Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.9.2018

10. fundur bæjarráðs

10. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 20. september 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1.   1809100 - Fyrirspurn - styrkur fyrir landsbyggðarleikhús 2019 1-1809100
  Styrkbeiðni frá Jóel Sæmundssyni, vegna landsbyggðarleikhúss.
  Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.
     
2.   1809098 - Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga - starf félagsráðgjafa 2-1809098
  Bréf frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, dags. 6. september, um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
  Lagt fram til kynningar.
     
3.   1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg 3-1603040
  Lagt fram til kynningar.
     
4.   1809097 - Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda - friðað hús 4-1809097
  Beiðni frá eiganda Ísólfsskála á Stokkseyri, dags. 2. september, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum af húseigninni sem er friðuð samkvæmt lögum um menningarminjar.
  Bæjarráð hafnar erindinu.
     
5.   1809151 - Beiðni um samstarf - villikettir í Árborg og handsömun katta 5-1809151
  Beiðni Villikatta, dags. 14. september, þar sem óskað er eftir samstarfi við Árborg.
  Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar til umfjöllunar.
     
6.   1809152 - Haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2018 6-1809152
  Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum.
  Bæjarráð hvetur íbúa og lögaðila í sveitarfélaginu til að kynna sér möguleika á þátttöku vegna nýsköpunarverkefna.
     
7.   1809156 - Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni 7-1809156
  Erindi frá Íbúðalánasjóði, dags. 11. september, þar sem sjóðurinn óskar eftir þátttöku sveitarfélaga í tilraunaverkefni um uppbygginu húsnæðismála á landsbyggðinni.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu.
     
8.   1809158 - Styrkbeiðni - atvinnuskapandi verkefni í Árborg 2019 8-1809158
  Erindi frá héraðsskjalaverði, dags. 17. september, þar sem óskað er eftir framlagi vegna ljósmyndaverkefnis á Héraðsskjalasafni Árnesinga á árinu 2019.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
     
9.   1809025 - Kæra - íbúakosning í Sveitarfélaginu Árborg  9-1809025
  Úrskurður kjörnefndar um atkvæðagreiðslu í Sveitarfélaginu í Árborg sem fram fór þann 18. ágúst sl.
  Bæjarráð fagnar þeim úrskurði kjörnefndar Sýslumannsins á Suðurlandi að hafna skuli kröfum kærenda um ógildingu íbúakosninganna 18. ágúst síðastliðinn. Bæjarráð felur bæjarstjóra að að gera úrskurðinn og kæruna aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
     
10.   1809164 - Beiðni um viðbótarframlag vegna veikinda
  Óskað eftir viðbót við launaáætlun ársins 2018 vegna afleysinga á leikskóla, kr. 3.467.210 og er það með launatengdum gjöldum. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til viðaukasamþykktar í bæjarstjórn.
     
11.   1809040 - Framlag til starfsmannafélaga og sameiginlegrar árshátíðar 2018 11-1809040
  Erindi frá tengiliðum sveitarfélagsins vegna undirbúnings árshátíðar starfsmanna Árborgar 3. nóvember nk.
  Bæjarráð samþykkir sambærilega niðurgreiðslu vegna árshátíðar og verið hefur undanfarin ár.
     
12.   1803185 - Fundartími bæjarráðs 2018
  Fundartími bæjarráðs 27. september 11. október 18. október 25. október
  Bæjarráð samþykkir að fella niður fund bæjarráðs 27. september vegna Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga. Að óbreyttu falla einnig niður fundir bæjarráðs 11. október vegna fjármálaráðstefnu og 18. október vegna ársþings SASS. Stefnt er að því að fyrirhugaður fundur bæjarráðs 25. október verði haldinn þann 24. október.
     
13.   1807119 - Rekstur á samkomuhúsinu Gimli, Stokkseyri
  Að undangenginni auglýsingu er nú lagt til að samið verði við Elínu Dögg Haraldsdóttur, Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur og Ivon Stefán Cilia um rekstur í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri.
  Bæjarráð samþykkir að samið verði við Elínu Dögg Haraldsdóttur, Hörpu Ciliu Ingólfsdóttur og Ivon Stefán Cilia um rekstur í samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri.
     
Fundargerðir til kynningar
14.   1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki 14-1708133
  3. fundur haldinn 13. september
  Lagt fram til kynningar.
     
15.   1802059 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018 15-1802059
  269. fundur haldinn 13. september
  Lagt fram til kynningar.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10
Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica