101. fundur bæjarráðs
101. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 17. júlí 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista (B)
Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Almenn erindi
0807062 - Samningur við Aska Capital hf. um undirbúning fjármögnunar
Bæjarráð samþykkir að fá Aska Capital hf. til að vinna að öflun tilboða í lánsfjármögnun fyrir sveitarfélagið í samræmi við fyrirliggjandi samning.
Bæjarráð samþykkir að þegar sex mánaða uppgjör fyrir árið 2008 liggur fyrir í seinni hluta ágústmánaðar verði unnin uppfærsla og endurskoðun þriggja ára áætlunar vegna breyttra efnahagsforsendna. Áður en nýjar lántökur eiga sér stað er nauðsynlegt að stjórnendur sveitarfélagsins hafi sem allra gleggsta mynd af fjárþörf næstu ára.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40
Margrét Katrín Erlingsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir