10. fundur bæjarstjórnar
10. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 10. janúar 2007 kl. 17.00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson B listi
Margrét K. Erlingsdóttir B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi
Gylfi Þorkelsson S listi
Jón Hjartarson V listi
Snorri Finnlaugsson D listi
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir D listi
Auk þess situr fundinn, Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
I. Fundargerðir:
1.
a) 0606107
Leikskólanefnd frá 06.12.06
b) 0605148
Þjónustuhópur aldraðra frá 18.10.06 og 15.11.06
c) 0606112
Skipulags- og byggingarnefnd frá 01.12.06
d) 0601112
Framkvæmda- og veitustjórn frá 29.11.06
e) Byggingarnefnd Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri frá 06.11.06, 15.11.06, 22.11.06 og 30.11.06
f) 23. fundur bæjarráðs - 0606096 frá 14.12.06
2.
a) 0612040
Félagsmálanefnd frá 11.12.06
b)0606112
Skipulags- og byggingarnefnd frá 14.12.06
c) 24. fundur bæjarráðs frá 21.12.06
3.
a) 0609054
Skólanefnd grunnskóla frá 18.12.06
b) 0604078
Íþrótta og tómstundanefnd frá 20.12.06
c) 0605148
Þjónustuhópur aldraðra frá 21.12.06
d) 0607019
Menningarnefnd frá 21.12.06
e) 0607075
Umhverfisnefnd frá 20.12.06
f) 25. fundur bæjarráðs frá 29.12.06
4.
a) 26. fundur bæjarráðs frá 04.01.07
Liður 1 b) fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 15.11.06
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir áhyggjur þjónustuhóps aldraðra vegna langs biðlista eftir íbúðum í Grænumörk. Bygging Austurvegar 51-59 á m.a. að koma til móts við þennan hóp en þar sem engin sátt er um deiliskipulag þess svæðis er ljóst að sú framkvæmd mun dragast.
Ekki má gleyma því að sátt er um samþykkt deiliskipulag í Hagalandi sem ætlað er fyrir aldraða og ekkert því til fyrirstöðu að byrja þar framkvæmdir svo leysa megi húsnæðisvanda eldra fólks með sóma sem allra fyrst.
Hafa framkvæmdaaðilar þess svæðis komið að máli við meirihlutann með uppbyggingu eða rekstur hjúkrunar- og/eða þjónusturýmis i huga? Ef svo er - hver er afstaða meirihlutans til beiðninnar?
Liður 1, d) Framkvæmda- og veitustjórn
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista:
Í lok fundar Framkvæmda- og veitustjórnar 29.11.06 var rætt um að stjórnin myndi funda aftur fyrir lok árs þar sem m.a. átti að ræða samninga við landeigendur um uppbyggingu íbúðasvæða jafnframt því sem stjórnin myndi fara yfir fyrirhugaða framkvæmdaáætlun ársins 2007.
Enn hefur þessi fundur ekki verið haldinn og eru tafir á frágangi samninga við landeigendur óþarfar og valda þeim se samstarf eiga við sveitarfélagið óþarfa óþægindum.
Því spyr ég forseta bæjarstjórnar sem líka er formaður framkvæmda- og veitustjórnar og óska eftir svari hér á þessum fundi. Hvenær má reikna með að hann verði haldinn og verða þessi tvö mál á dagskrá fundarins?
Forseti bæjarstjórnar svaraði fyrirspurninni. Hann gerði grein fyrir því að af persónulegum ástæðum er varða hann, og sökum veikinda framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs, hafi dregist að halda fundinn. Fundur er áætlaður síðasta miðvikudag í janúar og verða fyrrgreind mál á dagskrá.
Liður 1, f) fundargerð bæjarráðs
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
23. fundur bæjarráðs var haldinn 14.12 og þá fól bæjarráð öðrum hvorum bæjarstjóranum, væntanlega Ragnheiði Hergeirsdóttur, að afla nánari upplýsinga um samsetningu biðlista aldraðra eftir húsnæði í Grænumörk, fyrir fund bæjarráðs 21.12. Upplýsingarnar hafa ekki borist bæjarráði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að upplýsingarnar komi inn á fund bæjarráðs 18.1.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.
Hún gerði grein fyrir ástæðu þess að upplýsingarnar hafi ekki verið lagðar fram og að unnið væri að öflun upplýsinga til framlagningar.
Liður 1, f) fundargerð bæjarráðs
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista:
Í Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar segir í 48 gr.: “Bæjarráði er ... heimil fullnaðarafgreiðsla mála sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.” Og síðar í sömu grein segir: “Ef mótakvæði kemur fram í bæjarráði við afgreiðslu máls bíður frekari vinnsla þess afgreiðslu bæjarstjórnar.”
Því förum við fram á að framvegis afgreiði bæjarstjórn sérstaklega þau mál sem ekki eru afgreidd samhljóða í bæjarráði, enda hlýtur slíkt að vera nauðsynlegt þar sem þau hafa ekki fengið endanlega afgreiðslu í bæjarráði samkvæmt samþykkt um fundarsköp. Slík afgreiðsla ber einnig vott um góða stjórnsýsluhætti.
Því leggjum við til að þeir liðir sem afgreiddir eru með ágreiningi í bæjarráði verði afgreiddir sérstaklega í bæjarstjórn héðan í frá og á þessum fundi.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, óskaði eftir fundarhléi.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans.
Meirihlutinn tekur undir það sem fram kemur í tillögu D-lista, enda í samræmi við bæjarmálasamþykkt og samþykkir tillöguna.
Fundargerðin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Liður 2, b) fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista vilja að svokallað Mjólkurbúshverfi verði skipulagt í heild sinni svo deiliskipulag þessa svæðis myndi heildstæða einingu og geti sannarlega kallast deiliskipulag. Með þessu væri bæjarstjórn Árborgar að sýna fagleg vinnubrögð. Bæjarstjórn felur skipulags- og bygginganefnd að taka til umfjöllunar að slíkt skipulag verði gert.
Greinargerð:
Núverandi deiliskipulagstillaga Austurvegar 51-59 er fordæmisgefandi varðandi hæð og legu svo stórrar byggingar í grónu íbúðahverfi, í framtíðinni. Sé deiliskipulag samþykkt óbreytt hefur það veruleg áhrif á búsetuskilyrði íbúa í hverfinu og í raun væru bæjaryfirvöld að leggja blessun sína yfir verðfellingu eigna í hverfinu.
Nú er lag fyrir bæjarstjórn Árborgar að koma í veg fyrir að sveitarfélagið verði skaðabótaskylt vegna deiliskipulagstillögunnar.
Eins og fram kemur í skipulags- og byggingarlögum er lögð áhersla á að götureitur sé tekinn til deiliskipulagningar í heild sinni í stað þess að skipuleggja einstaka lóðir.
Skipuleggja þarf Mjólkurbúshverfið í heild sinni sem tekur mið af framtíðarnýtingu og sé þannig úr garði gert að reiturinn nýtist sem best.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, óskaði eftir fundarhléi.
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:
Skipulag vegna Austurvegar 51-59 er í lögboðnu vinnuferli og er því ekki lokið. Á þessari stundu liggur niðurstaða ekki fyrir og því er ekki tímabært að taka ákvörðun um breytt skipulagsferli á þessu svæði því leggur meirihlutinn til að tillögunni verði vísað frá.
Meirihluti bæjarstjórnar.
Tillaga Gylfa var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista fagna því að samstaða er í bæjarstjórninni um tillögu D-lista um að nútímavæða bæjarstjórnarfundi og gera þannig kjósendum í Árborg auðveldara að fylgjast með störfum bæjarstjórnarinnar.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Liður 3, b) Íþrótta- og tómstundanefnd
Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Nú er starfandi vinnuhópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Markmið hans er m.a. að gera Árborg fýsilegri kost til íþróttaiðkunar en nágrannasveitarfélög. Í Hveragerði t.d. er börnum sveitarfélagsins boðið ókeypis í sund með þeim árangri að tekjur sundlaugarinnar í Laugaskarði hafa aukist.
Bæjarfulltrúar D-lista leggja áherslu á að ráðist verði strax í byggingu viðbyggingar viðSundhöll Selfosssem m.a. myndi hýsa nýtt anddyri og búningsaðstöðu. Með því er þess freistað að fá fleiri í sund og snúa rekstri Sundhallar Selfoss úr 20 m.kr. tapi 2006 í hagnað í framtíðinni.
Liður 3 f) 25. fundur bæjarráðs
5. mál á dagskrá bæjarráðs, sérstakar húsaleigubætur, var tekið til afgreiðslu þar sem mótatkvæði hafði komið fram í bæjarráði við afgreiðslu málsins.
Grímur Arnarsonlagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Á fundi bæjarráðs þann 14. september sl. var samþykkt að setja í ferli sölu á 9 félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Samþykkt þessi var staðfest af bæjarstjórn þann 11. október sl. Nú þegar hefur a.m.k. ein íbúð verið seld í samræmi við samþykkt þessa. Bæjarfulltrúar D-lista leggja áherslu á að þessari samþykkt verði framfylgt.
Afgreiðsla bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
6. mál á dagskrá bæjarráðs, kostnaðaráætlun vegna þverfaglegs vinnuhóps BES, var tekið til afgreiðslu þar sem mótatkvæði hafði komið fram í bæjarráði við afgreiðslu málsins.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.
Afgreiðsla bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Liður 3, f) fundargerð bæjarráðs
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista fagna því að bæjarráðsfulltrúar meirihlutans taki jákvæðar í ráðningu menningar- og ferðamálafulltrúa en meirihluti menningarnefndar. Við vonum að góðu máli verði veitt brautargengi með staðfestingu ráðningarinnar í fjárhagsáætlun 2007.
Fundargerðin var borin upp að undanskildum þeim málum sem þegar hafa verið borin undir atkvæði á fundinum og samþykkt samhljóða.
Liður 4, 26. fundur bæjarráðs
3. mál á dagskrá fundar bæjarráðs, ráðning bæjarstjóra, var tekið til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu þess í bæjarráði.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, vék af fundi og Þórunn Elva Bjarkadóttir, varamaður Ragnheiðar, kom inn á fundinn.
Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista:
Nú þegar bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa skrifað undir ráðningarsamning við þriðja bæjarstjórann sem er á launum á sama tíma í þeirra umboði er rétt að spyrja:
Hvað greiðir bæjarsjóður þessum þremur bæjarstjórum í heildarlaun með launatengdum gjöldum í janúar 2007?
Afgreiðsla bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar, gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista með svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Eins og fram kemur í bókun bæjarráðsfulltrúa D-lista á 26. fundi bæjarráðs þann 4. jan. sl., þá eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins andvígir því að ráðinn sé nýr bæjarstjóri í Árborg. Því greiðum við atkvæði á móti ráðningarsamningi við Ragnheiði Hergeirsdóttur.
Þórunn Elva Bjarkadóttir, S-lista, vék af fundið að þessum lið afgreiddum ogRagnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, kom inn á fundinn.
7. mál á dagskrá fundar bæjarráðs, beiðni félags eldri borgara um kaup á mini golfi, var tekið til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram við afgreiðslu þess í bæjarráði.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls.
Afgreiðsla bæjarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar, gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Fundargerðin var borin upp að undanskildum þeim málum sem þegar hafa verið borin undir atkvæði á fundinum og samþykkt samhljóða.
II. Önnur mál
1. 0607041
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista, frá 13.12.2006 um viðbrögð við erindi JÁ-verks varðandi viðbyggingu viðSundhöll Selfoss.
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar er með málið til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlanagerð vegna ársins 2007 og mun afgreiða erindið á næstu dögum.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.
2. 0512065
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista, frá 13.12.2006 varðandi skipulagsmál Austurvegar 51-59.
Skipulagsmál vegna Austurvegar 51-59 eru í lögboðnu vinnuferli og því ferli ekki lokið. Endanleg deiliskipulagstillaga mun fá eðlilega umfjöllun í skipulags- og bygginganefnd og síðan í bæjarstjórn þegar hún liggur fyrir. Þá fyrst er hægt að segja til um hver afgreiðslan verður.
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar
Þórunn Jóna Hauksdóttir, Snorri Finnlaugsson, D-lista, ogRagnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.
3. 0512065
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista, frá 13.12.2006 varðandi skipulagsmál Austurvegar 51-59.
Í skipulags og bygginganefnd er fulltrúi Framsóknarflokksins varaformaður, en hann er ekki kjörinn bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins eins fullyrt er í fyrirspurninni, heldur einungis kjörinn nefndarmaður. Um tengsl varaformanns nefndarinnar við stjórnarformann Fossafls ehf. er það eitt að segja, engin tengsl eru til staðar og þekkjast þessir aðilar ekki.
Varðandi afgreiðslu á skipulagi Austurvegar 51 – 59, skipulagið var afgreitt í Bæjarstjórn Árborgar 10. maí 2006. Aðrar afgreiðslur hafa ekki farið fram í Bæjarráði eða Bæjarstjórn Árborgar. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa þar af leiðandi hvergi haft möguleika til að keyra málið áfram í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Bæjarfulltrúar B-listans í Sveitarfélaginu Árborg,Þorvaldur Guðmundssonforseti bæjarstjórnar og Margrét K. Erlingsdóttir varaformaður bæjarráðs.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi.
Grímur ArnarsonogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls. Lagði hún fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista, halda fast við þá fullyrðingu sína að B-listi hafi keyrt áfram skipulag Austurvegar 51-59. Á fundi bæjarstjórnar 10.05. var deiliskipulag Austurvegar 51-59 tekið sérstaklega út úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 09.05, deginum áður, og afgreitt með dagskrárbreytingu þar sem málið var ekki á fundarboði bæjarstjórnar 10.05. Málið hefur verði rætt mikið síðan og vísa bæjarfulltrúar D-lista til bókunar um málið á bæjarstjórnarfundi 07.12.
4. 0701025
Tillaga fulltrúa D-lista um viðræður við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga um rekstur dagvistunar fyrir alzheimarsjúklinga í Sveitarfélaginu Árborg
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls og fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði:
Tillaga um viðræður við Félag aðstandenda alzheimersjúklinga (FAAS) um rekstur dagvistunar fyrir alzheimersjúklinga í Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarstjórn Árborgar hefur mikinn áhuga á að koma á dagvistun fyrir alzheimersjúklinga í Árborg í samvinnu við FAAS.
Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóri komi á viðræðum milli bæjarráðs og FAAS um rekstur dagvistunar fyrir alzheimersjúklinga í Árborg. Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun 2007.
Greinargerð:
Mikil þörf er á úrræðum fyrir alzheimersjúklinga á Suðurlandi þar sem komið er til móts við þarfir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Bæjarstjórn Árborgar hefur áhuga á að leggja til og viðhalda húsnæði fyrir dagdeild alzheimersjúklinga og vera í samvinnu við Félag aðstandenda alzheimarsjúklinga um rekstur dagdeildar fyrir alzheimersjúklinga.
FAAS hefur komið á framfæri óskum um samvinnu við að koma á fót slíkri dagvistun. FAAS hefur staðið að rekstri slíkrar dagvistunar á höfuðborgarsvæðinu og hefur kappkostað að huga að mannlega þættinum og heimilislegum aðstæðum til að búa sem best að þeim er nýta dagdeildirnar. Mikilvægt er fyrir Árborg að grípa þetta tækifæri, ekki síst þegar félög eins og FAAS koma til með að sinna rekstrinum með þeim ábyrga hætti sem þau hafa kynnt.
Nauðsynleg að ganga frá því í upphafi að nágrannasveitarfélögin verði með í ráðum.
Jón Hjartarson, V-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu vegna tillögu um viðræður við FAAS um rekstur dagvistar fyrir alzheimersjúklinga í Sveitarfélaginu Árborg:
Málið er nú þegar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2007. Því leggur meirihlutinn til að tillögunni verði vísað frá.
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar
Frávísunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, óskaði eftir fundarhléi.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Við fögnum því að frumkvæði bæjarfulltrúa D-lista skili þeim árangri að málið sé til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2007.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista,Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista,ogÞorvaldur Guðmundsson, B-lista, tóku til máls.
5. 0701026
Tillaga fulltrúa D-lista um viðræður við ríkisvaldið um yfirflutning á málefnum aldraðra
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og fylgdi svohljóðandi tillögu úr hlaði.
Tillaga um viðræður við ríkisvaldið um yfirflutning á málefnum aldraðra.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um yfirflutning á málefnum aldraðra frá ríki til sveitarfélags.
Bæjarráði er falið að undirbúa viðræðurnar. Bæjarstjóra er falið að koma hið fyrsta á fundi bæjarráðs með heilbrigðisráðherra og öðrum þeim fulltrúum ríkisvaldsins sem málið varðar.
Greinagerð:
Sveitarstjórnarfulltrúar Árborgar og nágrannasveitarfélaga eru sammála um að samþætta þurfi betur þjónustu ríkis og sveitarfélaga við aldraða og fatlaða. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu velferðamálanefndar SASS frá því í ágúst 2006, en starfi nefndarinnar stýrirRagnheiður Hergeirsdóttir. Rétt er að SASS hraði tillögu nefndarinnar að kanna vilja aðildarsveitarfélaga um að taka yfir þjónustu við aldraða frá ríkinu því málið þolir enga bið.
Bæjarfulltrúum D-lista finnst mikilvægt að Árborg sýni frumkvæði í máli þessu og að aðildarsveitarfélög innan SASS, og velferðarnefndin, séu upplýst um þennan vilja.
Bæjarfulltrúar D-lista
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Umræða um yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga hefur verið mikil undanfarin misseri og hefur þar hvað mest verið talað um málefni aldraðra og málefni fatlaðra. Meirihlutinn í bæjarstjórn Árborgar telur mikilvægt að þessi þjónusta sé á einni hendi, hjá sveitarfélögunum, enda séu þeim skapaðar nauðsynlegar tekjur til að sinna svo mikilvægri þjónustu.
Á 20. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var í september s.l. var samstaða um að verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga verði nú forgangsmál á vettvangi Sambandsins. Í mars n.k., á landsþingi Sambandsins, verða verkaskiptamálin til sérstakrar umfjöllunar.
Á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var í september s.l. var samþykkt að fela stjórn SASS að gera athugun á vilja sveitarfélaga á Suðurlandi til þess að taka yfir frá ríkinu þjónustu við aldraða og fatlaða.
Meirihlutinn í bæjarstjórn Árborgar telur málið brýnt og lítur svo á að þegar sé hafin sú undirbúningsvinna sem nauðsynleg er áður en farið verður í eiginlegar viðræður við ríkisvaldið um yfirfærslu og leggur því til að tillögu minnihlutans verði vísað frá.
Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar
Frávísunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Fleira var ekki gert. Fundargerð var lesin upp og fundi slitið kl. 19:15.
Þorvaldur Guðmundsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Þórunn J. Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson
Grímur Arnarson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ásta Stefánsdóttir