1. fundur íþrótta- og tómstundanefnd
1. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 30. september 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður D-lista,
Erling Rúnar Huldarson, nefndarmaður S-lista,
Bragi Bjarnason. íþrótta- og tómstundafulltrúi,
Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál. Annað um Beiðni Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss um breytingar á útbúnaði og íþróttahúsi Vallaskóla sem var vísað til nefndarinn af bæjarráði og beiðni íþróttafélags FSu um að fá að skipta um körfuboltakörfur. Var það samþykkt samhljóða og málin tekin fyrir sem liður 8 og 9 undir almenn afgreiðslumál.
Bragi Bjarnason ritar fundargerð
Dagskrá:
1. 1009275 - Íþrótta- og tómstundanefnd 2010-2014
Formaður bauð nefndarmenn velkomna á þennan fyrsta fund nefndarinnar. Hann fór yfir og ræddi ýmis mál varðandi nefndina og störf hennar. Ákveðið og samþykkt samhljóða, að fyrsta mál á næsta fundi verði, að yfirfara og uppfæra erindisbréf fyrir íþrótta- og tómstundanefnd, sem sent verði til bæjarstjórnar. íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir málaflokkinn og afhendi fundarmönnum ýmis gögn til upplýsingar, s.s. fjölda samninga við íþrótta- og tómstundafélög og stöðu á hvatagreiðslum. Formaður leggur til að næsta fundi verði mánudaginn 1.nóv. nk. kl. 17:00. Jafnframt bar formaður upp þá tillögu að Þorsteinn Magnússon, fulltrúi D-lista verði varaformaður nefndarinnar. Samþykkt samhljóða
2. 1009229 - Styrkbeiðni - viðhald á húsnæði skátafélagsins
ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að gera kostnaðaráætlun í samstarfi við skátafélagið og leggja fyrir næsta fund.
3. 1009043 - Styrkbeiðni - kaup á fimleikaáhaldi fyrir Umf. Selfoss
ÍTÁ tekur vel í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun 2011 þar sem ekki er gert ráð fyrir peningum til áhaldakaupa í fjárhagsáætlun 2010.
4. 1005171 - Styrkbeiðni - Bætt aðstaða fyrir fimleikadeild UMF Stokkseyrar
ÍTÁ felur íþrótta og tómstundafulltrúa að nálgast kostnaðaráætlun frá framkvæmda- og veitusviði um nauðsynlegar viðgerðir á íþróttahúsinu á Stokkseyri og leggja fyrir næsta fund. Beiðni um fjármagn til áhaldakaupa er vísað því til vinnu við fjárhagsáætlun 2011 þar sem ekki er gert ráð fyrir peningum til áhaldakaupa í fjárhagsáætlun 2010.
5. 1009239 - Beiðni um gistiaðstöðu í skóla vegna glímumóts
ÍTÁ samþykkir beiðnina og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram með skólanum.
6. 1007059 - Skólahreysti 2011
Málið rætt. ÍTÁ hvetur alla grunnskóla í Árborg til að taka þátt og senda keppendur í Skólahreysti 2011.
7. 1007001 - Ráðstefna - Æskan rödd framtíðar
ÍTÁ leggur til að sveitarfélagið sendi fulltrúa á ráðstefnuna. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.
8. 1009227 - Beiðni Handknattleiksd. UMFS um breytingar á útbúnaði í íþróttahúsi Vallaskóla
ÍTÁ óskar handknattleiksdeildinni góðs gengis í deild þeirra bestu í vetur. Breytingarn myndu auka stemmninguna á leikjunum og bæta aðstöðu starfsmanna á leikjum. ÍTÁ leggur til við bæjarráð að erindið verði tekið inn í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2011.
9. 1009280 - Ósk íþf. FSu um að skipta um körfuboltakörfur á lóð Vallaskóla
ÍTÁ samþykkir beiðnina og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram í samráði við framkvæmda- og veitusvið.
10. 1009013 - Íþrótta- og æskulýðsmál ríkis og sveitarfélaga
Svör Menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka sveitarfélaga um íþrótta- og tómstundamál kynnt. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.
11. 1001181 - Unglingalandsmót UMFÍ sumarið 2012
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir stöðu mála. Fram kom að tjaldstæði yrðu gerð við Suðurhóla.
12. 1009070 - Safnahelgi á Suðurlandi 2010
ÍTÁ þakka upplýsingarnar
13. 1006096 - Rekstrarsamningur vegna Gagnheiðar 3
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og vonast til að húsnæðismál Taekwondo- og júdódeildar Umf. Selfoss leysist sem fyrst.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20
Grímur Arnarson
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarson
Bragi Bjarnason