10. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
10. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 15. nóvember 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:00.
Mætt: Grímur Arnarson, formaður, D-lista, Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður, D-lista, Tómas Þóroddsson, nefndarmaður, S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Formaður byrjar á því að bjóða Tómas Þóroddsson velkominn í nefndina.
Nefndin óskar knattspyrnumanninum Jóni Daða Böðvarssyni til hamingju með að vera fyrsti leikmaður Selfoss til að spila A-landsleik fyrir Ísland.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
| 
 Almenn afgreiðslumál  | 
||
| 
 1.  | 
 1211068 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2012  | 
|
| 
 Menningar- og frístundafulltrúi lagði fram tillögu að breytingum á reglugerð um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar. ÍTÁ samþykkti breytingar á 5.gr. reglugerðarinnar vegna þess að breyting hefur orðið á deildum innan Umf. Selfoss sem og 7.gr. þannig að uppskeruhátíð skuli haldin í kringum áramót ár hvert. ÍTÁ felur menningar- og frístundafulltrúa að sjá um framkvæmd kjörsins samkvæmt reglugerð þar um. ÍTÁ leggur til að Uppskeruhátíð ÍTÁ verði haldin fimmtudaginn 3.janúar 2013 nk. í sal FSu og hefjist kl.20:00. Samþykkt samhljóða.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 1211070 - Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013  | 
|
| 
 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir íþrótta- og tómstundamálaflokkinn fyrir árið 2013. Nefndin gerir ekki athugasemdir við áætlunina. Samþykkt samhljóða.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 1211069 - Niðurröðun æfingatíma í íþróttahúsum Sv. Árborgar.  | 
|
| 
 Rætt um stöðu mála gagnvart niðurröðun æfingatíma og þeirri stöðu sem er gagnvart fjölda æfingatíma fyrir íþróttafélögin en allir tímar í íþróttahúsunum eru nýttir til kennslu og æfinga. Ýmsar leiðir ræddar og felur nefndin menningar- og frístundafulltrúa að vinna áfram að málinu með notendum eftir þeim hugmyndum sem komu fram á fundinum um 50 mínútna tíma fyrir yngstu hópana. Samþykkt samhljóða.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Erindi til kynningar  | 
||
| 
 4.  | 
 1106016 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss  | 
|
| 
 Formaður fer yfir stöðu mála.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 0904209 - Framkvæmdir á íþróttasvæðinu við Engjaveg til 2013  | 
|
| 
 Staða mála kynnt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 1211004 - Áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum  | 
|
| 
 Lagt fram.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:20
| 
 Grímur Arnarson  | 
 
  | 
 Þorsteinn Magnússon  | 
| 
 Tómas Þóroddsson  | 
 
  | 
 Bragi Bjarnason  |