10. fundur íþrótta- og menningarnefndar
10. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 9. október 2013 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þorlákur H Helgason, nefndarmaður, S-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1306033 - Menningarmánuðurinn 2013 |
|
Staðfest viðburðadagskrá fyrir menningarmánuðinn október 2013 lögð fram. Fram kom að fyrsti viðburðurinn á vegum nefndarinnar er nk. laugardag kl. 16:00 í Stokkseyrarkirkju þegar Kristjana Stefáns ásamt kvartett spila lög Páls Ísólfssonar í tilefni af 120 ára afmæli skáldsins. Á undan tónleikunum eða kl. 15:00 verður stytta af Páli Ísólfssyni afhjúpuð á nýjum stað en hún verður staðsett við Þuríðarbúð. Röð viðburða fylgir svo út mánuðinn: Fim. 17.okt. kl. 20:00 - KÁ smiðjurnar á Hótel Selfoss Sun. 20.okt. kl. 15:00 - Sögur af bakkanum á Stað á Eyrarbakka Fim. 24.okt. kl. 20:00 - Tónleikar ungra hljómsveita í menningarsalnum á Selfossi Mið. 31.okt. kl. 20:00 - Tónleikar - Kristjana Stefáns ásamt kvartett spila lög eftir Pál Ísólfsson, í Stokkseyrarkirkju Dagskrá menningamánaðarins verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins sem og auglýst í fjölmiðlum reglulega. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1309032 - Bæjar- og menningarhátíðir 2014 |
|
Farið yfir drög að dagsetningum bæjar- og menningarhátíða árið 2014. Flestir viðburðir komnir á dagsetningu en starfsmanni nefndarinnar er falið að safna saman öðrum viðburðum og leggja fyrir nefndina. Ákveðið að Vor í Árborg fari fram dagana 24. - 27. apríl 2014 og tengja við sumardaginn fyrsta sem haldinn verður hátíðlegur 24. apríl. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
3. |
1310037 – Fjárhagsáætlun - íþrótta- og menningarmál 2014 |
|
Rætt um áherslur nefndarinnar fyrir fjárhagsáætlunarvinnuna 2014. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna þær hugmyndir áfram sem fram komu í fjárhagsáætlunarvinnunni. Samþykkt samhljóða |
||
|
||
4. |
1310039 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2013 |
|
Farið yfir drög að breytingum á reglugerð vegna kjörs íþróttakonu og karls Árborgar 2013. Fjöldi þeirra sem hefur atkvæðisrétt í kjörinu fjölgar upp í 38 þar sem íþrótta- og menningarnefnd er fimm manna nefnd en var þriggja áður og svo bætist við einn fjölmiðill. Ákveðið að uppskeruhátíðin fari fram mánudaginn 30. desember kl. 20:00. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
5. |
1310038 - Jól í Árborg 2013 |
|
Farið yfir skipulag hátíðarhaldanna. Fram kom að jólaljósin verði kveikt við Ráðhúsið á Selfossi fim. 14. nóv. kl. 18:00 og jólatorgið á Selfossi opni í Sigtúnsgarðinum laugardaginn 23. nóv. og opið verði á laugardögum fram eftir desember. Einnig verða jólagluggarnir ásamt ratleik allan desember sem og verður sett upp viðburðadagatal með þeim viðburðum sem verða í sveitarfélaginu í kringum hátíðarnar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
6. |
1309222 - Þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi til 2013 |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
1309067 - Verkefnið Maxi kætist í kór |
|
Lagt fram kynningar. |
||
|
||
8. |
1310033 - Kynning - líkamsræktartæki utandyra |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Íþrótta- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar að hún hlutist til um viðræður við Frjálsíþróttasamband Íslands um að gera frjálsíþróttaleikvanginn á Selfossi að þjóðarleikvangi Íslendinga. Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:55
Kjartan Björnsson |
|
Grímur Arnarson |
Brynhildur Jónsdóttir |
|
Þorlákur H Helgason |
Björn Harðarson |
|
Bragi Bjarnason |