskum hátt í 400 kosningabærra íbúa í skólahverfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri um að kosið verði um framtíðarskipan húsnæðismála skólans.

Samfylkingin vék sér ekki undan því fyrir nýafstaðnar kosningar að taka afstöðu í þessu viðkvæma máli. Sú afstaða var byggð á sannfæringu bæjarfulltrúa flokksins um farsælustu lausn þessa máls fyrir nemendur í skólahverfinu og þróun þorpanna við ströndina, til langs tíma litið.

Nú hefur bæjaryfirvöldum verið sendur undirskriftalisti með nöfnum um helmings kosningabærra manna í fyrrnefndu skólahverfi þar sem óskað er eftir því að kosið verði um tvær tillögur. Þar er um að ræða annars vegar tillögu um einn heildstæðan grunnskóla miðsvæðis fyrir 1. – 10. bekk og hins vegar að byggja upp húsnæði fyrir skólann á báðum stöðum og skipta nemendum eftir aldri.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja það lýðræðislega skyldu kjörinna fulltrúa íbúanna að taka mark á slíku skjali. Þó er nauðsynlegt að fara nákvæmlega yfir það hvaða kostir yrðu í boði í slíkri kosningu, hvernig þeir yrðu kynntir, með hvaða hætti kosning yrði framkvæmd og hvenær. Leggja yrði þunga áherslu á það að kosningin myndi sem allra minnst tefja byggingaframkvæmdir við skólann.
Tillaga meirihlutans var samþykkt með 2 atkvæðum 1 situr hjá fulltrúi S lista.


25. 0606038
Tillaga - stuðningur við háskólanám í Árborg - frá Jóni Hjartarsyni.

Bæjarráð samþykkir að verða ekki við erindinu en beinir því til fulltrúa Sveitarfélagsins Árborgar í stjórn SASS að taka málið upp á þeim vettvangi.
Samþykkt með 2 atkvæðum 1 situr hjá fulltrúi S lista.

Jón Hjartarson og Ragnheiður Hergeirsdóttir lögðu fram svohljóðandi bókun:
Undirrituð lýsa miklum vonbrigðum með afgreiðslu meirihlutans á tillögunni um styrk til Fræðslunets Suðurlands vegna miðlunar á námi á háskólastigi til hátt á annað hundrað nemenda. Tillagan snýst um að veita umræddan styrk á meðan háskólanefnd SASS og Atvinnuþróunarsjóðs ná varanlegri lausn á skipan mála í samvinnu við menntamálayfirvöld, háskólastofnanir og heimaaðila.
Undirrituð telja að afgreiðslan feli í sér metnaðarleysi og ábyrgðarleysi, annars vegar gagnvart þeim nemendum sem treysta á að staðið verði við fyrri ákvarðanir um að bjóða upp á miðlun háskólanámsins hér í Árborg og svo hins vegar gagnvart uppbyggingu háskóla- og þekkingarstarfsemi á Suðurlandi. Við skiljum afgreiðsluna svo, að meiri hluti bæjarstjórnar Árborgar sé beinlínis andvígur uppbyggingu á háskólastarfsemi á Suðurlandi og vilji ekki taka þátt í virkri uppbyggingu háskólastarfseminnar í samvinnu við þá aðila sem fram að þessu hafa unnið að málinu af áhuga og heilindum.
Bókun meirihlutafulltrúa:
Meirihluti bæjarráðs vill benda á að starfsemi Fræðslunets Suðurlands varðar allt Suðurland og því er eðlilegt að fjárhagsmál þess séu á vettvangi SASS, en ekki einstakra sveitarfélaga. Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar hefur mikinn metnað í uppbyggingu háskólanáms á Suðurlandi og mun taka frumkvæði í því máli samstarfi við aðila sem að málinu koma.

26.  0606077
Fjárveiting til kvennaliðs Hamars/Selfoss - tillaga frá Gylfa Þorkelssyni og Ragnheiði Hergeirsdóttur.

Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Samþykkt með 2 atkvæðum 1 sat hjá fulltrúi S lista.
Ragnheiðar Hergeirsdóttur sem lagði fram svohljóðandi bókun:
Afgreiðsla meirihlutans veldur miklum vonbrigðum. Með því að samþykkja tillöguna hefði bæjarstjórn og nú bæjarráði gefist gott tækifæri til að viðurkenna einstakan árangur í kvenna íþróttum í sveitarfélaginu og hvetja konur til enn frekari afreka í íþróttum.


27. 0602013
Lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2006 - heimild til að taka lán að fjárhæð 350.000.000 krónur

Bæjarstjórn Árborgar gerði svohljóðandi samþykkt á fundi sínum 14. júní 2006: “Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að fella niður reglulegan fund bæjarstjórnar í júlí og fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála.”
Með tilvísun til þessa samþykkir bæjarráð Árborgar hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 350.000.000 –þrjúhundruð og fimmtíu milljónir- kr. til 16 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til byggingar leikskóla og grunnskóla og til þess að standa straum af kostnaði við veituframkvæmdir og gatnagerð sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.

Jafnframt er Einari Njálssyni, bæjarstjóra, kt.: 150844-2239, Lóurima 21, Selfossi, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

28. 0602013
Lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2006 - heimild til lántöku að fjárhæð 1.000.000 EUR

Bæjarstjórn Árborgar gerði svohljóðandi samþykkt á fundi sínum 14. júní 2006: “Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að fella niður reglulegan fund bæjarstjórnar í júlí og fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála.”
Með tilvísun til þessa samþykkir bæjarráð Árborgar hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.000.000 –einmilljón- EUR til 10 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til byggingar leikskóla og grunnskóla og til þess að standa straum af kostnaði við veituframkvæmdir og gatnagerð sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.

Jafnframt er Einari Njálssyni, bæjarstjóra, kt.: 150844-2239, Lóurima 21, Selfossi, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

29. 2001120015
Tryggingar fyrir Sveitarfélagið Árborg. - samningur við VÍS frá 28.12.06

Bæjarráð samþykkir að segja upp tryggingarsamningi við VÍS og felur bæjarstjóra að vinna að útboði á tryggingum sveitarfélagsins.

30. Erindi til kynningar:

 

a) 0606032
Hátíðarfundur Fræðslunets Suðurlands 2006 - boð til bæjarstjórnarmanna í Árborg

b) 0606031
Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2005 -

c) 0606069
Ályktanir frá aðalfundi Ungmennafélags Selfoss 2006 -

d) 0606067
Hlutur kynjanna í nefndum og ráðum - bæklingur frá Jafnréttisstofu

e) 0601064
Aðalfundur SASS - haldinn í Hveragerði 7. og 8. september 2006

f) 0606072
20. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2006 - haldið á Akureyri 27.-29. september 2006

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl:

Margrét Katrín Erlingsdóttir                            
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir                               
Jón Hjartarson
Einar Guðni Njálsson


 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica