Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1406100 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
- fundur haldinn 24. september
|
-liður 4, styrkbeiðni frá ungmennaráði vegna ungmennaskipta. Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar. Fundargerðin staðfest. |
|
2. |
1406098 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
3. fundur haldinn 30. september
4. fundur haldinn 2. október |
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður efast um að löglega hafi verið staðið að fundarboði á 3. fund F&V þriðjudaginn 30. sept. síðastliðinn. Til fundarins var boðað kl 17.17 mánudaginn 29.sept. og fundurinn haldinn kl 19.30 þriðjudaginn 30. sept. þrátt fyrir að fulltrúi S- lista í stjórn F&V hafi óskað eftir því að færa fundinn sökum þess hve fyrirvarinn var stuttur. Skýrt kemur fram í bæjarmálasamþykkt að fundarboð eigi að berast ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir boðaðan fund. Undirritaður telur fundarboðið ólögmætt og situr hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar."
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista
Bókun lögð fram á fundi bæjarráðs þann 8. okt. 2014 vegna 4. fundar framkvæmda- og veitustjórnar:
"Undirritaður efast um að löglega hafi verið staðið að fundarboði á 4. fund F&V fimmtudaginn 2. okt. síðastliðinn. Til fundarins var boðað þriðjudaginn 30. sept. kl. 22.00 og fundurinn haldinn fimmtudaginn 2.okt. kl. 19.30. Aftur er fundarboðið ekki í samræmi við ákvæði bæjarmálasamþykktar um að boða eigi fund með tveggja sólarhringa fyrirvara. Undirritaður telur fundarboð 4. fundar F&V ólögmætt, líkt og fundarboð 3. fundar F&V, og situr því hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar."
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S- lista.
Fulltrúar D-lista benda á að um hefðbundna vinnufundi nefndarinnar er að ræða líkt og tíðkast hefur við fjárhagsáætlunargerð undanfarin ár en ekki afgreiðslufundi. |
|
3. |
1406101 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
- fundur haldinn 1. október
|
-liður 16, 1409189, bæjarráð samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins milli Lágheiðar og Suðurhóla við Eyraveg. Fundargerðin staðfest. |
|
Fundargerðir til kynningar |
4. |
1410026 - Fundargerðir Héraðsnefndar 2013-2014 |
- fundur haldinn 17. - 18. október 2013 4. fundur haldinn 2. júlí 2014
|
Lagt fram. |
|
5. |
1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
- fundur haldinn 24. september
|
Lagt fram. |
|
6. |
1402107 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands |
- fundur haldinn 26. september
|
Lagt fram. |
|
7. |
1402020 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga |
- fundur haldinn 1. október
|
Lagt fram. |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
8. |
1409188 - Samþykktir byggðasamlags vegna málefna fatlaðra |
Bæjarráð samþykkir samþykktirnar og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að skrifa undir samþykktirnar á stofnfundi. |
|
9. |
1410014 - Beiðni Golfklúbbs Selfoss varðandi fjárhagslega aðkomu Sveitarfélagsins Árborgar að breytingum á golfvelli Selfoss |
Bæjarráð þakkar erindis og vísar því til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við Vegagerðina um það land í eigu sveitarfélagsins sem fer undir fyrirhugaðan veg. |
|
10. |
1409237 - Styrkbeiðni Bókabæjanna austanfjalls |
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. |
|
11. |
1409228 - Styrkbeiðni Útilífsmiðstöðvar skáta, sumarstörf á Úlfljótsvatni 2015 |
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að halda áfram stuðningi við starfið á Úlfljótsvatni hvað varðar störf fyrir ungmenni með sama hætti og undanfarin ár. |
|
12. |
1409245 - Styrkbeiðni og beiðni um endurskoðun á þjónustusamningi Björgunarfélags Árborgar |
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. |
|
13. |
1409113 - Tillaga um ráðningu atvinnu- og ferðamálafulltrúa, stefnumótun í atvinnu- og ferðamálum |
Bæjarráð samþykkir að halda sérstakan vinnufund þar sem málið verði unnið áfram. |
|
14. |
1405102 - Umferð og öryggi um Votmúlaveg |
Bæjarráð hvetur til þess að færsla Votmúlavegar verði sett á áætlun og ráðist í vegabætur. Bæjarráð mun taka málið upp við fjárlaganefnd. |
|
15. |
1408157 - Styrkbeiðni - uppbygging á skotíþróttasvæði Árborgar |
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015. |
|
|
Erindi til kynningar |
16. |
1407045 - Kortlagning hávaða - Aðgerðaráætlun gegn hávaða |
Lagt fram til kynningar. |
|
17. |
1409198 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2014 |
Lagt fram til kynningar. |
|
18. |
1310199 - Ungt fólk 2013, skýrsla æskulýðsrannsóknar |
Lagt fram til kynningar. |
|