1. fundur landbúnaðarnefndar
1. fundur landbúnaðarnefndar Árborgar kjörtímabilið 2006 til 2010 haldinn miðvikudaginn 28. júní 2006 kl. 17.00 í fundarsal Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar að Austurvegi 67.
Mættir:
Þorsteinn G Þorsteinsson, formaður
Gísli Geirsson,
Ólafur Auðunsson,
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður nefndarinnar ritaði fundargerð.
Fyrir tekið.
1. Kosning varaformans.
Tillaga formans um Gísli Geirsson sem varaformann nefndarinnar.
“Tillagan samþykkt með tveim atkvæðum, Ólafur Auðunsson sat hjá.”
2. Umsóknir um beitarlönd.
Tvö beitarhólf voru auglýst í til leigu í Glugganum þann 1/6. sl. Veitan II 7,4 ha. og Blikastykki 6,7 ha.
Sjö umsóknir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1. Rut Stefánsdóttir, Selfossi.
2. Sævar Örn Benjamínsson, Eyrarbakka.
3. Elsa og Pétur Sólvangi, Eyrarbakka.
4. Böðvar Sigurjónsson, Eyrarbakka.
5. Íris Böðvarsdóttir og Karl Þ Hreggviðsson, Eyrarbakka.
6. Unnur Huld Hagalín, Eyrarbakka.
7. Halldór Gunnlaugsson, Eyrarbakka.
“ Samþykkt að úthluta Rut Stefánsdóttur Veitunni II og Unni Huld Hagalín Blikastykki.”
3. Önnur mál.
A. Girðingar milli landa sveitarfélagsins annarsvegar og Kaldaðarness, Hreiðurborgar og Þórðarkots hinsvegar.
Landeigendur í Kaldaðarnesi, Hreiðurborg og Stekkum hafa kvartað yfir ágangi sauðfjár frá Eyrarbakka úr landi Flóagafls, sem er í eigu sveitarfélagsins en girðinga á landamörkum þessara jarða eru ekki fjárheldar.
Málið rætt á fundinum og leggur nefndin til að unnið verði að lausn málsins með hagsmunaaðilum samkvæmt girðingarlögum og samningum milli aðila.
B. Tillaga um landbúnaðarsýningu árið 2008.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu.
“ Landbúnaðarnefnd Árborgar leggur til við Sveitarfélagið Árborg að halda landbúnaðarsýningu á árinu 2008. Þá verða 50 ár síðan sýningin 1958 var haldi og 30 ár síðan sýningin 1978 var haldin. Aðeins einu sinni hefur verið haldin landbúnaðarsýning síðan, í Reykjavík 1987. Lagt er til að sveitarfélagið vinni að undirbúningi sýningarinnar með aðilum landbúnaðarins á Suðurlandi, þ.e. Búnaðarsambandi Suðurlands, Landbúnaðarstofnun, Landbúnaðarháskóla, Landbúnaðarráðuneyti og fleiri aðilum tengdum landbúnaði. Nauðsynlegt er að hefjast strax handa og skipa starfshóp með aðilum landbúnaðarins á Suðurlandi og fulltrúum sveitarfélagsins til að sjá hvort þetta verði gerlegt.”
“ Tillagan samþykkt samhljóða.”
Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 18.45.
Þorsteinn G Þorsteinsson
Gísli Geirsson
Ólafur Auðunsson
Grétar Zóphóníasson