Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.6.2014

1. fundur bæjarráðs

1. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 19. júní 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

Mætt: Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista,
Ásta Stefánsdóttir,  framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, leitaði afbrigða að taka kosningu formanns bæjarráðs á dagskrá á undan öðrum dagskrárliðum. Einnig var leitað afbrigða að taka á dagskrá tillögu um fundartíma bæjarráðs í sumar. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401094 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

46. fundur haldinn 27. maí

 

-liður 11, 1405360 umsögn um leyfi til reksturs gististaðar, Jaðar.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
-liður 12, 1405290 umsögn um leyfi til reksturs gististaðar, Þóristún 1.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
-liður 14, 1302008, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 vegna 66 kv jarðstrengs á milli Selfoss og Þorlákshafnar og hjólreiðastígs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar.
-liður 15, 1310056 tillaga að breyttu deiliskipulagi Byggðarhorns.
Bæjarráð samþykkir að tillagan verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
-liður 23, 1405185, umsögn um leyfi til reksturs gististaðar, Vestri-Grund I.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. Ásta Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
-liður 28, 1405411, deiliskipulag að Austurvegi 51-59.
Bæjarráð samþykkir að skipulagslýsing verði kynnt og auglýst.

Fundargerðin staðfest.

 

   

2.

1401093 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar

 

78. fundur haldinn 28. maí

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

3.

1405421 - Fundargerð Leigubústaða Árborgar ses.

 

1. fundur haldinn 30. maí

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1402107 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands

 

157. fundur haldinn 10. júní

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

5.

1406031 - Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

 

Formaður og varaformaður bæjarráðs til eins árs.

 

Lagt var til að Gunnar Egilsson, D-lista, verði formaður og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, verði varaformaður. Var það samþykkt með tveimur atkvæðum, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, sat hjá.

 

   

6.

1403276 - Rekstraryfirlit fyrir febrúar og mars

 

Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, kom inn á fundinn og fór yfir rekstraryfirlit sem lögð voru fram.

 

   

7.

1302008 - Lagning jarðstrengs og ljósleiðara, upplýsingar frá Landsneti

 

Lagt fram yfirlit frá Landsneti.

 

   

8.

1406039 - Beiðni Tónlistarskóla Árnessýslu um aukinn kennslukvóta

 

Bæjarráð samþykkir að auka við stöðugildi kennara við Tónlistarskóla Árnesinga sem nemur 0,75 stöðugildum. Samþykktur er viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 3 milljónir króna vegna verkefnisins.

 

   

9.

1406045 - Beiðni um framlengingu á á samningi við Tónkjallarann ehf. 2014-2015

 

Bæjarráð samþykkir að fjölga nemendum skv. samningi við Tónkjallarann ehf v/Tónsmiðju Suðurlands þannig að nemendur verði 7 í stað 6. Samþykktur er viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 310.000 kr. vegna verkefnisins.

 

   

10.

1406038 - Deiliskipulag í landi Laugardæla

 

Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við undirbúning að deiliskipulagi þess lands sem sveitarfélagið hefur nýlega fest kaup á í landi Laugardæla við Svarfhólsvöll og að Edwin Roald verði falin undirbúningsvinna fyrir deiliskipulagsvinnu.

 

   

11.

1405415 - Framtíðaræfinga- og keppnissvæði mótocrossdeildar Umf. Selfoss, erindi frá mótorcrossdeild

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

12.

1405370 - Fyrirspurn - skúr á Eyrarbakka til leigu

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

 

   

13.

1403378 - Kaup á Sigtúnshúsinu, framkvæmdastjóri fer yfir málið

 

Framkvæmdastjóri fór yfir þær viðræður sem átt hafa sér stað vegna málsins. Bæjarráð samþykkir að ekki verði haldið áfram frekari viðræðum.

 

   

14.

1405352 - Rekstrarleyfisumsókn - Selfoss hostel, beiðni um umsögn og athugasemdir nágranna

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um endurnýjun áður útgefins leyfis.

 

   

15.

1405269 - Rekstrarleyfisumsókn Skólavellir 7 - Bréf frá nágrönnum, athugasemdir við atvinnustarfsemi

 

Gunnar Egilsson, vék af fundi, Kjartan Björnsson kom inn á fundinn. Sandra Dís Hafþórsdóttir tók við stjórn fundarins. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, enda er um heimagistingu að ræða og slík starfsemi er heimil í íbúðarhverfum.

 

   

16.

1406037 - Styrkbeiðni - ferð með U20 ára landsliði í körfubolta

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en vísar til gildandi samninga við íþróttafélögin um styrki.

 

   

17.

1405417 - Styrkbeiðni vegna 18 ára landsliðs stúlkna

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en vísar til gildandi samninga við íþróttafélögin um styrki.

 

   

18.

1406068 - Langtímaleiga á samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda.

 

   

19.

1406048 - Tillaga um fundartíma bæjarráðs í sumar

 

Samþykkt að bæjarráð fundi fimmtudagana 26. júní og 17. júlí og á hálfsmánaðarfresti eftir það.

 

   

Erindi til kynningar

20.

1405182 - Málefni Skátafélagsins Fossbúa

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

21.

1405424 - Kynning - siðanefnd Sambandsins

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

22.

1406065 - Kynning - Kjörnet, rafrænt kosningakerfi

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

23.

0611106 - Viðbygging við verknámshúsið Hamar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

24.

1309098 - Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15 

Gunnar Egilsson

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Viðar Helgason

 

Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica