Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.8.2011

10. fundur félagsmálanefndar

10. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 22. ágúst 2011  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30

Mætt:
Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista,
Margrét Magnúsdóttir, varamaður, V-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri.


Kristbjörg Gísladóttir (V), boðaði forföll varamaður hennar Margrét Magnúsdóttir, varamaður kom í stað hennar. Anný Ingimarsdóttir ritaði fundagerð.

Dagskrá:

1.  1108070 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál
 Fært í trúnaðarbók.
   
2.  1010050 - Reglur um fjárhagsaðstoð
  Tillaga að breytingu á 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð
4. mgr. í  11. gr. reglnanna hljóðar svona í dag:
•Geti umsækjandi sýnt fram á að hann njóti ekki hagræðis af sameiginlegu heimilishaldi, s.s.ef hann greiðir heim eða tekur þátt í heimilishaldi, er heimilt að veita fulla grunnfjárhæð, en umsækjandi verður að skila inn kvittun mánaðarlega 3)
Tillaga að 4. mgr. 11. gr. reglnanna verði  svohljóðandi:
•Geti umsækjandi sýnt fram á að hann njóti ekki hagræðis af sameiginlegu heimilishaldi, s.s.ef hann greiðir heim er heimilt að veita hærri greiðslu eða sem nemur því sem viðkomandi greiðir heim þó getur upphæðin aldrei verið hærri en grunnfjárhæð, umsækjandi verður að skila inn kvittun mánaðarlega 3).

Greinargerð:
Dæmi:
Einstaklingur A býr heima hjá foreldri/foreldrum sínum og greiðir kr. 25.000 heim.
Einstaklingur B er í leiguhúsnæði og greiðir kr. 60.000 í húsaleigu en fær kr. 18.000 á móti í húsaleigubætur. 
 
Eins og reglurnar eru í dag þá fengi einstaklingur A kr. 125.021 í framfærslu frá sveitarfélaginu, greiddi af því kr. 25.000 heim og ætti því kr. 100.021 í afgang en einstaklingur B ætti kr. 83.021.  Eftir breytingar væri dæmið þannig að einstaklingur A ætti kr. 75.013 en einstaklingur B ætti kr. 83.021, við gerum ráð fyrir að einstaklingur A njóti samt hagræðis að búa hjá foreldrum sínum og þurfi ekki að greiða eins mikinn kostnað í mat eins og einstaklingur B.   Félagsráðgjafar á félagsþjónustusviði telja að við séum að horfa á jafnréttissjónarmið með að breyta þessari mgr. í reglunum. 
Félagsmálanefnd Árborgar samþykkir breytingarnar.
   
3.  1106037 - Styrkbeiðni frá V6 Sprotahús
 Félagsmálanefnd sér ekki fært að styrkja verkefnið að svo komnu máli en þakkar áhugavert tilboð.
Félagsmálastjóra er falið að senda bréf til V6 Sprotahús.
 
   
4.  1108090 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál
 Fært í trúnaðarbók.
   
5.  1107080 - Eftirlit með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu 2010
 Skýrsla lögð fram til kynningar.
   
6.  1107048 - Elfd og bætt sálfræðiþjónusta við langveik börn á Landspítala
 Lagt fram til kynningar, félagsmálanefnd fagnar verkefninu.
   
7.  1106081 - Landsfundur jafnréttisnefnda 2011
 Lagt fram til kynningar.
   
8.  1104085 - Tölulegar upplýsingar um félagsþjónustumál 2011
 Lagðar voru fram tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð, barnaverndarmál, húsaleigubætur og félagslegt leiguhúsnæði vegna fyrstu sjö mánuði ársins 2011.  Mikil aukning hefur verið á fjárhagsaðstoð og er fjárhagsaðstoðin 9% umfram ársáætlun.  Greiddar hafa verið um kr. 37.000.000 í fjárhagsaðstoð fyrstu sjö mánuði ársins 2011.   Það hafa borist 106 barnaverndar tilkynningar  fyrstu sjö mánuði ársins á móti 95 árið 2010.  Þá eru 55 einstaklingar á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði.  Félagsmálnefnd þakkar fyrir þessar upplýsingar og mun hafa þessar upplýsingar til hliðjónar  m.a. við gerð næstu fjárhagsáætlun. 
   
9.  1108072 - Breytingar á starfsmannahaldi innan félagsþjónustu
 Breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi innan félagsþjónustu Árborgar. Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi hefur fengið launalaust leyfi til 6 mánaða frá og með 1. september nk.  Inn á sviðið hefur verið ráðin, tímabundið í afleysingar Fjóla Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur en hún mun sinna fjárhagsaðstoð.  Þá hóf Rakel Þorsteinsdóttir, Ráðgjafar- og þroskaþjálfi störf hjá félagsþjónustusviði í júlí sl.  Hún sinnir málefnum fatlaðra í 80% starfshlutfall og á sviði barnaverndar, ,,stuðningur heim" í 20% starfshlutfalli.  Félagsmálanefnd Árborgar þakkar Annýju Ingimarsdóttur fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi, einnig býður Félagsmálanefnd nýja starfsmenn velkomna til starfa. 
   
10.  1108107 - Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga
 http://www.velferdarraduneyti.is/media/Varasjodur_husnaedismala/Konnun-a-leiguibudum-sveitarfelaga-fyrir-arid-2010---Nidurstodur.pdf
 Fram kemur í samantekt á könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga að leiguíbúðum í sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um 39.  Félagsmálanefnd vill árétta að ekki hefur verið um fjölgun á félagslegum leiguíbúðum í sveitarfélaginu. 
   
11.  1108079 - Frístundaklúbbur fatlaðra
 Kynntur var frístundaklúbbur fyrir grunnskólanemendur í 5.-10. bekk sem eru með fötlun/fatlanir.  Félagsmálanefnd lýsir ánægju sína yfir þessu.
   
12.  1108111 - Sumarþjónusta fyrir fötluð börn
 Kynnt var sumarúrræði fyrir fötluð börn sem starfrækt var í sveitarfélaginu sl. sumar.  Sumarúrræðið gekk vel og voru foreldrar almennt ánægðir með þetta úrræði.
   
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Ari B. Thorarensen
Þórdís Kristinsdóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica