1. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar
1. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar Árborgar kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 6. júlí 2010 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 15:00
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Jón Jónsson, varamaður D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður B-lista,
Kjartan Ólason, nefndarmaður S-lista,
Snorri Baldursson, f.h. slökkviliðsstjóra,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi,
Birkir Pétursson, starfsmaður,
Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi,
Dagskrá:
Samþykktir byggingafulltrúa
1 1006074 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir vatnslögn á opnu svæði við Ingólfsfjall í tengslum við vatnsöflun. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar, kt:650598-2029, Austurvegi 2, 800 Selfoss
Samþykkt.
2 1006097 - Umsókn um leyfi til niðurrifs á húsi vegna jarðskjálftaskemmda að Skipum I Stokkseyrarhreppi. Umsækjandi: Ólafur Benediktsson, kt:190350-2749, Austurbergi 16, 111 Reykjavík.
Samþykkt.
3 1006025 - Óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstur gististaðar í flokki V að Gónhóli, Eyrargötu 51-53, Eyrarbakka. Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi, kt:461278-0279, Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss.
Samþykkt.
4 1006070 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir færanlegu íbúðarhúsi að Eyði-Sandvík. Umsækjandi: Ólafur Ingi Sigurmundsson, kt:180261-5599, Eyði-Sandvík, 801 Selfoss.
Samþykkt.
5 0911023 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Austurvegi 56 Selfossi. Umsækjandi: Efnalaug Suðurlands, kt:681292-2769, Austurvegi 56, 800 Selfoss og Baldvin og Þorvaldur ehf, kt:641197-2469, Austurvegi 56, 800 Selfoss.
Samþykkt.
6 1005045 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir áhorfendastúku að íþróttasvæði við Engjaveg 52 Selfossi. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg, kt:650598-2029, Austurvegi 2, 800 Selfoss.
Samþykkt.
7 1006031 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á húsnæði að Merkigili, Eyrargötu 65, Eyrarbakka. Umsækjandi: Gísli R. Kristjánsson, kt:200972-3769, Hellubakka 10, 800 Selfoss og Guðmundur Kristjánsson, kt:161164-4299, Háeyrarvöllum 4, 820 Eyrarbakka.
Samþykkt
8 1006068 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við safnaðarheimili Selfosskirkju að Kirkjuvegi, Selfossi. Umsækjandi: Selfosskirkja, kt:560269-2269, Kirkjuvegi, 800 Selfoss.
Samþykkt.
9 1007021 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu Baugstjörn 1b Selfossi. Umsækjandi: Hrafnkell Björnsson, kt:071069-4439, Baugstjörn 1b, 800 Selfoss.
Samþykkt.
Erindi til kynningar
10 0504045 - Álit skipulagsstofnunar. Tvöföldun Suðurlandsvegar. Lagt fram.
Erindið kynnt, helstu niðurstöður á bls 2.
Almenn afgreiðslumál
11 1007005 - Kosning varaformanns
Tómas Ellert Tómasson er kosinn varaformaður með samhljóða atkvæðum.
12 1006095 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir tengihús vegna Vatnsveitu Árborgar. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar, kt: 650598-2029, Austurvegi 67, 800 Selfoss.
Samþykkt til 12 mánaða.
13 0705037 - Umsókn um breytingu á þaki hesthúss að Norðurtröð 4, Selfossi, áður á dagskrá 24.maí 2007. Umsækjandi: Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Engjavegi 77, 800 Selfoss.
Óskað er eftir teikningum til grenndarkynningar í hverfinu.
14 1006060 - Óskað er umsagnar um landaskipti að Móskógum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landaskipti að Móskógum.
15 1006088 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg frá Nýjabæ að Austurkoti. Umsækjandi: Hestamannafélagið Sleipnir, kt: 590583-0309, Pósthólf 174, 802 Selfoss.
Samþykkt með fyrirvara um að haft verði samráð við skipulags- og byggingarfulltrúa um nánari legu reiðvegarins.
16 1006077 - Umsókn um stöðuleyfi veitingabílsins Seylon sunnan við Tryggvatorg. Umsækjandi: Jean-Rémi Chareyre og Renuka Perera, Suðurbraut 14, 801 Selfoss.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
17 1006069 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir vegi við Kaldaðarnes. Umsækjandi: Ingibjörg Eyþórsdóttir, kt: 140536-3699, Kaldaðarnesi, 801 Selfoss.
Samþykkt.
18 1006023 - Umsókn um stöðuleyfi hjólhýsis að Skipum. Umsækjandi: Gísli V. Jónsson, kt: 020250-3569, Hörðukór 1, 203 Kópavogur.
Samþykkt til 6 mánaða.
19 1006022 - Umsókn um stöðuleyfi vinnuskúrs að Skipum. Umsækjandi: Gísli V. Jónsson, kt: 020250-3569, Hörðukór 1, 203 Kópavogur.
Samþykkt til 6 mánaða.
20 1006024 - Umsókn um stækkun á lóð að Strandgötu 9A, Stokkseyri. Umsækjandi: Ingibjörg V. Ottósdóttir, kt: 150378-4009, og Bergur Geirsson, kt: 010882-3899, Strandgötu 9A, 825 Stokkseyri.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
21 0912115 - Fyrirspurn um byggingarleyfi að Baugstjörn 1b. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Hrafnkell Björnsson, kt: 071069-4439, Baugstjörn 1b, 800 Selfoss.
Grenndarkynning kynnt, engar athugasemdir bárust, breytingin samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfið.
22 1005149 - Óskað var umsagnar vegna breytingar á útgefnu gistileyfi úr flokki III í flokk V. Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir hafa borist. Umsækjandi: Sýslumaðurinn á Selfossi, kt: 461278-0279, Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar umsókn Auðsala um opnunartíma til kl. 01 alla daga og til kl. 03 aðfaranótt laugardags, sunnudags og almenns frídags vegna framkominna athugasemda. Nefndin getur fallist á opnunartíma til kl. 23 alla daga og til kl. 01 aðfaranótt laugardags, sunnudags og almenns frídags.
23 0810020 - Óskað er umsagnar um hundasleppisvæði neðan við Klifið og að svæðið verði skilgreint sem útivistarsvæði fyrir hunda.
Umhverfis- og skipulagsnefnd mælir með svæðinu norðaustan við Arnberg og að bílastæði verði norðaustan við geymsluskúr Arnbergs.
24 1004085 - Tillaga að deiliskipulagi að Litlu Sandvík 1. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust. Umsækjandi: Verkfræðistofa Suðurlands, Austurvegi 3-5, 800 Selfoss.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.
25 0910021 - Tillaga að deiliskipulagi við Ranakot á Stokkseyri. Tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir hafa borist. Umsækjandi: fyrir hönd Stokkseyringafélagsins, Siggeir Ingólfsson, kt: 170952-2359, Eyrargötu 36, 820 Eyrarbakki.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum.
26 1006090 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista: Í ljósi fregna af fundi í umhverfis- og skipulagsnefnd í júní sl. þar sem átta af tíu aðal- og varafulltrúum voru boðaðir, það er fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en fulltrúum Samfylkingarinnar var ekki boðin seta, er eftirfarandi fyrirspurn lögð fram: Hverju sætir það að ekki voru allir aðal- og varafulltrúar nefndarinnar boðaðir á fyrrnefndan fund?
Bókun frá Gunnari Egilssyni, formanni umhverfis- og skipulagsnefndar:
Enginn formlegur fundur hefur verið boðaður eða haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd þegar fyrirspurnin var lögð fram.
Þessi fyrirspurn er byggð upp á sögusögnum án tilraunar til að kanna réttmæti hennar. Hins vegar þótti undirrituðum formanni nefndarinnar rétt, í ljósi þess að meirihluti kosinna fulltrúa í umhverfis- og skipulagsnefnd eru nýliðar, jafnvel bæði í nefndinni og sveitastjórnarmálum, að fá Bárð Guðmundsson til að kynna fyrir þessum fulltrúum starfssvið og verklagsreglur nefndarinnar. Ekki var talin ástæða til að bjóða fulltrúum Samfylkingarinnar á þessa nýliðafræðslu þar sem ætla mátti að þeim væru störf nefndarinnar vel kunnug eftir að hafa farið með formennsku nefndarinnar og verið starfandi í meirihluta síðasta kjörtímabil. Velkomið er að bæta úr þekkingarskorti fyrirspyrjanda ef hann telur þörf á og þess er óskað.
Formaður nefndarinnar hefur ekki í hyggju að útiloka neinn fulltrúa frá boðuðum nefndarfundum í umhverfis- og skipulagsmálum Árborgar, en áskilur sér rétt til að leita eftir upplýsingum og leiðbeiningum til handa nefndarmönnum ef þurfa þykir.
Þannig verði tryggt að sem best verði unnið að þeim málefnum sem upp kunna að koma á starfstímabilinu.
Gunnar Egilsson,
formaður umhverfis- og skipulagsnefndar.
27 0910021 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista: Hvernig stendur á því að Þuríðargarður á Stokkseyri hefur hlotið vígslu og þar með formlega viðurkenningu áður en deiluskipulag varðandi garðinn hefur endanlega verið samþykkt? Hvaða fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar komu að þessu máli? Hefur verið gerður samningur við Stokkseyringafélagið um umsjón garðsins? Hafa komið fram athugasemdir varðandi deiliskipulagstillöguna sem var í auglýsingu?
Bókun frá fulltrúum D- lista:
Fyrirspurnin á ekki við því núverandi bæjarstjórn tók við 14. júní 2010 en svonefnd "vígsla" garðsins fór fram 6. júní 2010 og er því rétt að beina þessari fyrirspurn til fráfarandi bæjarstjórnarmeirihluta. Að öðru leyti er vísað til afgreiðslu á máli nr. 25.
Bókun frá fulltrúa S- lista:
Fulltrúi S- lista mótmælir því að fá ekki skýr svör við fyrirspurninni.
Bókun frá fulltrúum D- lista:
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um málið.
28 1004077 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista varðandi sumarhús að Bankavegi 1. Hafa dagsektir sem samþykktar voru í bæjarstjórn komið til framkvæmda?
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins og fór yfir næstu skref í málinu sem eru þau að bæjarráð hefur falið skipulags- og byggingarfulltrúa að gera samning um lok málsins.
29 0908057 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista varðandi Sigtún 1a (Ingólf )Hvað tefur framkvæmdir á þessari lóð? Hefur þetta mál komið til kasta lögfræðings Árborgar?
Afgreiðslu fyrirspurnar frestað vegna upplýsingaöflunar.
30 0912088 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista varðandi lóð Ræktunarsambands Flóa og Skeiða utan skipulags, norðan flugvallar. Hefur verið gengið frá yfirtöku sveitarfélagsins á lóð þeirri sem hér um ræðir? Þarf ekki að ganga frá deiliskipulagi þessarar lóðar?
Málið er í vinnslu hjá bæjarritara og hafa viðræður átt sér stað um flutning. Samkvæmt tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar er lagt til að þarna verði kennslusvæði fyrir ökukennslu m.m.
31 0904149 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista varðandi Austurveg 35 , ólögleg bílastæði. Hvenær hefst lagfæring á þessu bílastæði þannig að það verði í samræmi við samþykkt skipulag?
Afgreiðslu fyrirspurnarinnar frestað til næsta fundar.
32 0909105 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista varðandi færslu á reiðvegi meðfram Gaulverjabæjarvegi. Hvenær verður hafist handa við færslu reiðvegarins út úr öryggissvæði stofnbrautarinnar?
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru ekki fyrirhugaðar framkvæmdir við færslu reiðvegarins að sinni. Umhverfis- og skipulagsnefnd mun halda málinu opnu og taka málið upp og ræða við Vegagerðina á haustdögum.
33 1006100 - Fyrirspurn frá Kjartani Ólasyni, fulltrúa S-lista varðandi reiðleiðir út frá hesthúsahverfi á Selfossi. Hvaða úrbætur eru fyrirhugaðar í þessu efni fyrir næsta vetur?
Málið er í vinnslu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:00
Gunnar Egilsson
Tómas Ellert Tómasson
Jón Jónsson Íris Böðvarsdóttir
Kjartan Ólason
Snorri Baldursson
Guðmundur Elíasson
Bárður Guðmundsson
Birkir Pétursson
Gísli Davíð Sævarsson