10. fundur skólanefndar grunnskóla
10. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 10.05.2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista
Þórir Haraldsson, varaformaður, B-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður S-lista
Birgir Edwald, skólastjóri
Daði V Ingimundarson, skólastjóri
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Eyjólfur Sturlaugsson, skólastjóri
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi kennara
Sædís Ósk Harðardóttir, fulltrúi kennara
Kristín Traustadóttir boðaði forföll á fundinum
Dagskrá:
1. 0705024
Yfirlit frá skólastjórum v. skólaárs 2006-2007. -
Skólastjórar gáfu yfirlit yfir starf skólanna í vetur.
2. 0703152
Skóladagatöl grunnskóla Árborgar skólaárið 2007-2008 -
Skólanefnd samþykkir framlögð skóladagatöl grunnskólanna í Áborg.
3. 0703151
Kennslukvótar grunnskólanna 2007-2008, kennslukvóti sérdeildar. -
Skólanefnd samþykkir tillögu að kennslukvóta sérdeildar við Sunnulækjarskóla.
4. 0703153
Skólaþróunarsjóður Árborgar, drög að reglum lögð fram til samþykktar. -
Skólanefnd vill þakka Sigurði Bjarnasyni fyrir vinnu sína við gerð reglna fyrir skólaþróunarsjóð Árborgar.
Eins og fram kemur í reglunum er það tilgangur sjóðsins að veita styrki er stuðla að nýbreytni og þróunarstarfi í leik- og grunnskólum í Sveitarfélaginu Árborg. Með þróunarverkefnum er átt við verkefni sem stuðla að framförum i uppeldi, kennslu og öðrum þáttum skólastarfs. Skólanefnd telur nauðsynlegt að kennarar og aðrir starfsmenn grunnskólans nýti sér sjóðinn til að efla enn frekar góð störf grunnskóla Árborgar.
Skólanefnd vill minna á að fyrstu umsóknum um styrki úr sjóðnum þarf að skila fyrir 15. nóvember 2007 og hvetur skólastjórnendur til að minna sitt starfsfólk á umsóknardaginn en jafnframt verður einu sinni á ári auglýst eftir umsóknum.
Skólanefnd samþykkir reglurnar samhljóða
5. 0703095
Félagsaðild Árborgar að ungum frumkvöðlum -
Skólanefnd leggur til við bæjarráð að Sveitarfélagið Árborg gerist félagsaðili að Ungum frumkvöðlum þar sem komið hefur fram hjá skólastjórnendum að þeir eru tilbúnir að nýta þetta námsframboð í tilraunaskini til eins árs.
Samþykkt samhljóða.
6. 0704107
Launalaust leyfi skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. -
Daði Ingimundarson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Skólanefnd leggur til við bæjarráð að orðið verði við beiðni verkefnisstjóra fræðslumála.
7. 0705025
Umhverfismál í grunnskólum Árborgar -
Þórunn Jóna Hauksdóttir kom með þá tillögu að fresta umfjöllum um þennan lið til næsta fundar þar sem ekki voru send út fundargögn vegna málsins.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar:
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30
Sigrún Þorsteinsdóttir
Þórir Haraldsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Sigurður Bjarnason
Arna Ír Gunnarsdóttir
Birgir Edwald
Daði V Ingimundarson
Elín Höskuldsdóttir
Eyjólfur Sturlaugsson
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir