Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.10.2014

10. fundur bæjarráðs

10. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 2. október 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir. framkvæmdastjóri. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
 1.  1406097 - Fundargerð félagsmálanefndar
  1. fundur haldinn 15. september
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar
 2. 1409175 - Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu
  1. fundur haldinn 20. ágúst 18. fundur haldinn 18. september
Fundargerðirnar lagðar fram.
 3. 1401045 - Fundargerðir Borgarþróunar
Aðalfundur haldinn 11. september Fundur í stjórn haldinn 11. september
Fundargerðirnar lagðar fram.
 4. 1402040 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  1. fundur haldinn 27. júní 818. fundur haldinn 12. september
Fundargerðirnar lagðar fram.
 5. 1402020 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
  1. fundur haldinn 3. september
Fundargerðirnar lagðar fram.
 6. 1209077 - Fundargerð byggingarnefndar vegna stækkunar á verknámshúsi við FSu
  1. fundur haldinn 3. september
Fundargerðin lögð fram.
Almenn afgreiðslumál
 7. 1403276 - Rekstraryfirlit fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2014
Lagt var fram yfirlit fyrir janúar til júlí.
 8. 1409124 - Kjarasamningur við Selfossveitur 2014-2015
Bæjarráð staðfestir samninginn.
 9. 1409126 – Beiðni, dags. 16. september 2014, um leyfi fyrir myndlist nemenda FSu á vegg íþróttavallarins sem snýr að bílaplaninu milli Iðu og Odda
Bæjarráð veitir heimild til að vinna veggmálverk á vegg íþróttavallar milli Iðu og Odda við bílastæði við FSu. Bæjarráð óskar eftir að skreytingin tengist með einum eða öðrum hætti verkefninu Bókabæirnir austanfjalls.
 10. 1409217 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 23. september 2014, um umsögn um rekstrarleyfi - heimagisting að Þóristúni 19
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
 11. 1409143 - Styrkbeiðni Benna Kalla, umferðarforvarnarfulltrúa, umferðarforvarnir í 10. bekk
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
 12. 1409154 - Styrkbeiðni kórs FSu vegna utanlandsferðar kórsins 2015
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 13. 1409149 - Verkefnið Við stólum á þig, beiðni um stuðning við gerð fjölnota innkaupapoka
Bæjarráð þakkar erindið. Unnið er að upplýsingaöflun varðandi leiðir til að draga úr plastpokanotkun og verður þessi leið skoðuð ásamt fleiri leiðum.
 14. 1409223 - Beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu
Lagt fram.
 15. 1409222 - Styrkbeiðni afmælisnefndar Umfs. Selfoss
Guðmundur Kr. Jónsson, Gissur Jónsson og Bárður Guðmundarson komu inn á fundinn og fylgdu erindinu úr hlaði.
Erindi til kynningar
 16. 1409125 - Erindi frá fjárlaganefnd, dags. 16. september 2014, fundir sveitarstjórna og fjárlaganefndar alþingis 2014
Lagt fram.
 17. 1409134 - Yfirlit, dags. 8. september 2014, frá SASS um þróun almenningssamgangna á Suðurlandi 2010-2014
Lagt fram.
 18. 1409031 - Gerð nýrrar reglugerðar um starfsemi slökkviliða
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20  
Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson
Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica