Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.8.2010

1. fundur fræðslunefndar

1. fundur fræðslunefndar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 19. ágúst 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista
Guðrún Jóhannsdóttir, varamaður D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður S-lista
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður V-lista,
Sædís Ósk Harðardóttir fulltrúi kennara,
Linda Rut Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra
Stefanía Geirsdóttir fulltrúi Flóahrepps
Helga Geirmundsdóttir fulltrúi leikskólastjóra

Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála,
Guðbjartur Ólason fulltrúi skólastjóra
Arndís Harpa Einarsdóttir skólastjóri
Birgir Edwald, skólastjóri
Málfríður Garðarsdóttir fulltrúi foreldra

Dagskrá:

1. 1008064 - Ákvörðun um fundartíma og fyrirkomulag boðunar funda.

Formaður gerði tillögu um að reglulegir fundir fræðslunefndar verði mánaðarlega þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl 17:15.

Einnig gerði formaður tillögu um að fundarboð verði sent nefndarmönnum með tölvupósti.

Samþykkt samhljóða

2. 1008065 - Kosning varaformanns fræðslunefndar

Lögð var fram tillaga um að Ragnheiður Guðmundsdóttir verði kjörinn varaformaður fræðslunefndar Árborgar.

Samþykkt samhljóða

3. 1008066 – Undirritun þagnarskyldu fræðslunefndarmanna

Nefndarmenn undirrituðu yfirlýsingu um þagnarskyldu.

4. 1008067 – Hlutverk fræðslunefndar – Verkefnisstjóri

Verkefnisstjóri fræðslumála fór yfir hlutverk fræðslunefndar samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla.

5. 0901049 - Erindisbréf fræðslunefndar

Farið var yfir erindisbréf fræðslunefndar.

6. 0905081 – Yfirlit frá skólastjórum grunnskóla

Skólastjórar grunnskólanna þeir Guðbjartur Ólason, Birgir Edwald og Arndís Harpa Einarsdóttir fóru yfir starf skólanna við upphaf skólaárs. Fræðslunefnd þakkar fyrir framkomnar upplýsingar skólastjóra.

7. 1008068 – Staða innritunar í leikskóla – Verkefnisstjóri

Verkefnisstjóri fór yfir stöðu innritunar í leikskóla Árborgar. Búið er að úthluta leikskólaplássi til allra barna sem sótt hefur verið um pláss fyrir og fædd eru á árinu 2008 og eldri. Um 140 börn fædd 2008 og eldri hafa fengið inni í leikskólum Árborgar í upphafi skólaársins. Eins og staðan er í dag eru leikskólarnir á Selfossi fullsetnir. Í leikskólanum Æskukoti á Stokkseyri eru í dag laus pláss fyrir 14 börn og á leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka laus pláss fyrir 4 börn. Um 70 börn fædd á árinu 2009 hafa sótt um leikskólapláss í leikskólum Árborgar. Á næstu vikum verður börnum fæddum árið 2009 boðin laus pláss og verður farið eftir aldursröð þeirra barna sem sótt hafa um leikskólapláss. Jafnframt verða þau pláss sem kunna að losna á komandi misserum boðin til úthlutunar.

Óskað var eftir yfirliti um leikskólamál á næsta fræðslunefndarfund.

8. 1008069 – Tillaga að breytingu á reglum um innritun í leikskóla Árborgar

Arna Ír Gunnarsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fræðslunefnd lagði fram eftirfarandi tillögu:

Í núverandi Reglum um innritun í leikskóla Árborgar er kveðið á um að “Sérstakan forgang frá 18 mánaða aldri hafa börn sem falla undir 1.flokk í reglum um sérkennsluþjónustu í leikskólum Árborgar frá 10.janúar 2002”.

Undirrituð leggur til að þessu ákvæði verði breytt og þess í stað komi“Sérstakan forgang frá 12 mánaða aldri hafa börn sem eru í 1. og 2. umönnunarflokki samkvæmt reglum Tryggingarstofnunar ríkisins vegna umönnunar fatlaðra barna og barna með þroska- og atferlisraskanir”.

Greinargerð:

Það er afar mikilvægt að alvarlega fötluð börn geti fengið leikskólaþjónustu eins fljótt og kostur er til þess að tryggja þeim mikilvæga þjálfun og örvun frá fagfólki leikskólanna. Snemmtæk íhlutun er lykilatriði til þess að draga úr áhrifum fötlunar, gera barnið sem mest sjálfbjarga og auka lífsgæði þess sem mest. Auk þessa eru það mikilvæg rök að það er nánast útilokað fyrir alvarlega fötluð börn að fá þjónustu hjá dagmæðrum vegna þess hversu sérhæfða þjónustu þau þurfa. Nú þegar leikskólarýmum í sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað til muna er lag að gera þessar breytingar á innritunarreglunum.

Tillagan var lögð fram til kynningar og umræðu og samþykkt samhljóða að afgreiða hana á næsta fundi fræðslunefndar.

Erindi til kynningar

9. 1002091 – Skólaráð BES fundargerðir

Lögð fram fundargerð frá fundi skólaráðs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri frá 28. maí 2010.

10. 1002097 - Skólaráð Sunnulækjarskóla fundargerðir

Lögð fram fundargerð frá fundi skólaráðs Sunnulækjarskóla frá 9. júní 2010.

11. 0905085 - Fundargerðir frá fundum leikskólastjóra

Lögð var fram fundargerð frá 5. fundi leikskólastjóra árið 2010.


Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:05
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Guðrún Jóhannsdóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Sigurður Bjarnason
Guðbjartur Ólason
Birgir Edwald
Arndís Harpa Einarsdóttir
Stefanía Geirsdóttir
Linda Rut Ragnarsdóttir
Helga Geirmundsdóttir
Málfríður Garðarsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica