1. fundur bæjarstjórnar
1. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 14. júní 2010 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-listi,
Eggert Valur Guðmundsson, S-listi,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista,
Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari sem ritar fundargerð.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, setti fundinn og stýrði honum á meðan fyrsti liður á dagskrá var afgreiddur.
Dagskrá:
I. 1006005
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.
1. Kosning forseta til eins árs. Lagt var til að Ari Björn Thorarensen D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista sátu hjá.
Ari Björn tók við stjórn fundarins.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, yrði kosin 1. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista sátu hjá.
3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista sátu hjá.
4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
Lagt var til að Eyþór Arnalds og Gunnar Egilsson, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista sátu hjá.
5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
Lagt var til að Elfa Dögg Þórðardóttir og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosnir varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista sátu hjá.
II. 1006005
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið 58. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 599/2009:
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Varamenn:
Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, fulltrúi B-lista sat hjá.
III. 1006005
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 58. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 599/2009:
Lagt var til að eftirtaldir verði kosnir í kjörstjórnir til eins árs:
1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Bogi Karlsson
Varamenn:
Ása Líney Sigurðardóttir
Sigurbjörg Gísladóttir
Haukur Gíslason
2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Erlendur Daníelsson
Ingunn Sigurjónsdóttir
Ólafur Bachmann Haraldsson
Varamenn:
Lára Ólafsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Kristín Pétursdóttir
3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:
Margrét Ingþórsdóttir
Ingibjörg Jóhannesdóttir
Valdemar Bragason
Varamenn:
Björg Þ. Sörensen
Sigríður Ólafsdóttir
Ólafur H. Jónsson
4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:
Kristín Björnsdóttir
Hafdís Kristjánsdóttir
Valgerður Gísladóttir
Varamenn:
Guðjón Axelsson
Grétar Páll Gunnarsson
Ragnhildur Benediktsdóttir
5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir
Einar Sveinbjörnsson
Ragnhildur Jónsdóttir
Varamenn:
Helga Björg Magnúsdóttir
Bjarkar Snorrason
Guðni Kristjánsson
6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:
Lýður Pálsson
María Gestsdóttir
Svanborg Oddsdóttir
Varamenn:
Arnar Freyr Ólafsson
Anna María Tómasdóttir
Birgir Edwald
Samþykkt samhljóða.
IV. 1006005
Kosning tveggja skoðunarmanna til fjögurra ára og tveggja til vara sbr. 69. gr. laga nr. 45/1998 Sveitarstjórnarlaga:
Aðalmenn:
Jón Gunnar Bergsson
Gunnar Einarsson
Varamenn:
Sigurður Hjaltason
Einar Sveinbjörnsson
Samþykkt samhljóða.
V. 1006005
Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. B-lið 58. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 599/2009:
1. Atvinnuþróunarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds, formaður
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Haraldsson
Varamenn:
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Tómas Ellert Tómasson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Íris Böðvarsdóttir
Samþykkt samhljóða.
2. Félagsmálanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.
Aðalmenn:
Guðmundur B. Gylfason, formaður
Brynhildur Jónsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Þóra Björk Guðmundsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir
Varamenn:
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Kristín Traustadóttir
Bryndís Klara Guðbrandsdóttir
Ingveldur Eiríksdóttir
Kristbjörg Gísladóttir
Kastað var hlutkesti um fimmta fulltrúa í nefndinni og kom hann í hlut V-lista.
3. Íþrótta- og tómstundanefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Grímur Arnarson, formaður
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarson
Varamenn:
Gísli Felix Bjarnason
Sveinbjörn Másson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. Fræðslunefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.
Aðalmenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður
Grímur Arnarson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Varamenn:
Þorsteinn Garðar Þorsteinsson
Guðrún Jóhannsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Gerður Sif Skúladóttir
Margrét Magnúsdóttir
Kastað var hlutkesti um fimmta fulltrúa í nefndinni og kom hann í hlut V-lista.
5. Lista- og menningarnefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Kjartan Björnsson, formaður
Björn Ingi Bjarnason
Kjartan Ólason
Varamenn:
Elsa Gunnþórsdóttir
Anna Árnadóttir
Sigurbjörg Grétarsdóttir
Samþykkt samhljóða.
6. Umhverfis- og skipulagsnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.
Aðalmenn:
Gunnar Egilsson, formaður
Tómas Ellert Tómasson
Hjalti Jón Kjartansson
Kjartan Ólason
Íris Böðvarsdóttir
Varamenn:
Jón Jónsson
Ólafur Hafsteinn Jónsson
Óskar Jónsson
Grétar Zophoníasson
Björn Harðarson
Kastað var hlutkesti um fimmta fulltrúa í nefndinni og kom hann í hlut B-lista.
7. Framkvæmda- og veitustjórn, fimm fulltrúar og fimm til vara.
Aðalmenn:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Varamenn:
Samúel Smári Hreggviðsson
Guðjón Guðmundsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Kjartan Ólason
Óðinn Andersen
Kastað var hlutkesti um fimmta fulltrúa í nefndinni og kom hann í hlut V-lista.
8. Kjaranefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Ari Björn Thorarensen
Eggert Valur Guðmundsson
Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Samþykkt samhljóða.
VI. 1006005
Kosning í nefndir, stjórnir eða til að sækja aðalfundi til fjögurra ára sbr. C-lið 58. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 599/2009:
1. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, tíu fulltrúar og tíu til vara
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Helgi S. Haraldsson
Varamenn:
Tómas Ellert Tómasson
Grímur Arnarson
Þorsteinn Magnússon
Brynhildur Jónsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Kjartan Ólason
Bjarni Harðarson
Íris Böðvarsdóttir
Samþykkt samhljóða.
2. Aðalfundur SASS, tíu fulltrúar og tíu til vara.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Helgi S. Haraldsson
Varamenn:
Tómas Ellert Tómasson
Grímur Arnarson
Þorsteinn Magnússon
Brynhildur Jónsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Kjartan Ólason
Bjarni Harðarson
Íris Böðvarsdóttir
Samþykkt samhljóða.
3. Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:
Eyþór Arnalds
Varamaður:
Elfa Dögg Þórðardóttir
Samþykkt með 6 atkvæðum, bæjarfulltrúar S- og V-lista sátu hjá.
4. Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, tíu fulltrúar og tíu til vara.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Helgi S. Haraldsson
Varamenn:
Tómas Ellert Tómasson
Grímur Arnarson
Þorsteinn Magnússon
Brynhildur Jónsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Kjartan Ólason
Bjarni Harðarson
Íris Böðvarsdóttir
Samþykkt samhljóða.
5. Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu, tveir fulltrúar og tveir til vara.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Varamenn:
Gunnar Egilsson
Eggert Valur Guðmundsson
Kastað var hlutkesti um annan fulltrúa í fulltrúaráðinu og kom sá fulltrúi í hlut S-lista.
Gert var fundarhlé.
6. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Varamaður:
Björn Gíslason
Samþykkt samhljóða.
7. Héraðsnefnd Árnesinga, átta fulltrúar og átta til vara.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
Helgi Haraldsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Varamenn:
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Tómas Ellert Tómasson
Íris Böðvarsdóttir
Grímur Arnarson
Kjartan Ólason
Arna Ír Gunnarsdóttir
Bjarni Harðarson
Kastað var hlutkesti um áttunda fulltrúa í nefndinni og kom sætið í hlut B-lista.
8. Landsþing Sambands ísl.sveitarfélaga, fjórir fulltrúar og fjórir til vara.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Eggert Valur Guðmundsson
Samþykkt samhljóða.
9. Samstarfsnefnd með starfsmannafélögum, tveir fulltrúar og tveir til vara.
Aðalmenn:
Ari Björn Thorarensen
Eyþór Arnalds
Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Elfa Dögg Þórðardóttir
Kastað var hlutkesti um annan fulltrúa í samstarfsnefndinni og kom sá í hlut D-lista.
10. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:
Eyþór Arnalds
Varamaður:
Ari Björn Thorarensen
Samþykkt með 6 atkvæðum, fulltrúar S-og V-lista sáu hjá.
11. Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:
Tómas Ellert Tómasson
Varamaður:
Gunnar Egilsson
Samþykkt með 6 atkvæðum, fulltrúar S- og V-lista sátu hjá.
12. Aðalfundur RARIK, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:
Samúel Smári Hreggviðsson
Varamaður:
Gunnar Egilsson
Samþykkt með 6 atkvæðum, fulltrúar S- og V-lista sátu hjá.
13. Þjónustuhópur aldraðra, tveir fulltrúar
Aðalmenn:
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Vaka Kristjánsdóttir
Samþykkt samhljóða.
14. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, tíu fulltrúar og tíu til vara.
Aðalmenn:
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Helgi S. Haraldsson
Varamenn:
Tómas Ellert Tómasson
Grímur Arnarson
Þorsteinn Magnússon
Brynhildur Jónsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Kjartan Ólason
Bjarni Harðarson
Íris Böðvarsdóttir
Samþykkt samhljóða.
15. Aðalfundur Borgarþróunar ehf, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:
Eyþór Arnalds
Varamaður:
Ari Björn Thorarensen
Samþykkt með 6 atkvæðum, fulltrúar S- og V-lista sátu hjá.
16. Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ehf, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:
Eyþor Arnalds
Varamaður:
Ari Björn Thorarensen
Samþykkt með 6 atkvæðum, fulltrúar S- og V-lista sátu hjá.
17. Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar slf, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:
Eyþór Arnalds
Varamaður:
Ari Björn Thorarensen
Samþykkt með 6 atkvæðum, fulltrúar S- og V-lista sátu hjá.
VII. Fundargerðir:
1. a) 183. fundur bæjarráðs ( 1001001 ) frá 14. maí 2010
2. a) 184. fundur bæjarráðs ( 1001001 ) frá 20. maí 2010
3.
a) 1001074
Fundargerð félagsmálanefndar frá 17. maí 2010
b) 1001079
Fundargerð fræðslunefndar frá 18. maí 2010
c)1001002
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20. maí 2010
d) 185. fundur bæjarráðs ( 1001001 ) frá 27. maí 2010
4. a) 186. fundur bæjarráðs ( 1001001 ) frá 3. júní 2010
5. a) 187. fundur bæjarráðs ( 1001001 ) frá 10. júní 2010
-liður 3c), fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar, mál nr. 0911272 nafngiftir hringtorga í sveitarfélaginu Árborg, tillaga að nöfnum hringtorga var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
-liður 5a) 187. fundur bæjarráðs, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að fram kæmi að fulltrúar Samfylkingarinnar taki undir bókun Gylfa Þorkelssonar, S-lista, á fundinum, jafnframt óskaði hann eftir að upplýst yrði hvað var rætt um álefni Ræktunarsambandsins á bæjarráðsfudninum. Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem þegar höfðu verið afgreiddir, og staðfestar samhljóða.
VIII. 1006007
Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2010 - 2014
Lagt var til að auglýst verði eftir bæjarstjóra og bæjarráði falið að ganga frá auglýsingu og vinna að ráðningunni.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og beindi fyrirspurn til bæjarfulltrúa D-lista. Eyþór Arnalds, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
IX. 1006008
Tillaga um breytingar á samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar.
Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.
Tillaga um breytingu á samþykkt Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköpum bæjarstjórnar nr. 599/2009
1. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 1. gr:
Stjórn Sveitarfélagsins Árborgar nefnist bæjarstjórn og er skipuð 7 bæjarfulltrúum kjörnum skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, sbr. 8. og 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
2. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 58. gr. B:
B. Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að loknum bæjarstjórnarkosningum skulu eftirtaldar fastanefndir kosnar:
1. Félagsmálanefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
2. Íþrótta- og tómstundanefnd. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. gildandi erindisbréfi fyrir nefndina.
3. Fræðslunefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
4. Lista- og menningarnefnd. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. gildandi erindisbréfi fyrir nefndina.
5. Skipulags- og bygginganefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
6. Framkvæmda- og veitustjórn. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. erindisbréfi fyrir nefndina.
7. Kjaranefnd. Þrír fulltrúar og þrír til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
Bæjarstjórn getur ákveðið að heimila setu áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt i framangreindum nefndum.
3. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 1. ml. 64. gr.:
Bæjarstjórn ræður framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.
4. gr.
Í stað orðsins “bæjarstjóri” þar sem það kemur fyrir í samþykktinni skulu koma orðin “framkvæmdastjóri sveitarfélagsins” í viðeigandi falli.
Breyting þessi sem bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur gert samkvæmt 10. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls og lagði fram greinargerð með breytingum á samþykktum:
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum númer 45 frá 3. júní 1998 ber sveitarfélögum þar sem íbúar eru 1.000–9.999 að hafa 7–11 aðalmenn samanber 12. grein. Í einstaka tilfellum hafa sveitarfélög sem hafa yfir 10 þúsund íbúa haldið sig við 7 bæjarfulltrúa enda er slíkt heimilt samkvæmt sömu lagagrein þar sem segir:
" Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ekki skylt að fækka eða fjölga aðalmönnum í sveitarstjórn fyrr en íbúatala sveitarfélags hefur verið hærri eða lægri en viðmiðunarmörkin í átta ár samfellt.
Kveðið skal á um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
Sem dæmi má nefna að Garðabær var með 10.587 í desember 2009 og eru með 7 bæjarfulltrúa.
Þau sjónarmið að færri bæjarfulltrúar minnki lýðræðislega standast ekki skoðun þar sem hingað til hafa eingöngu fimm bæjarfulltrúar verið virkjaðir þar sem meirihlutasamstarf hefur verið með þeim hætti að lítið hefur verið styðst við vinnu hinna fjögurra sem skipað hafa svonefndan "minnihluta". Það er vilji okkar sem stöndum að þessari tillögu að bæjarfulltrúar allir verði virkir í vinnu og þannig sé virkum bæjarfulltrúum í reynd fjölgað úr 5 í 7.
Í breytingatillögunum er gert ráð fyrir að starfsheiti framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði upprunalegt en í V. kafla sveitarstjórnarlaga segir;
"V. kafli. Framkvæmdastjórn og starfslið sveitarfélaga.
51. gr. Almennt.
Sveitarstjórn ræður framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn skv. 56. gr. til þess að annast framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar og verkefni sveitarfélagsins."
Ennfremur segir í:
"54. gr. Ráðning framkvæmdastjóra.
Sveitarstjórn er heimilt að ráða framkvæmdastjóra sveitarfélags. Heimilt er tveimur sveitarfélögum eða fleiri að ráða sameiginlega framkvæmdastjóra.
Sveitarstjórn skal gera skriflegan ráðningarsamning við framkvæmdastjóra þar sem starfskjör hans eru ákveðin.
Ráðningartími framkvæmdastjóra sveitarfélags skal að jafnaði vera sami og kjörtími sveitarstjórnar. Heimilt er að ráða framkvæmdastjóra sveitarfélags til óákveðins tíma en uppsagnarfrestur skal þá vera þrír mánuðir af beggja hálfu miðað við mánaðamót.
Taka skal sérstaklega fram í ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra hvort ráðningin miðist við kjörtíma sveitarstjórnar eða gildi um óákveðinn tíma.
55. gr. Verksvið framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri sveitarfélags skal sitja fundi sveitarstjórnar og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt en eigi atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn fulltrúi í sveitarstjórninni. Hann hefur og rétt til setu á fundum nefnda sveitarfélags með sömu réttindum.
Framkvæmdastjóri undirbýr fundi sveitarstjórnar og byggðarráðs og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem sveitarstjórn tekur.
Framkvæmdastjóri er prókúruhafi sveitarsjóðs. Framkvæmdastjóra er heimilt að veita öðrum starfsmanni sveitarfélagsins prókúru að fengnu samþykki sveitarstjórnar. Prókúruhafar sveitarsjóðs skulu vera fjár síns ráðandi.
Framkvæmdastjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki sveitarstjórnar þarf til.
Framkvæmdastjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins.
Í samþykkt um stjórn sveitarfélags skal setja nánari ákvæði um verksvið framkvæmdastjóra og mörk milli þess og ákvörðunarvalds sveitarstjórnar og byggðarráðs."
Ekki er um neinar breytingar á ofangreindum skyldum og réttindum framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.
Þá liggur fyrir breytingartillaga um að aðgreina störf bæjarfulltrúa og bæjarstjóra með formlegum hætti enda um tvö störf að ræða sem bæði eru launuð.
Loks er í tillögunum lagt til að atvinnuþróunarnefnd sameinist bæjarráði og mun það fækka nefndarsætum um 5 og auka skilvirkni þar sem bæjarráðsmenn hafa góða yfirsýn yfir úrræði og stöðu sveitarfélagsins gagnvart atvinnulífinu. Fátt er brýnna um þessar mundir en að vinna ötullega að uppbyggingu atvinnulífsins þar sem atvinnulausum hefur fjölgað ört að undanförnu og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi breytingatillögu:
Lagt er til að 64. gr. hljóði svo:
64. gr.
Bæjarstjórn ræður framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Ekki er heimilt að ráða starfandi bæjarfulltrúa í starf framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við hann þar sem m.a. skal kveðið á um ráðningartíma, kaup og kjör. Ráðningarsamningur skal staðfestur af bæjarráði.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram breytingatillögu við 1. gr. tillögunnar:
Breytingatillaga vegna dagskrárliðar IX. mál no. 1006008, tillögu um breytingar á 1. gr. Samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélagsins um hvort fækka skuli bæjarfulltrúum úr níu í sjö. Atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en á árinu 2013.
Greinargerð
Með vísan til 33. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar og til þess að um er að ræða málefni sem er mjög þýðingarmikið fyrir lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu þá er lagt til að íbúar fái tækifæri til að tjá sig um málið. Nægur tími er til stefnu þar sem næstu kosningar verða ekki fyrr en að fjórum árum liðnum. Sé sparnaður í launum bæjarfulltrúa helsta ástæða breytingarinnar þá verður þeim sparnaði hvort eð er ekki náð fyrr en um mitt ár 2014.
Bæjarfulltrúar S og V lista.
Eyþór Arnalds, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls. Ragnheiður lagði fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa S-lista:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mótmæla harðlega tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö. Komi þessi breyting til framkvæmda þá mun það hafa neikvæð áhrif á stjórnsýslu sveitarfélagsins og skapa lýðræðishalla. Í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur af íslenskri stjórnsýslu á síðustu árum og niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar þá skýtur það skökku við að sjálfstæðismenn vilji nú að valdið í sveitarfélaginu skuli sett í hendur færri fulltrúa. Fækkun fulltrúa mun leiða til minni tengsla við íbúana og hætta skapast á því að ákveðin svæði og málefni í sveitarfélaginu fái litla athygli. Íbúanefndir sem kunna að verða settar á fót munu ekki hafa neina formlega aðkomu að ákvörðunum mála og aldrei vega upp á móti þeim lýðræðishalla sem sjálfstæðismenn hyggjast nú skapa.
Sparnaður um 3 milljónir króna á ári eru léttvæg rök í þessu samhengi.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Að leggja nú til fækkun á bæjarfulltrúum, úr níu í sjö, þegar Sjálfstæðismenn hafa mikið talað um að auka lýðræði og virkja alla bæjarfulltrúa til góðra verka, kemur verulega á óvart. Því harma ég að þessi leið skuli farin núna, sérstaklega þegar þessi breyting kemur ekki til með að taka gildi fyrr en í næstu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 og er því alls ekki tímabær á þessari stundu.
Helgi Sigurður Haraldsson B-lista.
Breytingatillaga Eggerts Vals var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S og V-lista. Fulltrúi B-lista sat hjá.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Eitt af loforðum D-lista í nýafstöðnum kosningum varað fækka bæjarfulltrúum úr 9 í 7. Um þessa ráðstöfun var í reynd kosið þann 29. maí síðastliðinn. Beinn sparnaður er áætlaður 12 milljónir króna á kjörtímabilinu og munar um minna þegar hver milljón er mikilvæg í rekstri. Á meðan vel rekið sveitarfélag eins og Garðabær er með yfir 10 þúsund íbúa og sjö bæjarfulltrúa er Sveitarfélagið Árborg fullsæmt af sjö virkum bæjarfulltrúum.
Lagt var til að 1. gr. tillögunnar verði vísað til annarrar umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru alfarið á móti því að leggja atvinnuþróunarnefnd Árborgar niður og færa verkefni hennar til bæjarráðs. Bæjarstjórn Árborgar væri nær að styrkja atvinnuþróunarnefnd og auka samráð milli nefndarinnar og bæjarráðs og fjölga þannig þeim fulltrúum sem koma beint að vinnu og stefnumörkun í þessum málaflokki. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja það ótrúverðugt af nýjum meirihluta á þessum tímum að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að leggja af svo mikilvæga fagnefnd sem atvinnumálanefnd er.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls og lagði hún fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lýsa furðu sinni á þeirri breytingu sem hér er samþykkt að vísa til síðari umræðu. Umhverfismál eru einfaldlega ekki nefnd á nafn í því skipulagi sem meirihlutinn í Árborg leggur nú til, þau eru látin hverfa hljóðlega inni í stóran og umfangsmikinn málaflokk, framkvæmda- og veitumál. Umhverfismál í víðu samhengi eiga hvergi betur heima en með skipulagsmálum og saman snerta þessi mál alla íbúa til lengri og skemmri tíma.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
Lagt var til að 2. gr. tillögunnar verði vísað til annarrar umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að leita eftir áliti ráðuneytis samgöngu- og sveitarstjórnamála og Sambands íslenskra sveitarfélaga á þessari breytingatillögu. Tillagan verði ekki tekin til síðari umræðu í bæjarstjórn fyrr en álitin liggja fyrir.
Tillaga Eggerts Vals var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að gera grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista hafa þegar hafið samráð við ráðuneytið óformlega og styðja það fyllilega að gera það formlega.
Lagt var til að breytingatillögu við 64. gr. verði vísað til annarrar umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar, með þeim fyrirvara sem kom fram í tillögu Eggerts Vals. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Lagt var til að 4. gr. tillögunnar verði vísað til annarrar umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi, var það samþykkt samhljóða.
X. Önnur mál
a) 1006017
Tillaga frá fulltrúa B-lista um að fulltrúar þeirra flokka sem ekki eiga fulltrúa í bæjarráði Árborgar hverju sinni, eigi þar áheyrnarfulltrúa
Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að fulltrúar þeirra flokka sem ekki eiga fulltrúa í bæjarráði Árborgar hverju sinni, eigi þar áheyrnarfulltrúa.
Greinargerð: Í ljósi úrslita sveitarstjórnarkosninganna í sveitarfélaginu Árborg, er það ljóst að tveir flokkar munu ekki eiga fulltrúa í bæjarráði Árborgar. Í ljós allrar umræðu, allra flokka, fyrir kosningar, um samvinnu og samráði allra bæjarfulltrúa, er það sanngirnis sjónarmið að þessir tveir flokkar eigi þar áheyrnarfulltrúa. Ef kostnaður við það þykir of mikill að þá er eðlilegt að bjóða þessum flokkum að eiga þar fulltrúa án launa fyrir setu fundanna.
Helgi Sigurður Haraldsson, fulltrúi B-listans í Árborg.
Eyþór Arnalds, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
Fulltrúar D-lista vilja ekki fjölga nefndarmönnum að svo stöddu. Ástæðan er fyrst og fremst aðhaldssjónarmið og áhersla á skilvirkni. Á sama tíma er mikilvægt að bæjarfulltrúar hafi rödd í mikilvægum nefndum og ráðum. Sú staðreynd að B-listinn fékk aðeins 4 atkvæðum færri en S-listi en hlaut aðeins 1 bæjarfulltrúa hlýtur að koma til skoðunar. Þá er ljóst að samráð er með Samfylkingu og Vinstri grænum um nefndarsetu sem eykur enn á lýðræðishallann. Frumkvæði framsóknarmanna um að sitja launalaust í bæjarráði er jákvætt skref í átt að gæta aðhalds og fulltrúar D-listans vilja sýna hér í verki að fullur hugur fylgir máli varðandi samráð og samstarf.
b) 1006017
Tillaga frá fulltrúa V-lista um að bæjarstjórn Árborgar samþykki að heimila Vinstri hreyfingunni grænu framboði að tilnefna áheyrnarfulltrúa á fundi bæjarráðs með málfrelsi og tillögurétt.
Tillagan var dregin til baka.
c) 1006017
Tillaga frá fulltrúa V-lista um að bæjarstjórn Árborgar samþykki að Vinstri hreyfingin grænt framboð fái áheyrnarfulltrúa í öllum nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétt.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að Vinstri hreyfingin grænt framboð fái áheyrnarfulltrúa í öllum nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétt.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum, gegn atkvæðum fulltrúa S- og V- lista, fulltrúi B-lista sat hjá.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði bæjarfulltrúa D-lista:
D-listinn vill ekki fjölga í nefndum enda mikilvægt að gæta að sparnaði og skilvirkni. VG eru með nefndarsetu víða þrátt fyrir að vera með aðeins 1/10 atkvæða íbúa á bak við sig. Því er ekki lýðræðisleg ástæða til að koma til móts við þessa kröfu. Þá er ekki lagt til að fulltrúar VG séu launalausir og því ljóst að hér er um kostnaðarauka að ræða.
d) 1006018
Tillaga frá fulltrúa B- lista um að bæjarstjórn Árborgar samþykki að endurskoða álagningu fasteignagjalda á hesthús í sveitarfélaginu.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að endurskoða álagningu fasteignagjalda á hesthús í sveitarfélaginu.
Greinargerð: Mikil umræða hefur átt sér stað um álagningu fasteignagjalda á hesthús í sveitarfélaginu. Hesthús voru færð í annan álagningarflokk á sínum tíma og hækkuðu þá fasteignagjöld á hesthús verulega. Þá var vísað í að lagabókstafurinn heimilaði ekki annan flokk en lagt var á eftir. Síðan hefur komið í ljós að marga greinir á um þetta og mörg sveitarfélaginu hafi ekki farið eftir þessu og haldið hesthúsum í öðrum flokki eða búið til sér flokk fyrir þau. Meðan ákvæði um þetta eru ekki skýrari en raun ber vitni er eðlilegt að hesthúsaeigendur njóti vafans. Einnig er þetta jafnréttissjónarmið í sveitarfélaginu að sama álagning sé á hesthúsum hvort heldur er búið í þéttbýli eða dreifbýli sveitarfélagsins.
Helgi Sigurður Haraldsson fulltrúi B-listans í Árborg.
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
Forseti lagði til að bæjarstjórn samþykki að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) 1006019
Tillaga frá fulltrúa B-lista um að bæjarstjórn Árborgar samþykki að hefja útsendingar af bæjarstjórnarfundum á netinu í gegnum heimasíðu Árborgar.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að hefja útsendingar af bæjarstjórnarfundum á netinu, í gegnum heimasíðu Árborgar.
Greinargerð: Það hefur verið í umræðunni í langan tíma að hefja útsendingar af bæjarstjórnarfundum og hefur m.a verið talað um að breytingar sem gerðar voru á heimasíðu sveitarfélagsins og breytingar á tölvubúnaði gerðu það kleift að hefja útsendingar. Því hlýtur að vera kominn tími á þessar útsendingar, svo íbúar sveitarfélagsins geti fylgst með umræðum af fundunum.
Helgi Sigurður Haraldsson fulltrúi B-listans í Árborg.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls og lagði Eyþór fram svohljóðandi breytingatillögu:
Bæjarráði verði falin útfærsla málsins og fjárútlátin komi undir endurskoðun fjárhagsáætlunar.
Breytingatillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
f) 0912080
Tillaga um að bæjarráði verði veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála fram að bæjarstjórnarfundi í ágúst.
Lagt var til að bæjarstjórn samþykki að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála fram að bæjarstjórnarfundi í ágúst.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
g) 0912080
Tillaga um að halda aukafund bæjarstjórnar 7. júlí vegna breytinga á samþykktum.
Lagt var til að haldinn verði aukafundur í bæjarstjórn 7. júlí n.k. vegna tillagna um breytingar á samþykktum.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 20:10.
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari