1. fundur menningarnefndar
1. fundur menningarnefndar Árborgar kjörtímabilið 2006-2010, haldinn í ráðhúsi Árborgar, miðvikudaginn 5. júlí 2006, kl. 18:00.
Mætt: Þórir Erlingsson, formaður, Sigrún Jónsdóttir, Ingveldur Guðjónsdóttir, Böðvar Bjarki Þorsteinsson, Sigurður Ingi Andrésson og Grímur Hergeirsson.
Dagskrá:
1. Kosning varaformanns og ritara.
Formaður lagði fram tillögu að því að Sigrún Jónsdóttir yrði kjörin varaformaður og var tillagan samþykkt samhljóða. Þá lagði formaður einnig fram tillögu um að starfsmaður nefndarinnar, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála yrði ritari nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
2. Kynning.
a) Nefndarfólk, verkefnisstjóri menningarmála og framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar kynntu sig.
b) Erindisbréf fyrir menningarnefnd Árborgar lagt fram og rætt. Fram kom að huga þarf að endurskoðun nokkurra liða erindisbréfsins. Einnig lagðar fram til kynningar fjölskyldustefna, jafnréttisáætlun og starfsmannastefna Sveitarfélagsins Árborgar auk skipurits fyrir Fjölskyldumiðstöð Árborgar.
3. Ósk um viðauka við samning,- erindi frá Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst.
Menningarnefnd leggur til við bæjarráð að Sveitarfélagið Árborg hefji viðræður við Lista- og menningarverstöðina Hólmaröst um viðauka við samstarfssamning þann sem nú er í gildi á milli aðilanna.
4. Skýrsla Reykjavíkurakademíunnar: Samstarf í menningarmálum- úttekt á menningarstarfsemi og samstarfsmöguleikum á sviði menningarmála í Reykjavík, Árborg, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Akranesi.
Menningarnefnd fagnar úttekt Reykjavíkurakademíunnar á manningarstarfsemi og samstarfi í menningarmálum á Sv. landi. Möguleikar til samstarfs eru greinilega mjög margir og hvetur nefndin til þess að þeir verði virkjaðir.
5. Önnur mál.
a) Formaður lagði til að stefnt yrði að því að nefndin færi í heimsóknir á helstu menningarstofnanir í sveitarfélaginu á næstu mánuðum.
Fundi slitið kl. 19:10
Þórir Erlingsson
Sigrún Jónsdóttir
Ingveldur Guðjónsdóttir
Böðvar Bjarki Þorsteinsson
Sigurður Ingi Andrésson
Grímur Hergeirsson