10. fundur umhverfisnefndar
10. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 14.06.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 18.15
Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista
Sigurður Ingi Andrésson, varamaður V-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Dagskrá:
1. 0508068
Skipulag nýja miðbæjarins á Selfossi -
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu.Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.Samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans.
Elfa Dögg Þórðardóttir lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D-lista gera eftirfarandi athugasemdir við deiliskipulag miðbæjarins.
1. Svokallaður bæjargarður er of lítill miðað við hækkandi íbúatölu og framtíðarmöguleika.
2. Byggingar í garðinum eru of stórar og í engu samræmi við þá íbúðarbyggð sem fyrir er.
3. Byggingar á svæðinu öllu eru gríðarlega stórar og mynda samfelldan vegg. Rými eru óvistleg og stór bílastæðaflæmi einkenna skipulagið,ekki síst á svokölluðu ártorgi. Slíkt getur vart talist til vistlegs umhverfis.
4. Í stað núverandi skipulags ætti að leggja áherslu á að uppfylla óskir Selfossbúa um fallegan stóran garð, vistlegra umhverfis og aðlaðandi húsbygginga.
Fulltrúar D-lista lýsa undrun sinni á því að meirihluti umhverfisnefndar skuli ekki gera athugasemdir við skipulagið frá umhverfislegu sjónarmiði í samræmi við umræðuna á fundinum
Meirihluti nefndarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Þrátt fyrir persónulegt álit einstakra nefndarmanna á byggingarmagni, gerð og hæð húsa í deiliskipulaginu, gerum við ekki umhverfislegar athugasemdir við skipulagið út frá þeim forsendum sem liggja í erindisbréfi nefndarinnar.
Við fögnum því að loks skuli komið á skipulögðum miðbæ með byggingum, torgi og garði, í stað þess ófremdarástands sem ríkt hefur á svæðinu árum saman.
Björn Ingi Gíslason lagði fram eftirfarandi bókun.
Með vísan í 5.gr erindisbréfs umhverfisnefndar Árborgar telur minnihlutinn að meirihlutinn taki ekki tillit til þeirra árhrifa sem þar koma fram, en þar segir meðal annars:"Verklegar framkvæmdir sem stofnað geta í hættu umhverfisþáttum sem sérstakt gildi hafa og er líklegt að hafi áhrif á náttúruna.
2. 0701161
Tillaga að deiliskipulagi - Hásteinsvegur 57 -
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna ef fylgt er eftir ströngum kröfum um frárennsli vegna nálægðar fjörunnar.
Björn Ingi Gíslason lagði fram eftirfarandi bókun: Ég tek undir athugasemdir íbúa í nálægð þessa svæðis með bréfi dagsett 14/4 2007 til Skipulags og byggingarfulltrúa Árborgar.
Erindi til kynningar:
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20.30
María Hauksdóttir
Soffía Sigurðardóttir
Sigurður Ingi Andrésson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason
Siggeir Ingólfsson