10. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
10. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 5. september 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála
Einar Guðmundsson, varamaður D-lista
Dagskrá:
1. 0706072 - Hjólabrettaaðstaða í Sveitarfélaginu Árborg
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og felur verkefnisstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við framkvæmda- og veitusvið svo og aðra hlutaðeigandi aðila sem málið varðar. ÍTÁ felur verkefnisstjóra að vinna málið áfram og kanna ma. kostnað við tækjakaup, fjölda þeirra sem hugsanlega stunda íþróttina hérna í sveitarfélaginu og afla frekari upplýsinga varðandi hjólabrettaaðstöðu og iðkun í sambærilegum sveitarfélögum.
2. 0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar
„ÍTÁ samþykkir fyrir sitt leyti hugmyndir verkefnisstjóra um vinnulag við endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar og leggur til við bæjarráð að honum verði falið að ganga til samninga við Rækt ehf. um að fyrirtækið taki verkið að sér. Í því felist endurskoðun núverandi íþrótta- og tómstundastefnu, þarfagreining varðandi aðstöðu og mannvirki, endurskoðun verklags við úthlutun styrkja, almenn úttekt á samskiptum við íþrótta- og tómstundafélög og íbúa sveitarfélagsins í málaflokkum sem heyra undir nefndina, í þeim tilgangi að auka skilvirkni, bæta þjónustu og nýta sem allra best það fé sem varið er til íþrótta- og tómstundamála.“ Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum D - lista.
3. 0708148 - Starfsleyfi fyrir líkamsræktaraðstöðu og úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 30.08.2007.
Fyrir liggur úttekt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um það hvaða endurbætur þurfi til að salur í kjallara Sundhallar Selfoss verði nothæfur í tilefni erinda Bryndísar Guðmundsdóttur vegna Rope Yoga og erindis Nautiliusar um samstarf. Þá liggur og fyrir sú ákvörðun framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar og eignardeildar, sem tekin var sl. vor, um að ekki yrði sett aukafjármagn í frekari endurbætur á salarkynnunum árið 2007.
4. 0708124 - Rope Yoga - greinargerð Bryndísar Guðmundsdóttur
ÍTÁ þakkar Bryndísi erindið og felur verkefnisstjóra að ræða við bréfritara m.t.v. í mál no. 3.á fundinum.
5. 0604016 - Samstarf um rekstur heilsuræktarstöðvar í Sundhöll
ÍTÁ þakkar Nautilusi erindið og felur verkefnisstjóra að ræða við bréfritara m.t.v. í mál no. 3.á fundinum.
6. 0709011 - Ungmennahús Árborgar
„ÍTÁ leggur til við bæjarráð að hefja nú þegar undirbúning að opnun „ungmennahúss“ fyrir aldurinn 16-25 ára íbúa sveitarfélagsins. Verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála verði falið að móta tillögur um innra starf og rekstrarform í samstarfi við vinnuhóp sem starfandi er og að áætla kostnað við rekstur hússins og leggja þær fram tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2008. Einnig verði verkefnisstjóra falið að leita að heppilegu húsnæði. Til dæmis að meta hvort Pakkhúsið gæti nýst til að skjóta rótum undir starfsemina.“ Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar:
7. 0708119 - Greinagerð forstöðum. Zelzíusar til ITÁ haustið 2007
Gréta Sverrisdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar Zelzíusar, kom á fundinn og gerði grein fyrir helstu atriðum í fyrirhuguðu vetrarstarfi félagsmiðstöðvarinnar og Selsins, sem er félagsstarf fatlaðra. Sömuleiðis fór hún yfir greinagerð þá,sem kallað var eftir frá 9. fundi ÍTÁ. Kom inn á ákveðnar hugmyndir varðandi hjólabrettavöllinn,nefndi hugmyndir um brettaklúbb,kom inn á samgöngurnar og rútuferðir og hugmyndir sem verið hafa uppi um ákveðna starfsemi niður við strönd, sagðist hlakka til að fá krakkana úr Flóaskólanum, og nokkur atriði varðandi húsnæðið og þeirra annmarka sem á því eru varðandi rekstur félagsmiðstöðvar, s.s aðgengi fatlaðra, til hljómsveitaræfingar. En hún sagði hugmyndir uppi að athuga hvort ekki þurfi að gera á því breytingar til að nýta það betur og fá meiri virkni í starfsemina, s.s.dansklúbbar oþh. ÍTÁ þakkar forstöðumanni komuna og greinagóð svör.
8. 0703088 - Brúarhlaupið 2007
Helgi S. Haraldsson gerði grein fyrir framkvæmd hlaupsins. Þar kom m.a.fram: Brúarhlaup Selfoss var haldið í 17. sinn á laugardaginn var. Hlaupið var ræst af brúnni en nýjar hlaupaleiðir voru farnar. Verðlaunaafhending og mark var staðsett á Bankavegi við Landsbankann.
Tókst hlaupið vel og þátttakendur voru vel á fimmta hundrað. Sigurvegari í hálfmaraþoni (21,1 km) karla var Valur Þórsson á 1:20:15 og hjá konunum var Jórunn Viðar Valgeirsdóttir fyrst í mark á 1:43:06.- 2,5 km skemmtiskokk: Karlar: Elvar Örn Hjaltason 8:36,Konur: Ástrós Hilmarsdóttir 11:13. - 5,0 km skemmtiskokk; Karlar: Stefán Már Ágústsson 17:55, Konur: Aníta Hinriksdóttir 20:05;- 10 km hlaup; Karlar: Sigurður Böðvar Hansen 35:44
Konur: Una Hlín Valtýsdóttir 43:19; -5 km hjólreiðar, Karlar: Hafsteinn Daðason 10:52, Konur: Telma Ósk Arnarsdóttir 13:57; - 10 km hjólreiðar, Karlar: Hartmann Bragason 24:45, Konur: Jóhanna Guðjónsdóttir Öfjörð 27:01. Elstu hlaupararnir voru Sigríður O. Þorgeirsdóttir fædd 1930 og Þór Vigfússon fæddur 1936.
9. 0708089 - Vinna við forvarnir 2007
Verkefnisstjóri gerði m.a.grein fyrir átaksverkefni því sem unnið var undir stjórn framkvæmdastjóra, Ragnheiðar Thorlacius, og starfsmanna á vinnufundi í maí 2007. Sömuleiðis fór hann yfir helstu atriði varðandi heimsóknir lögreglu og annarra starfsmanna Fjölskyldumiðstöðvar í grunnskóla sveitarfélagsins. Þar kom fram að starfsmenn myndu hitta foreldra allra 8. - 10. bekkja og unglinga og þessum heimsóknum yrði fylgt eftir með bréfi til unglingsins og forráðamanna. Þar verði komið inn á útivistartímann, foreldrarölt o.fl. Öllum fyrstu bekkingum verður og sent bréf eins og undanfarin ár ásamt segulspjaldi sem þar sem útivistartíminn er skráður á.
Einnig greindi verkefnisstjóri frá því að væntanlega væru blaðagreinar frá starfsmönnum Fjölskyldumiðstöðvar varðandi forvarnir og breytingar á högum þeirra sem eru að skipta um skólastig. Sömuleiðis upplýsti verkefnisstjóri að í næstu viku yrði forvarnarhópurinn boðaður á fund og þar yrðu kynntar niðurstöður vinnuhóps Fjölskyldumiðstöðvarinnar frá því í vor og framhaldið rætt. Á síðari hluta þess fundar yrði skýrsla Rannsóknar $greiningar á vímuefnaneyslu ungs fólks í Árborg 2007 kynntar. Fleira er á döfinni varðandi forvarnir sem verkefnisstjóri mun kynna nánar í fyllingu tímans.
10. 0707164 - Selurinn - Félagsmiðstöðin Zelzíus
Verkefnisstjóri tók undir orð forstöðumanns varðandi starfsemi Selsins sem er félagsstarf fatlaðra og mikilvægi þess að mæta þörfum þeirra. Hann bar fundinum kveðjur frá Sighvati Blöndahl og konu hans sem sjá um starfsemina í samráði við forstöðumann. Hann sagði félaga ákaflega ánægða og þakkláta fyrir starfsemina. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.
11. 0706110 - Þjónustusamningur 2008 -
Ungmennafélag Selfoss - Endurskoðun hafin
Verkefnisstjóri greinir frá því að vinna við endurskoðun þjónustusamnings Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss sé hafinn, en samningurinn rennur úr gildi um næstu áramót. Framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvarinnar og verkefnisstjóri hitti formann og framkvæmdastjóra félagsins á fundi í Ráðhúsinu í júní sl. þar sem félagið lagði fram áherslur sínar í samningagerðinni og farið var yfir málið. Stefnt er að frekari fundum með félaginu á næstu vikum.
12. 0709002 - Þjónustusamningur 2007 - hjólabrettavöllur
Ungmennafélag Stokkseyrar
Verkefnisstjóri hitti formann Ungmennafélags Stokkseyrar Ingibjörgu og meðstjórnanda Gylfa Gíslason og fóru þau yfir gildandi samning varðandi Hjólabrettavöllinn. Þau voru sammála að gera nýjan samning með eftirfarandi viðbótum. 1. Þjónustusamningnum verði hægt að segja upp/ rifta með mánaðar fyrirvara ef annar hvor aðilinn verður uppvís að gróflegum vanefndum þjónustusamningsins. Ósk um slíkan gjörning yrði að berast skriflega. 2. Þjónustusamningurinn mun gilda í eitt ár í senn og endurnýjast sjálfkrafa um eitt ár óbreyttur nema annar hvor aðilinn óski eftir endurskoðun. Skal skrifleg beiðni þar um berast í síðasta lagi fyrir 1. nóvember ár hver. 3. Þjónustuaðilar skulu geta þess í ræðu og riti, að sveitarfélagið kaupi þessa þjónustu af viðkomandi og styrki þar með starfsemina þess. Svo og skal lógó sveitarfélagsins birtast í auglýsingum / á plakötum . Sú fjárupphæð sem sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustuna skal uppfærast í samræmi við þær reglur sem gilda við fjárhagsáætlanagerð Sveitarfélagsins Árborgar hverju sinni. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir sig sammála og samþykka þessum viðbótum og felur verkefnisstjóra að ljúka málinu.
13. 0709003 - Þjónustusamningur 2007 - knattspyrnuvöllur Stokkseyrar
Verkefnisstjóri hitti formann Ungmennafélags Stokkseyrar Ingibjörgu og meðstjórnanda Gylfa Gíslason og fóru þau yfir gildandi samning varðandi knattspyrnuvöllinn. Þau voru sammála að gera nýjan samning með eftirfarandi viðbótum. 1. Þjónustusamningnum verði hægt að segja upp/ rifta með mánaðar fyrirvara ef annar hvor aðilinn verður uppvís að gróflegum vanefndum þjónustusamningsins. Ósk um slíkan gjörning yrði að berast skriflega. 2. Þjónustusamningurinn mun gilda í eitt ár í senn og endurnýjast sjálfkrafa um eitt ár óbreyttur nema annar hvor aðilinn óski eftir endurskoðun. Skal skrifleg beiðni þar um berast í síðasta lagi fyrir 1. nóvember ár hver. 3. Þjónustuaðilar skulu geta þess í ræðu og riti, að sveitarfélagið kaupi þessa þjónustu af viðkomandi og styrki þar með starfsemina þess. Svo og skal lógó sveitarfélagsins birtast í auglýsingum / á plakötum . Sú fjárupphæð sem sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustuna skal uppfærast í samræmi við þær reglur sem gilda við fjárhagsáætlanagerð Sveitarfélagsins Árborgar hverju sinni. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir sig sammála og samþykka þessum viðbótum og felur verkefnisstjóra að ljúka málinu.
14. 0708136 - Þjónustusamningur 2007
Verkefnisstjóri gerði grein fyrir eftirfarandi. Hann ákvað að koma með þetta inn á þennan fund til kynningar þó svo þessi samningur eigi etv. frekar heima inn í Lista- og menningarnefnd. En fordæmið eru 17. júní hátíðarhöldin á Selfossi sem UMFS hefur yfirumsjón með.
Enginn skriflegur þjónustusamningur er til varðandi þjónustukaup af Kvenfélaginu á Eyrarbakka. Verkefnisstjóri hitti formann kvenfélagsins Eygerði Þórisdóttur og urðu þau ásátt um þau atriði sem setja skal inn í væntanlegan þjónustusamning. Þar voru m.a. Sjá um að útvega fjallkonu, sjá um flöggun, skemmti- og hátíðardagskrá, kaffiveitingar og fl. Verkefnisstjóra þykir rétt að benda á að fjárhæð sú sem kvenfélaginu hefur verið greitt fyrir þjónustuna hefur ekki hækkað sl 10 ár. Enda hafa þær þurft að borga með sér síðastliðin ár. Verkefnisstjóri leggur til að tekið verði tillit til verðþróunar sl. ára og fjárhæðin færð til dagsins dag. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og er sammála hækkun og felur honum að ljúka málinu.
15. 0708135 - Þjónustusamningur 2007
Framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar og verkefnisstjóri hittu formann og gjaldkera Golfklúbbs Selfoss á dögunum. Þjónustusamningurinn við Golfklúbbinn er útrunninn. Þau voru sammála að gera nýjan samning með eftirfarandi viðbótum. 1. Þjónustusamningnum verði hægt að segja upp/ rifta með mánaðar fyrirvara ef annar hvor aðilinn verður uppvís að gróflegum vanefndum þjónustusamningsins. Ósk um slíkan gjörning yrði að berast skriflega. 2. Þjónustusamningurinn mun gilda í eitt ár í senn og endurnýjast sjálfkrafa um eitt ár óbreyttur nema annar hvor aðilinn óski eftir endurskoðun. Skal skrifleg beiðni þar um berast í síðasta lagi fyrir 1. nóvember ár hver. 3. Þjónustuaðilar skulu geta þess í ræðu og riti, að sveitarfélagið kaupi þessa þjónustu af viðkomandi og styrki þar með starfsemina þess. Svo og skal lógó sveitarfélagsins birtast í auglýsingum / á plakötum . Sú fjárupphæð sem sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustuna skal uppfærast í samræmi við þær reglur sem gilda við fjárhagsáætlanagerð Sveitarfélagsins Árborgar hverju sinni. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir sig sammála og samþykka þessum viðbótum og felur verkefnisstjóra að ljúka málinu.
16. 0706126 - Götuleikhús Árborgar 2007
Verkefnisstjóri lagði fram þessi gögn til kynningar og jafnframt fór hann yfir starfsemi sumarsins. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og þakkar krökkunum sem störfuðu í Götuleikhúsinu í sumar sérstaklega og leiðbeinanda þeirra Höllu Dröfn Jónsdóttur. Þau hafi svo sannarlega sett skemmtilegan svip á bæinn í sumar og glatt bæði unga og aldna með heimsóknum og uppákomum.
17. 0706103 - Vímuefnaneysla ungs fólks í Árborg 2007
Verkefnisstjóri minnti fundarmenn á skýrsluna "Vímuefnaneysla ungs fólks í Árborg - Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8.,9.,og 10.bekk í Árborg 2007, sem þeir fengu afhenta fyrr í sumar. Opinn fundur verður á næstunni með starfsmönnum frá Rannsókn& greiningu og forvarnarhóp Árborgar. ÍTÁ vill hvetja sem flesta að mæta á þann fund.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:35
Gylfi Þorkelsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Sædís Ósk Harðardóttir
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Andrés Sigurvinsson
Einar Guðmundsson