Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


7.9.2018

1.  fundur íþrótta- og menningarnefndar

1.  fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn þriðjudaginn 28. ágúst 2018 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt: Guðbjörg Jónsdóttir, formaður, B-lista Guðmundur Kr. Jónsson, nefndarmaður, M-lista Jóna Sólveig Elínardóttir, nefndarmaður, Á-lista Kjartan Björnsson, nefndarmaður, D-lista Karolina Zoch, nefndarmaður, D-lista Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi  Formaður byrjar á því að bjóða nefndarmenn velkomna og væntir góðs samstarfs á kjörtímabilinu. Bragi Bjarnason ritaði fundargerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1808104 - Kosning í embætti innan íþrótta- og menningarnefndar 2018 - 2022
  Formaður leggur til að Guðmundur Kr. Jónsson, M-lista, verði varaformaður nefndarinnar og Bragi Bjarnason, starfmaður nefndarinnar, verði ritari. Samþykkt samhljóða.
     
2.   1808117 - Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar
  Formaður leggur fram erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar. Engar athugasemdir við erindisbréfið frá nefndarmönnum. Samþykkt samhljóða.
     
3.   1808121 - Undirritun siðareglna í íþrótta- og menningarnefnd 2018-2022
  Starfsmaður kynnir siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Sveitarfélaginu Árborg. Eftir umræður skrifa allir nefndamenn undir siðareglurnar. Samþykkt samhljóða.
     
4.   1808103 - Starfshættir íþrótta- og menningarnefndar 2018 - 2022
  Formaður leggur til að fastur fundartími nefndarinnar verði annan þriðjudag í mánuði kl.17:00 og því verði næsti fundur þriðjudaginn 11.september. Fram kom að nýir nefndarmenn skili inn upplýsingum til laundadeildar. Ákveðið að reyna að takmarka pappírsnotkun eins og hægt er. Samþykkt samhljóða.
     
5.   1808118 - Helstu verkefni íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar
  Starfsmaður nefndarinnar fer yfir helstu verkefni nefndarinnar á hverju ári. Fram kom að Vor í Árborg, menningarmánuðurinn október og uppskeruhátíðin í desember séu stærstu verkefnin en einnig séu mörg mál sem koma inn til nefndarinnar yfir árið sem þarf að afgreiða. Samþykkt samhljóða.
     
6.   1808119 - Menningarmánuðurinn október 2018
  Rætt um menningarmánuðinn október 2018 og mögulega viðburði í mánuðinum. Margar hugmyndir lagðar fram og samþykkt að fela Braga Bjarnasyni, menningar- og frístundafulltrúa, og Ólafi Rafni Ólafssyni, atvinnu- og viðburðafulltrúa, að vinna þessar hugmyndir áfram og senda á nefndarmenn. Samþykkt samhljóða.
     
7.   1808122 - Fjárhagsáætlun menningar- og frístundasviðs Árborgar 2019
  Starfmaður nefndarinnar fer yfir hvernig fjárhagsáætlunarvinnan innan sveitarfélagsins hefur farið fram. Rætt um þátttöku nefndarinnar í þessari vinnu og ýmsir punktar nefndir. Ákveðið að vinna nánar að fjárhagsáætlun á fundi nefndarinnar í september. Samþykkt samhljóða.
     
8.   18051697 - 17. júní hátíðarhöld á Selfossi 2018
  Bergsveinn Theódórsson, framkvæmdaaðili 17. júní hátíðarhalda á Selfossi, kom inn á fundinn og fór yfir framkvæmd hátíðarinnar sl. sumar. Fram kom að almenn ánægja hefði verið með daginn og flestir viðburðir gengið vel. Bergsveinn hrósaði íbúum mikið fyrir að vera áfram í Sigtúnsgarðinum þrátt fyrir rigningarskúrir. Tónleikarnir í Hellisskógi gengu vel og sama á við um harmonikkuballið í Tryggvaskála. Rætt um þörfina á góðu sviði í Sigtúnsgarðinn sem getur nýst öllum hátíðarhöldurum. Bergsveini þakkað kærlega fyrir hátíðina þetta árið og mun nefndin hugsanlega fá Bergsvein aftur á fund í vetur til undirbúnings fyrir 17. júní á næsta ári. Samþykkt samhljóða.
     
Erindi til kynningar
9.   1501110 - Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg
  Starfsmaður nefndarinnar fer yfir vinnu starfshóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Sv. Árborg. Ný bæjarstjórn Árborgar hefur í framhaldinu fengið arkitektastofu til að koma með tillögur og er þeirra að vænta fljótlega. Nefndin leggur áherslu á að þessi vinna sé unnin faglega, hratt og örugglega svo uppbygging geti hafist strax í haust.
     
10.   1808120 - Samningur um frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg
  Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar því að frístundaakstur sé að hefjast í sveitarfélaginu og vonar að þessi þjónusta muni nýtast íbúum vel.
     
11.   1808061 - Samningur GOS og Vegagerðarinnar vegna bóta á Suðurlandsvegi
  Lagt fram til kynningar.
     
12.   1807061 - Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands 2018
  Lagt fram til kynningar.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45
Guðbjörg Jónsdóttir   Guðmundur Kr. Jónsson
Jóna Sólveig Elínardóttir   Kjartan Björnsson
Karolina Zoch   Bragi Bjarnason

Þetta vefsvæði byggir á Eplica