10. fundur menningarnefndar
10. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 10. ágúst 2011 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður, D-lista,
Guðrún Halla Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritar fundagerð.
Dagskrá:
1. 1108049 - Rekstur bókasafna Árborgar
Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafna Árborgar, kom inn á fundinn og fór yfir stöðu bókasafna Árborgar. Fram kom að rekstur bókasafnanna gangi vel og útlán hafi aukist á sl. árum. Þó hafi útlán minnkað mikið á Stokkseyri eftir að bókasafnið flutti sl. vetur yfir í skólahúsnæði úr Gimli. Fjöldi sýninga er haldinn á hverju ári í bókasöfnunum og taka þau virkan þátt í menningarviðburðum. Árgjaldið kom til umræðu sem og rafrænar bækur sem eru að koma meira inn. Menningarnefndin þakkar Heiðrúnu fyrir greinargóðar upplýsingar og ítrekar mikilvægi bókasafnanna fyrir samfélagið.
2. 1010083 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2011
Farið yfir þær hátíðir sem hafa verið haldnar á árinu í sveitarfélaginu. Fram kom að hátíðarhöld hafi í langflestum tilfellum gengið vel. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem koma að skipulagningu og framkvæmd þeirra hátíða sem haldnar hafa verið og eiga eftir að fara fram á þessu ári í sveitarfélaginu.
3. 1108050 - Menningarmánuðurinn október 2011
Rætt um uppbyggingu menningarmánaðarins október 2011. Lagt til að í ár verið haldin 2-3 menningarkvöld í október. Ýmsar hugmyndir lagðar fram. Lagt til að reynt verði að taka menningarkvöldin upp til varðveislu. Nefndin ásamt starfsmanni hennar vinna málið áfram.
4. 1108047 - Störf menningarnefndar Sv. Árborgar
Rætt um störf nefndarinnar fyrsta starfsárið. Nefndarmenn almennt ánægðir með þau verkefni sem nefndin hefur komið að á árinu og standa þar upp úr verkefni á borð við menningarmánuðinn október, Vor í Árborg og samráðsfundi með hátíðarhöldurum. Samþykkt að lögð verði fram samantekt um fyrsta starfsárið á næsta fundi nefndarinnar.
5. 1104240 - Grasagarður Árborgar og útivistarsvæðið við Engjaveg
Nefndin ræðir um nafngiftir á svæðinu og leggur til að nafni Selfossvallar verði ekki breytt. Varðandi grasagarð þá verði farið í nafnasamkeppni á honum þegar og ef hann verður að veruleika.
6. 1006066 - Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg
Lagt til að málinu verði frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.
7. 1104063 - Umsóknir og úthlutun Menningarráðs 2011
Lagðar fram upplýsingar um úthlutun Menningarráðs Suðurlands til verkefna sveitarfélagsins árið 2011. Menningarnefnd þakkar Menningarráði fyrir styrkina.
8. 1108051 - Skýrsla hátíðarhaldara
Skýrsla hátíðarhaldara vegna landsmóts kvennakóra lögð fram og rædd. Menningarnefnd þakkar fyrir skýrsluna. Skýrslan er trúnaðarmál og er skráð sem slík í skjalageymslu sveitarfélagsins.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:35
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason
Guðrún Halla Jónsdóttir
Bragi Bjarnason