10. fundur leikskólanefndar
10. fundur leikskólanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 21.03.2007 Norðursalur, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista
Gyða Björgvinsdóttir, nefndarmaður S-lista
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista
Ari B. Thorarensen, nefndarmaður D-lista
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi
Auður Hjálmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna boðaði forföll. Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi ritar fundargerð.
Dagskrá:
1. 0703013
Ritun fundargerðar - sjá meðfylgjandi bókun
Breyting á ritun fundarboða og fundargerða
Bókun:
Leikskólanefnd Árborgar samþykkir að Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi riti framvegis fundargerðir nefndarinnar. Er því kjör nefndarinnar á ritara sem fram fór á 8. fundi nefndarinnar, fellt úr gildi.
Samþykkt samhljóða.
2. 0703031
Bréf frá stjórn 8. svæðadeildar Félags leikskólakennara vegna Haustþings 21. september 2007 -
Leikskólanefnd leggur til að leikskólar Árborgar verði lokaðir þennan dag í ljósi góðrar reynslu Haustþinga síðustu ára.
Erindi til kynningar:
a) 0610096
Bygging 1. áfanga nýs leikskóla í Suðurbyggð -
Leikskólafulltrúi kynnti teikningu leikskólans.
b) 0703067
Viðbyggingin við Æskukot -
Leikskólafulltrúi kynnti teikningu viðbyggingar leikskólans.
c) 0703029
Athugun á lækkun virðisaukaskatts á mat í mötuneytum - samanber 35 fund bæjarráðs
Vísað er í 35 fund bæjarráðs þar sem verkefnisstjóra fræðslumála var falið að reikna út áhrif lækkunar virðisaukaskatts á matarkostnað í mötuneytum sveitarfélagsins.
d) 0703021
Staðfesting umsóknar Kristínar Eiríksdóttur, leikskólastjóra Hulduheima í Þróunarsjóð leikskóla vegna þróunarverkefnis "Hvernig læra leikskólabörn?" -
Leikskólanefnd fagnar að leikskólinn Hulduheimar hafi sótt um í Þróunarsjóð leikskóla.
e) 0703068
Ársskýrsla leikskólans Brimvers 2005-2006 -
Til kynningar
f) 0703069
Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2007 -
Fréttabréf Árbæjar, Brimvers og Glaðheima í mars til kynningar
g) 0701063
Fundargerð leikskólafulltrúa og leikskólastjóra - 13. mars s.l.
Til kynningar
h) 0702077
Trúnaðarmál -
Fært í trúnaðarbók
i) 0703110
Fyrirspurn frá Ara B. Thorarensen um fjölda systkina í leikskólum Árborgar -
Leikskólafulltrúi upplýsir að í leikskólun Árborgar eru
53 systkina pör þar sem eru 2 systkini og
3 systkina pör þar sem eru 3 systkini.
Leikskólanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar í ljósi þessara upplýsinga að endurskoðaður verði systkinaafsláttur í leikskólum Árborgar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.45
Róbert Sverrisson
Ásdís Sigurðardóttir
Ari B. Thorarensen
Sigurborg Ólafsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir
Gyða Björgvinsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir