Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


15.3.2018

1. fundur Hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps

  1. Fundur nýs Hverfisráðs fyrrum Sandvíkurhrepps 27. nóvember 2017 var haldinn að Eyravegi 27, Selfossi kl. 20.00. 
Mættir voru allir kjörnir fulltrúar ráðsins; Aldís Pálsdóttir, Anna Valgerður Sigurðardóttir, Margrét Kr. Erlingsdóttir formaður, Oddur Hafsteinsson og Páll Sigurðsson Arna Ýr Gunnarsdóttir og Kjartan Björnsson  bæjarfulltrúar með áheyrn forfölluðust.  Formaður setti fund. 1.    Stjórn skipti með sér verkum; varaformaður var kjörin Anna Valgerður Sigurðardóttir og ritari Páll Sigurðsson. 2.    Ákveðið var að ráðið fundaði annan mánudag í mánuði kl. 20.00 að Eyravegi 27, Selfossi. 3.    Rætt var um umferðaröryggi um hreppinn.  a.    Hraðatakmarkanir á Strokkhólsveg frá Stóru-Sandvík að Eyrarbakkavegi.  b.    Reiðvegi, göngu- og hjólastíga um Sandvíkurhrepp. c.    Slitlag á vegi; Byggðarhornsveg og Votmúlaveg. d.    Hringtorg og að- og fráreinar við vegamótin inn í Tjarnabyggð.   4.    Tímasetningar og tilhögun skólaaksturs. 5.    Snjómokstur í Sandvíkurhreppi og í Tjarnabyggð. 6.    Upptyppinn að Lækjamótum. 7.    Hverfisráðið lýsir yfir ánægju með að nú sjái fyrir endann á nýjum vegi framhjá Votmúla og að ljósleiðari verði senn lagður um hreppinn. 8.    Athugun á tilhögun og hugsanlegum úrbótum á skólaakstri bíður næsta fundar.   Næsti fundur ákveðinn 8. jan. 2018 kl. 20. Fundi slitið.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica