Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.4.2011

1. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar

1. fundur í Hverfaráði Stokkseyrar haldinn í Ásgeirsbúð 10. apríl 2011 kl. 20:00 

Í hverfaráði eiga sæti:
Jón Jónsson – formaður
Sigurborg Ólafsdóttir
Gunnar Valberg Pétursson
Grétar Zóphoníasson
Hulda Gísladóttir
Ása Berglind Hjálmarsdóttir – varamaður 

Formaðurinn Jón Jónsson setti fundinn og bauð nefndarmenn velkomna til starfa.
Gimli
 Jón var búinn að hafa samband við Eyþór og þrýsta á að gengið verði frá samningi um húsið. 

Umhverfið
 Stokkseyri kemur ekki sérlega vel undan vetri og margt sem þarf að gera.
• Fjaran: Við höfnina er mikið af þara sem þarf að losna við áður en það fer að hlýna með tilheyrandi ólykt
• Tiltektardagur á Stokkseyri:  Það væri gott að fá gáma í þorpið á meðan á tiltektardögum stendur sem virkar þá meira hvetjandi á íbúa og fyrirtæki að losa sig við drasl.
• Töfragarður og útihús hjá Birkihlíð: Ganga þarf frá byggingum þannig að þær valdi ekki öðrum eignum eða fólki tjóni og séu hverfinu til sóma.
• Skemmdir eftir snjómokstur eru miklar.
• Eignir sveitafélagsins:  Hús eins og Íþróttahúsið og áhaldahús þurfa nauðsynlega á viðhaldi að halda.
Tjaldsvæðið: Frágangur á rotþró, fjölga rafmagnstenglum, búa þarf til skjól t.d. með því að gróðursetja tré og útbúa þarf leiksvæði fyrir börnin.
Hverfaráð Stokkseyrar óskar eindregið eftir því að hafist verði handa sem fyrst við að koma þessum hlutum í lag. 

Ákveðið var að senda fréttatilkynningu í svæðisblöðin um að hverfaráð Stokkseyrar væri tekið til starfa og benda fólki á hvernig hægt væri að hafa samband til þess að koma ábendingum á framfæri. Einnig var ákveðið að búa til vettvang á samskiptamiðlinum Facebook þar sem íbúar geta komið ábendingum og skoðunum á framfæri sem jafnframt gæti virkað vel þegar kemur að tilkynningum og fréttum frá hverfaráðinu.

Hverfaráð Stokkseyrar ætlar að funda næst 8. maí 2011.

Fundi slitið kl. 21.15


Þetta vefsvæði byggir á Eplica