10. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar
3.maí 2017 Hverfisráðsfundur Stokkseyri
Mætt eru: Guðný Ósk, Hafdís, Björg, Elín Lóa, Svala og Eyrún Björg
1. Póstmálin á Stokkseyri í miklum ólestri – safna saman upplýsingum.
2. Eymdin (brunarústir) þarf að hreinsa þetta í burtu. Mikil slysahætta af því og hver er ábyrgur ef slys verður?
3. Staðsetning strætóskýla, þarf að athuga. Sum staðar er staðsett þannig að Strætó lokar fyrir innkeyrslur, sem dæmi á Hásteinsveginum. Mætti færa það strætóskýli og fara betur yfir staðsetningu hina.
4. Staðsetning rusladalla. Eru vitlaust staðsettir, ekki við staði sem fólk stoppar á. Þyrfti að setja rusladall við stigann upp á varnargarðinn í Íragerði og stóran rusladalla við innkomuna inn í þorpið, þar sem skiltið er.
5. Kúkaskilti sem var á keðjunni við fjöruna (við enda Hásteinsvegar) er horfið, þarf að setja nýtt.
6. Sláttur í kringum dæluna ekki nógu góður, sum staðar er grasið of hátt, getur valdið hættu.