Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.8.2018

1. fundur fræðslunefndar

1. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 16. ágúst 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Arna Ír Gunnarsdóttir, formaður, S-lista Guðmunda Ólafsdóttir, nefndarmaður, B-lista Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, nefndarmaður, S-lista Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, nefndarmaður, D-lista Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra Kristrún Hafliðadóttir, fulltrúi leikskólastjóra Anna Hrund Helgadóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla Sandra Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1808025 - Kosning varaformanns
  Lagt til að Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson verði varaformaður. Samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar D-listans sátu hjá.
     
3.   1808022 - Þagnarskylda - undirritun kjörinna fulltrúa og áheyrnarfulltrúa
  Undirritun fulltrúa.
     
5.   1808026 - Fundartími fræðslunefndar
  Samþykkt að hafa fundi fræðslunefndar annan miðvikudag hvers mánaðar kl. 16:30.  
     
6.    1806122 - Ytra mat á Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri 2018
  Fræðslunefnd fagnar boði um ytra mat Menntamálastofnunar á Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sveitarfélagið Árborg mun ekki tilnefna matsaðila heldur er óskað eftir að Menntamálastofnun sjái um þá tilnefningu. Stjórnendur BES hafa óskað eftir að í fjórða matsþætti verði lagt mat á stoðþjónustu skólans. Fræðslunefnd samþykkir að þessi matsþáttur verði fyrir valinu.
     
7.   1808018 - Reglur um námsleyfi í leikskólum Árborgar
  Í kjölfar vinnufunda leikskólaráðgjafa og leikskólastjóra eru hér lögð fram drög að reglum um námsleyfi starfsfólks í leikskólum sveitarfélagsins, annars vegar vegna framhaldsnáms leikskólakennnara og hins vegar fyrir starfsfólk sem hefur hug á að ljúka námi í leikskólafræðum. Fræðslunefnd fagnar þessari vinnu og leggur til að væntanleg úthlutunarnefnd ljúki nánari útfærslu á reglunum. Einnig lagt til að í nefndinni verði einn fulltrúi fræðslunefndar, einn frá skrifstofu fræðsluviðs og einn fulltrúi leikskólastjóra. Málið verður tekið aftur á dagskrá á fundi 12. september nk.
     
12.   1802235 - Ytra mat - Leikskólinn Jötunheimar
  Lagt fram. - Umbótaáætlun v/ytra mats Menntamálastofnunar. - Bréf leikskólastjóra til mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 17. maí 2018. Fræðslunefnd staðfestir umbótaáætlun skólans.
     
Erindi til kynningar
2.   1808024 - Erindisbréf fræðslunefndar
  Til kynningar. Samþykkt að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund fræðslunefndar í september.
     
4.   1808023 - Kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd 2018-2022
  Til kynningar.
     
8.   1808021 - Leiðbeiningar fyrir fræðslunefnd og námskeiðsgögn
  Til kynningar.
     
9.   1802007 - Samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga vegna nemenda af erlendum uppruna
  Til kynningar. Fræðslunefnd fagnar þessu verkefni.
     
10.   1802201 - Samstarfsfundir leikskólastjóra og fræðslustjóra
  Til kynningar. - Fundargerð frá 5. júní 2018. - Fundargerð frá 14. ágúst 2018. Samþykkt að halda aukafund með öllum skólastjórum leik- og grunnskóla þar sem hver og einn kynnir sinn skóla. Stefnt að því að halda fundinn í september.
     
11.   1802006 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra
  Fundargerð frá 18. maí 2018 til kynningar.
     
13.   1808019 - Hagnýt leikskólafræði við HÍ - könnun og upplýsingar
  Til kynningar. - Niðurstöður könnunar. - Upplýsingar um námið.
     
14.   1807023 - Skólahverfamál í Árborg - greining á búsetu nemenda
  Greining og tölvupóstur frá Sverri Bollasyni hjá VSÓ RÁÐGJÖF til kynningar. Fræðslunefnd leggur til að vinna við endurskoðun á skólahverfum á Selfossi v/væntanlegs skóla í Björkurstykki hefjist sem fyrst og tillögur um skiptingu skólahverfa liggi fyrir í nóvember nk. Fræðslustjóra falið að fylgja málinu eftir innan stjórnsýslunnar.
     
15.   1801041 - Skólaráð Sunnulækjarskóla
  41. fundur, haldinn 30. maí 2018, til kynningar.
     
16.   1803017 - Álfheimafréttir
  Álfheimafréttir í maí 2018 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 2. maí 2018.
     
17.    1802168 - Við erum eins og samfélag - Uppbygging lærdómssamfélagsins í Jötunheimum
  Lokaskýrsla til kynningar.
     
18.     1808020 - Verklag sem styður við lærdómsferli nemenda með sérþarfir
  Til kynningar. Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri Seturs, stýrir þróunarverkefninu sem fær kr. 1.200.000.- úr Sprotasjóði á skólaárinu 2018-2019. Fræðslunefnd fagnar styrknum og þessu verkefni.
     
19.   1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Til kynningar. Á fundi bæjarráðs 21. júní sl. var eftirfarandi bókað: Bæjarráð tilnefnir Örnu Ír Gunnarsdóttur, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, til setu í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki. Þá var gerð breyting á fulltrúa D-lista í byggingarnefnd skóla í Björkurstykki á fundi bæjarráðs 19. júlí 2018. Magnús Gíslason D-lista, tekur sæti Gunnars Egilssonar sem verður varamaður í nefndinni.
     
20.   1801183 - Skjöl vegna launaröðunar kennara og stjórnenda skóla
  Til kynningar.
     
21.    1806045 - Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030
  Til kynningar.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40  
Arna Ír Gunnarsdóttir   Guðmunda Ólafsdóttir
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson   Brynhildur Jónsdóttir
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir   Guðbjartur Ólason
Kristrún Hafliðadóttir   Anna Hrund Helgadóttir
Sandra Guðmundsdóttir   Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir
Þorsteinn Hjartarson    
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica