Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.2.2017

100. fundur bæjarráðs

100. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista, í forföllum Eggerts Vals Guðmundssonar, Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðaði forföll. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.  Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1701028 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
  36. fundur haldinn 18. janúar
  -liður 3, 1609137 Orkusjóður, styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Bæjarráð fagnar styrkveitingu Orkusjóðs til sveitarfélagsins til uppsetningar fimm hleðslustöðva í sveitarfélaginu. Fundargerðin staðfest.
     
2. 1701029 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
  27. fundur haldinn 8. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
3. 1701027 - Fundargerð fræðslunefndar
  29. fundur haldinn 9. febrúar
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
4. 1702103 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands 4-1702103
  177. fundur haldinn 3. febrúar
  Fundargerðin lögð fram.
     
5. 1702104 - Fundargerð stjórnar SASS 5-1702104
  516. fundur haldinn 3. febrúar
  Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
6. 1608149 - Samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi 6-1608149
  Lagt var fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna endurskoðunar samninga við Fjölís, dags. 7. Febrúar, um endurskoðun samninga varðandi afnot af höfundarvörðu efni í stjórnsýslu sveitarfélaga.
     
7. 1702121 - Samningur um afritun verndaðra verka frá 2017 7-1702121
  Lagður fram samningur við Fjölís, dags. 1. febrúar um afritun verndaðra verka sem höfundarréttarverndar njóta og notuð eru í stofnunum og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
     
8. 1701155 - Breytingar á reglugerð nr. 200/1994 og 198/1994 um eldvarnir og eldvarnareftirlit, beiðni um umsögn um drög að breytingum 8-1701155
  Lögð fram umsögn frá Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra, dags. 7. febrúar, um reglugerðardrög um eldvarnir og eldvarnaeftirlit, ekki eru gerðar athugasemdir við reglugerðardrögin.
     
9. 1702054 - Drög að reglugerð um útlendingamál, beiðni um umsögn 9-1702054
  Lagt fram erindi frá Innanríkisráðuneytinu, Skrifstofu sveitarfélaga og réttinda einstaklinga, ódagsett, þar sem vakin er athygli á að á vef Innanríkisráðuneytisins hafa verið birt til umsagnar drög að reglugerð um útlendingamál sem sett eru á grundvelli nýrra laga sem tóku gildi 1. janúar sl. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 19. febrúar nk.
     
10. 1702102 - Unglingalandsmót UMFÍ 2020 og Landsmót UMFÍ 50+ 2019 10-1702102
  Lagt var fram erindi frá UMFÍ, ódagsett, þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 34. Unglingalandsmótis UMFÍ sem haldið verður 2020 og 9. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður 2019. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að leita samstarfs við HSK um að sækja um að halda 34. Unglingalandsmót UMFÍ.
     
11. 1702149 - Frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga 11-1702149-
  Lagt var fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 10. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga, veittur er frestur til 24. febrúar nk.
     
12. 1702170 - Vegtollar á Suðurlandsvegi
  Bæjarráð Árborgar mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem hafa komið fram um að leggja vegtolla á Suðurlandsveg. Bæjarráð bendir á að ríkissjóður hefur umtalsverðar tekjur af umferð og bílaeign landsmanna. Skattlagning á einstakar leiðir gengur gegn jafnræði íbúa.
     
Erindi til kynningar
13. 1702037 - Gjaldtaka vegna öryggis- og lokaúttekta 13-1702037
  Lagt var fram bréf frá Brunavörnum Árnessýslu, dags. 27. janúar, þar sem fram kemur að Brunavarnir muni hefja gjaldtöku vegna aðkomu eldvarnaeftirlits að öryggis- og lokaúttektum hinn 15. mars nk.
     
14. 1611136 - Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning 2017 14-1611136
  Lagt var fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. nóvember þar sem vakin er athygli sveitastjórna og skólanefnda á Íslandsmóti iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu sem haldin verður 16. - 18. mars nk.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00.  
Gunnar Egilsson   Ari B. Thorarensen
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir    
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica