1. fundur íþrótta- og menningarnefndar
1. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 13. ágúst 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, varamaður, Æ-lista.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1408034 - Starfshættir íþrótta- og menningarnefndar 2014-2018 |
|
Samþykkt var að Axel Ingi Viðarsson verði varaformaður nefndarinnar. Farið var yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og erindisbréf nefndarinnar. Ákveðið var að fresta ákvörðun um fastan fundartíma til næsta fundar. |
||
|
||
2. |
1408035 - Menningarmánuðurinn október 2014 |
|
Rætt var um hugmyndir að dagskrá. Haldinn verður sérstakur fundur í nefndinni til undirbúnings menningarmánuðinum. |
||
|
||
3. |
1406192 - Útitafl á Selfossi |
|
Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að keyptir verði taflmenn til að nota utan húss við Fischersetrið. |
||
|
||
4. |
1408037 - Styrkbeiðni frá ungmennaráði vegna ungmennaskipta |
|
Nefndin felur menningar- og frístundafulltrúa að afla frekari upplýsinga vegna beiðninnar. |
||
|
||
5. |
1408044 - Merkingar á íþróttamannvirkjum í Sveitarfélaginu Árborg, erindi frá UMFS |
|
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
|
||
6. |
1408033 - Málefni Selsins 2014 - frístundaklúbbur fatlaðra 16+ |
|
Nefndin felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna að málinu. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
7. |
1408038 - Mannvirkjanefnd Umf. Selfoss - fundargerð 1. fundar |
|
Lagt fram til kynningar. Nefndin þakkar erindið. |
||
|
||
8. |
1408036 - Niðurröðun æfingatíma í íþróttahús 2014-15 |
|
Vinna stendur yfir við niðurröðun æfingatíma. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40
Kjartan Björnsson |
|
Axel Ingi Viðarsson |
Helga Þórey Rúnarsdóttir |
|
Eggert V. Guðmundsson |
Estelle Burgel |
|
Ásta Stefánsdóttir |