Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.6.2010

1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar

1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 29. júní 2010 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:00

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Bjarni Harðarson, nefndarmaður V-lista,
Guðmundur Elíasson. framkvæmdastjóri,

Dagskrá:

1. 1006092 - Kosning varaformanns og ritara

Nefndin leggur til að Ingvi Rafn verði varaformaður nefndarinnar og að starfsmaður framkvæmdastjóra riti fundargerð.

2. 1006094 - Ákvörðun um fundartíma framkvæmda- og veitustjórnar

Samþykkt er að fundir verði haldnir annan miðvikudag hvers mánaðar kl. 08:00. Samþykkt er einnig að til funda verði framvegis boðað með tölvupósti.

3. 0810020 - Tillaga um hundasleppisvæði

Framkvæmda- og veitustjórn leggur til að svæðið neðan við Klifið verði skilgreint sem útivistasvæði fyrir hunda. Nefndin vísar málinu til umsagnar Umhverfis- og skipulagsnefndar.

4. 1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg

Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmdastjóra og formanni að leita til sérfræðinga varðandi kynningu á vænlegum virkjanakostum fyrir nefndina.

5. 1004106 - Samningsumboð vegna Selfossveitna

Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að Selfossveitur feli Launanefnd sveitarfélaga kjarasamningsumboð vegna kjarasamninga við umrædd stéttarfélög.

6. 0808046 - Mæling á nýtanleika metangass á urðunarsvæði Selfoss utan ár

Að mati sérfræðinga frá verkfræðistofunni Mannvit er ólíklegt að gasvinnsla á gamla urðunarsvæðinu geti veri arðbær þar sem of langt er um liðið frá því að urðun var hætt. Framkvæmda- og veitustjórn telur því ekki ráðlegt að fara í kostnaðarsamar rannsóknir að svo stöddu.

7. 1003034 - Velferðarvaktin - velferð barna á krepputímum

Framkvæmda- og veitustjórn telur fulla þörf á að virkja þennan aldurshóp í sérstakt fegrunarátak í sveitarfélaginu. Nefndin felur framkvæmdastjóra að auglýsa þegar eftir starfsfólki í þessum aldurshópi.

8. 1006093 - Kynning á starfsemi framkvæmda- og veitusviðs

Framkvæmdastjóri kynnti skipurit Framkvæmda- og veitusviðs og starfsemi þess. Nefndin samþykkir að endurskoða skipurit Framkvæmda- og veitusviðs.

9. 1002011 - Framkvæmdalisti 2010

Framkvæmdastjóri fór yfir helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs óskar eftir að verkfundargerðir verði lagðar fyrir nefndina. Stjórnin leggur áherslu á að verkefnum á vegum sveitarfélagsins verði beint til fyrirtækja í sveitarfélaginu eftir því sem kostur er og hagkvæmt þykir.

10. 1002012 - Íbúaþróun 2010

Árborg: Fjöldi íbúa í dag 7816
Selfoss: 6509
Sandvík: 217
Eyrarbakki og dreifbýli: 571
Stokkseyri og dreifbýli: 513
Óstaðsettir: 6

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30

Elfa Dögg Þórðardóttir I
ngvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Harðarson
Guðmundur Elíasson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica