Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


7.9.2006

10. fundur bæjarráðs

 

10. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 07.09.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, varaformaður
Björn Bjarndal varamaður Snorra Finnlaugssonar
Gylfi Þorkelsson, bæjarfulltrúi, varamaður Ragnheiðar Hergeirsdóttur
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0606112
Fundargerð skipulags- og bygginganefndar



Frá 24.08.06


b.


0607048
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar


Frá 29.08.06

 

1.a – liður 8. Bæjarráð samþykkir deiliskipulagið.

 

1.a – liður 9. Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

 

1.a – liður 10. Fyrirspurn frá Jóni Hjartarsyni V lista:

 

Er ekki öruggt að arkitektasamkeppnin sem nú er í gangi um heildarsamræmingu á miðbæjarskipulagi á miðbæ Selfoss nái líka til svo kallaðs Sigtúnsreits á Selfossi.

 

Greinargerð með fyrirspurninni

 

Undirritaður telur mjög mikilvægt að samkeppnin nái til alls svæðisins milli Eyrarvegar og Tryggvagötu til að tryggja heildstætt og samræmt skipulag á miðbæjarsvæðinu.

 

Það er ekki viðunandi að undanskilja hluta svæðisins frá samræmdu skipulagi og væntir undirritaður þess að bæjarstjórn standi við þá hugmyndafræði, að miðbæjarskipulagið nái til svæðisins í heild sinni og engin reitur verði þar undanskilinn.

 

Tillaga frá Gylfa Þorkelssyni S lista: Bæjarráð samþykkir að miðbæjarsvæðið á Selfossi verði skipulagt sem ein heild og að svokallaður Sigtúnsreitur verði hluti af þeirri heild.

 

Frávísunartillaga frá fulltrúum meirihlutans: Þar sem samkeppnissvæðið hefur verið ákveðið og Sigtúnsreiturinn er hluti af því teljum við tillöguna óþarfa og leggjum til að henni verði vísað frá.

 

Frávísunartillagan samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihluta en fulltrúi minnihluta sat hjá.

 

1.b – liður 1. Bæjarráð lýsir ánægju með fyrirhugaðar hugmyndir um ungmennahús og þakkar íþrótta og tómstundanefnd fyrir frumkvæðið. Bæjarráð felur verkefnisstjóra íþrótta-,forvarna- og menningarmála að vinna fyrir bæjarráð rekstraráætlun fyrir ungmennahús. Bæjarráð samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp og tilnefnir meirihlutinn Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur og Elínu Hörpu Valgeirsdóttur. Minnihlutanum er falið að skipa þriðja aðilann í  starfshópinn. Verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála vinnur með starfshópnum.

 

1.b – liður 2. Bæjaráð samþykkir að tvöfalda framlög í afreksmannasjóð og vísar tillögunni til fjárhagsáætlunar 2007.

 

1.b – liðir 1 og 2.

 

Undirritaður fagnar því að áfram skuli unnið á þeim grunni sem lagður var á síðasta kjörtímabili.
Gylfi Þorkelsson S lista.

 

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0603072
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2006



frá 23.06.06


b.


0602102
Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2006


Frá 14.07.06


og 14.08.06

 

Lagðar fram.

 

3. 0607040
Ráðning bæjarritara

Samtals bárust sjö umsóknir um stöðu bæjarritara, sem eru:
Anna Jörgensdóttir
Ásta Stefánsdóttir
Esther Hermannsdóttir
Gísli Rúnar Gíslason
Guðmundur Kristjánsson
Jón G. Valgeirsson
Sigurður Gunnarsson

 

Lagt fram til kynningar.

 

4. 0609002
Deiliskipulag á Björkustykki

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarnefnd að deiliskipuleggja Björkustykki.

5. 0608179
Beiðni um upplýsingar um minnihlutahópa í íþróttum

 

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

6. 0606088
Svar við fyrirspurn Ragnheiðar Hergeirsdóttur um félagslegt húsnæði  *

Í málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar Árborgar kemur fram að komið verði á sérstökum húsaleigubótum.  Stefnt er að því að reglur um sérstakar húsaleigubætur taki gildi um næstu áramót.

 

Með sérstökum húsaleigubótum er verið að aðstoða þá sem eru á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði,  húsaleigubæturnar koma að hluta til í stað félagslegra leiguíbúða og stytta biðlista. 

 

Á þennan hátt er hægt að bregðast við tímabundinni þörf fyrir félagslegt húsnæði án þess að sveitarfélagið fjölgi  íbúðum með tilheyrandi fjárbindingu.

 

Framboð húsnæðis  á almennum leigumarkaði hefur aukist verulega síðustu misserin og er það veruleg breyting frá því sem áður var.   Sérstakar húsaleigubætur geta aðstoðað þá sem eru á biðlistum eftir húsnæði hjá sveitarfélaginu til að leigja á almennum markaði.

 

Á þennan hátt er hægt að bregðast við sveiflukenndri þörf fyrir félagslegt húsnæði og draga úr því í eigu sveitarfélagsins.

 

Bæjarfulltrúar B og D lista.

 

7. 0608116
Svar við fyrirspurn Jóns Hjartarsonar um lóðaúthlutun við Breiðumýri 1 –

 

Skipulags- og bygginganefnd sér um úthlutun lóða í sveitarfélaginu Árborg.  Skilyrði fyrir úthlutun nefndarinnar er að lóðin sem úthluta á hafi verið auglýst eftir þar til settum reglum.  Staðan í dag er því miður þannig að ekki eru til lóðir undir atvinnustarfsemi sem hafa verið auglýstar og hefur meirihluti bæjarstjórnar tekið ákvörðun um að bregðast við þessu tímabundna ástandi með því að gefa vilyrði samkvæmt 8. grein úthlutunarreglna, til að fyrirbyggja það að  sveitarfélagið verði af flutningi fyrirtækja í sveitarfélagið.   Lóðin að Breiðumýri 1 hafði ekki verið auglýst og var því veitt vilyrði fyrir henni samkvæmt 8. gr. úthlutunarreglna til að greiða fyrir flutningi fyrirtækisins vegna sölu á húsnæði þess til fyrirtækis sem vill koma  með starfsemi sína til Árborgar.   Sveitarfélagið Árborg er framsækið sveitarfélag sem vill að hagur íbúa og fyrirtækja sé eins og best gerist á landinu.

 

Meirihluti B og D lista.

 

8. 0605029
Svar við fyrirspurn Ragnheiðar Hergeirsdóttur um Lista- og menningarverstöðina Hólmaröst

 

Bæjarstjóri Árborgar  átti fund með forsvarsmönnum Lista- og menningarverstöðvarinnar Hólmarastar um starfsemina í húsinu.  Á fundinum kom meðal annars fram að starfsemin hefur aukist til muna frá því að samstarfssamningurinn var gerður á milli þessara aðila.  Meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að ganga til samninga við forsvarsmenn félagsins um endurnýjun á samstarfssamningi við sveitarfélagið.  Menningastarfsemi í Hólmarastarhúsinu hefur blómstrað og eflst með hverju ári sem líður og er það mikið fagnaðarefni fyrir sveitarfélagið Árborg.

 

Meirihluti B og D lista.

 

9.  0605055
Svar við fyrirspurn Jóns Hjartarsonar um göngustíg milli Eyrabakka og Stokkseyrar

 

Í þjóðfélaginu ríkir almenn sátt um að verða við áskorun ríkisstjórnar Íslands og fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslu í landinu. Sveitarfélagið Árborg ákvað að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þótt létt væri, því eins og komið hefur fram er frestun framkvæmda hjá Árborg 3,5% af framkvæmdaáætlun 2006-2007. Einnig hefur komið fram að einn liður í þessu er frestun framkvæmda við gatna- og stígagerð fyrir 28 m.kr. Undir þetta fellur göngustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar með áætluðum kostnaði upp á u.þ.b. 7 m.kr. á árinu 2006.

 

Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir við stíginn á seinni hluta næsta árs og ljúka honum á áður ákveðnum framkvæmdatíma, þ.e. á árinu 2008.

 

Bæjarfulltrúar B og D lista.

 

10. Erindi til kynningar:

 

a) 0608111
Tilkynning - sveitarfélög á Íslandi 2006 -

 

b) 0608166
Starfsemi varasjóðs húsnæðismála -

 

c) 0609001
Starfsemi Lánasjóðs sveitarfélaga -

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30

 

Þorvaldur Guðmundsson                                 
Björn Bjarndal
Gylfi Þorkelsson                                             
Jón Hjartarson
Stefanía Katrín Karlsdóttir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica