1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 16. júlí 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-listi,
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1407062 - Gámasvæði Árborgar Víkurheiði 4 - opnunartímar 2014 |
|
Stjórnin samþykkir að framkvæma talningu á fjölda gesta á gámasvæðið við Víkurheiði. Meirihluti stjórnar ákveður að opnunartíminn verður áfram óbreyttur, mánudaga-laugardaga 13:00-18:00. Lokað á sunnudögum. Fulltrúar B og S lista leggja til að opnunartími verði færður framar á laugardögum. |
||
|
||
2. |
1305237 - Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan |
|
Minnisblað frá Mannvit varðandi vöktun gerlamagns og efnainnihalds fráveituvatns á Selfossi og í Ölfusá í júní 2014 lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
1311160 - Hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir í Ölfusá |
|
Framkvæmda- og veitustjóri upplýsti um stöðu mála. Beðið er eftir niðurstöðu úr deiliskipulagsvinnu. |
||
|
|
|
4. |
1405395 - Endurnýjun hitaveitu í Bankavegi og breytingar vegna nýrrar sundlaugar |
|
Stjórnin samþykkir að fara í endurnýjun á hitaveitulögn samhliða öðrum framkvæmdum við Bankaveg. Við þessa framkvæmd verða til fleiri bílastæði við Sandvíkursetur og Sundhöll Selfoss. |
||
|
||
5. |
1407098 - Kosning varaformanns og ritara framkvæmda-og veitustjórnar 2014-2018 |
|
Stjórnin samþykkir að Ingvi Rafn Sigurðsson verði varaformaður stjórnarinnar og að starfsmaður framkvæmdastjóra riti fundargerð. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50
Gunnar Egilsson |
|
Ragnheiður Guðmundsdóttir |
Ingvi Rafn Sigurðsson |
|
Viktor Pálsson |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |