10. fundur fræðslunefndar
10. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 19. maí 2011 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra,
Böðvar Bjarki Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri,
Guðbjartur Ólason, skólastjóri,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara,
Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara,
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna,
Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra,
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1105170 - Yfirlit frá skólastjórum grunnskóla
Skólastjórar kynna stöðu mála varðandi ráðningar o.fl.
Skólastjórar grunnskólanna þeir Guðbjartur Ólason, Birgir Edwald og Böðvar Bjarki Þorsteinsson, sem kom fyrir hönd Arndísar Hörpu Einarsdóttur, fóru yfir ráðningarmál og starf skólanna á komandi skólaári.
2. 1104149 - Skóladagatal Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri skólaárið 2011-2012
Lögð fram tillaga að skóladagatali Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir skólaárið 2011-2012.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
3. 1105172 - Fundir fræðslunefndar sumarið 2011
Formaður fræðslunefndar lagði til að fundir fræðslunefndar falli niður í júní og júlí 2011.
Fræðslunefnd samþykkir að fundir falli niður í júní og júlí.
4. 1103272 - Ráðning skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Formaður fræðslunefndar gerir grein fyrir ráðningu skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
11 umsækjendur voru um starfið og eftir ítarlegt umsóknarferli varð niðurstaðan sú að ráða Magnús J. Magnússon sem skólastjóra.
Fræðslunefnd bíður Magnús J. Magnússon velkominn til starfa og þakkar Arndísi Hörpu Einarsdóttur fyrir vel unnin störf.
5. 1105171 - Málfundur á vegum GETU-verkefnisins, kynning á málþingi
Lagðar fram upplýsingar um málfund á vegum GETU-verkefnisins sem hefur verið í gangi síðan 2008. Málfundurinn verður haldinn föstudaginn 20. maí 2011.
6. 1105160 - Kynning - ADHD samtökin
Kynningarbréf frá ADHD samtökunum lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:25
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Birgir Edwald
Böðvar Bjarki Þorsteinsson
Guðbjartur Ólason
Helga Geirmundsdóttir
Guðrún Thorsteinsson
Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Linda Rut Ragnarsdóttir
Líney Magnea Þorkelsdóttir