Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.2.2013

1. fundur íþrótta- og menningarnefndar

 1. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður B-lista,  

Formaður býður nefndarmenn velkomna til starfa í þessari sameinuðu íþrótta- og menningarnefnd.

 Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. 

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1. 1301325 - Starfshættir íþrótta- og menningarnefndar
Menningar- og frístundafulltrúi fer yfir helstu atriði þeirra málaflokka sem heyra undir nefndina en það eru íþrótta- og tómstundamál, safna- og menningarmál sem og forvarnarmál. Lagt til að nefndin hafi fastan fundartíma annan miðvikudag í mánuði og fundartími verði 07:15 að morgni. Samþykkt samhljóða.

 

Formaður leggur síðan til að Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, verði varaformaður nefndarinnar og Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista verði ritari. Samþykkt samhljóða.

2. 1301051 - Erindisbréf íþrótta- og menningarnefndar
Farið yfir drög að erindisbréfi nefndarinnar. ÍMÁ samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti en biður starfsmann að skoða tvö atriði varðandi opna fundi og fjölda nefndarmanna svo fundir og bókanir séu löglegar. Samþykkt samhljóða.

3. 1103146 - Undirbúningur að landsmótum UMFÍ 2012 og 2013 í Árborg
Menningar- og frístundafulltrúi fer yfir stöðu mála. Fram kom að framkvæmdanefnd landsmótsins 2013 óski eftir nánara samstarfi við sveitarfélagið um afþreyingu fyrir gesti mótsins og komu fram ýmsar hugmyndir þess efnis. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram og upplýsa nefndina um framgang mála. Samþykkt samhljóða.

Áður á dagskrá 22.fundar menningarnefndar.

4. 1211072 - Styrkbeiðni Listahátíð Íslands
Málið hafði áður verið á dagskrá 22.fundar menningarnefndar. Farið yfir forsögu málsins og það rætt. Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

5. 1301321 - Þátttökugjöld í félags- og íþróttastarfi og stuðningur sveitarfélagsins

Þorlákur H. Helgason, nefndarmaður, S – lista, leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Íþrótta- og menningarnefnd óski eftir upplýsingum um þátttökugjöld og afslætti hjá þeim félagasamtökum sem bjóða upp á starfsemi fyrir börn og ungmenni. Einnig að tekin verði saman listi um fjárútlát sveitarfélagsins til félagasamtaka, s.s. samningar og aðrir beinir styrkir."

 

Kjartan Björnsson, nefndarmaður, D – lista, leggur til að bætt verði við fyrirspurnina hvernig menntun þjálfari/kennari hefur hjá þeim félagasamtökum sem rukka þátttökugjöld. Starfsmanni nefndarinnar falið að safna saman upplýsingunum og leggja fyrir eins fljótt og kostur er. Samþykkt samhljóða.

Erindi til kynningar

6. 1301326 - Óskað eftir umsóknum til menningarráðs fyrir árið 2013
Lagðar fram auglýsingar frá menningarráði annars vegar um verkefnastyrki og hins vegar stofn- og rekstrarstyrki. Umsóknarfrestur er til 17.febrúar nk. og hvetur nefndin áhugasama yil að kynna sér úthlutunarreglur og sækja um í sjóðina. Nánari upplýsingar má finna á vef markaðsstofu suðurlands.

7. 1301114 - Lífshlaupið 2013
Lagt fram bréf frá ÍSÍ til upplýsingar um Lífshlaupið 2013. Nefndin hvetur starfsfólk sem og íbúa alla til þátttöku.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:15

Kjartan Björnsson                                         
Grímur Arnarson
Brynhildur Jónsdóttir                                               
Þorlákur H Helgason
Björn Harðarson

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica