101. fundur bæjarráðs
101. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1701024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
32. fundur haldinn 16. febrúar | ||
-liður 1, 1701115 umsókn um lóðina Álalæk 1-3, Selfossi,. Úthlutun á lóðinni Álalæk 1-3 til Fasteignafélagsins Glúms ehf er staðfest. -liður 3, 1608009, tillaga að skipulagslýsingu og umferðargreiningu fyrir lóðina Hörðuvelli 1 og Austurveg 37, Selfossi. Bæjarráð samþykkir að skipulagslýsing og umferðargreining verði kynnt og send umsagnaraðilum. Fundargerðin staðfest. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
2. | 1702250 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðum 2-1702250 | |
Ósk frá BG eignum í samvinnu við HeimaHaga vistbyggðafélag, ódagsett, um vilyrði fyrir lóð að Álalæk 1-11 til sex mánaða. Á þeim tíma yrði unnið að frekari þróun hugmynda, deiliskipulagi og fjármögnun verkefnisins. Bæjarráð hafnar umsókn um vilyrði fyrir lóðunum Álalæk 1-3, 5-7, 9 og 11. Fyrir liggur gild umsókn um Álalæk 1-3, sbr. hér að framan. Talsverð eftirspurn er eftir íbúðalóðum um þessar mundir og telur bæjarráð ekki rétt að taka lóðirnar að Álalæk 5-7, 9 og 11 frá til nýrrar skipulagsvinnu. | ||
3. | 1702210 - Styrkbeiðni - þróunarverkefni við verkfræðisvið HÍ, Team Spark 2016-2017 3-1702210 | |
Lögð fram styrkbeiðni frá Jakobi Þór Schram dags. 13. febrúar, vegna Team Spark þróunarverkefnis við Verkfræði og Náttúruvísindasvið HÍ. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. | ||
4. | 1702227 - Beiðni um upplýsingar - stefnumótun í fiskeldi 4-1702227 | |
Beiðni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 14. febrúar, um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi og hvaða áhrif fiskeldi hefur í sveitarfélaginu eða á þau verkefni sem falla undir verksvið sveitarfélagsins. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að svara erindinu. | ||
5. | 1702249 - Fjárhagstölur 2017 | |
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði fyrir janúar 2017. | ||
6. | 1611041 - Málefni hverfisráða - tilnefning bæjarfulltrúa sem tengiliðir í hverfisráð | |
Tengiliðir fyrir Eyrarbakka - Eggert Valur Guðmundsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir Tengiliðir fyrir Selfoss - Gunnar Egilsson og Helgi S. Haraldsson Tengiliðir fyrir Stokkseyri - Ari B. Thorarensen og Eyrún B. Magnúsdóttir Tengiliðir fyrir Sandvík - Kjartan Björnsson og Arna Ír Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að boða hverfisráðin og tengiliðina á sameiginlegan fund. | ||
7. | 1702149 - Umsögn - frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga | |
Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 10. febrúar, áður lagt fram á 101. fundi bæjarráðs, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga. Bæjarráð tekur undir umsögn SASS um frumvarpið. | ||
Erindi til kynningar | ||
8. | 1702159 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2017 8-1702159 | |
Lagt var fram erindi frá stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 10. febrúar, auglýsing eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15. Gunnar Egilsson Ari B. Thorarensen Eyrún Björg Magnúsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson Eggert Valur Guðmundsson