Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


23.2.2017

101. fundur bæjarráðs

101.  fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.  Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1701024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  32. fundur haldinn 16. febrúar
  -liður 1, 1701115 umsókn um lóðina Álalæk 1-3, Selfossi,. Úthlutun á lóðinni Álalæk 1-3 til Fasteignafélagsins Glúms ehf er staðfest. -liður 3, 1608009, tillaga að skipulagslýsingu og umferðargreiningu fyrir lóðina Hörðuvelli 1 og Austurveg 37, Selfossi. Bæjarráð samþykkir að skipulagslýsing og umferðargreining verði kynnt og send umsagnaraðilum. Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
2. 1702250 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðum 2-1702250
  Ósk frá BG eignum í samvinnu við HeimaHaga vistbyggðafélag, ódagsett, um vilyrði fyrir lóð að Álalæk 1-11 til sex mánaða. Á þeim tíma yrði unnið að frekari þróun hugmynda, deiliskipulagi og fjármögnun verkefnisins. Bæjarráð hafnar umsókn um vilyrði fyrir lóðunum Álalæk 1-3, 5-7, 9 og 11. Fyrir liggur gild umsókn um Álalæk 1-3, sbr. hér að framan. Talsverð eftirspurn er eftir íbúðalóðum um þessar mundir og telur bæjarráð ekki rétt að taka lóðirnar að Álalæk 5-7, 9 og 11 frá til nýrrar skipulagsvinnu.
     
3. 1702210 - Styrkbeiðni - þróunarverkefni við verkfræðisvið HÍ, Team Spark 2016-2017 3-1702210
  Lögð fram styrkbeiðni frá Jakobi Þór Schram dags. 13. febrúar, vegna Team Spark þróunarverkefnis við Verkfræði og Náttúruvísindasvið HÍ. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
4. 1702227 - Beiðni um upplýsingar - stefnumótun í fiskeldi 4-1702227
  Beiðni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 14. febrúar, um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi og hvaða áhrif fiskeldi hefur í sveitarfélaginu eða á þau verkefni sem falla undir verksvið sveitarfélagsins. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að svara erindinu.
     
5. 1702249 - Fjárhagstölur 2017
  Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði fyrir janúar 2017.
     
6. 1611041 - Málefni hverfisráða - tilnefning bæjarfulltrúa sem tengiliðir í hverfisráð
  Tengiliðir fyrir Eyrarbakka - Eggert Valur Guðmundsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir Tengiliðir fyrir Selfoss - Gunnar Egilsson og Helgi S. Haraldsson Tengiliðir fyrir Stokkseyri - Ari B. Thorarensen og Eyrún B. Magnúsdóttir Tengiliðir fyrir Sandvík - Kjartan Björnsson og Arna Ír Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að boða hverfisráðin og tengiliðina á sameiginlegan fund.
     
7. 1702149 - Umsögn - frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga
  Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 10. febrúar, áður lagt fram á 101. fundi bæjarráðs, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga. Bæjarráð tekur undir umsögn SASS um frumvarpið.
     
Erindi til kynningar
8. 1702159 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2017 8-1702159
  Lagt var fram erindi frá stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 10. febrúar, auglýsing eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15. Gunnar Egilsson                                             Ari B. Thorarensen Eyrún Björg Magnúsdóttir                             Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica