Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25.7.2008

102. fundur bæjarráðs

102. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 24. júlí 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Jón Hjartarson, formaður, V-lista (V)
Helgi Sigurður Haraldsson, varamaður B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá 53.fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17.júlí s.l. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá:


Fundargerðir til staðfestingar:

•  1. 0801021 - 53. fundur haldinn 17.júlí

-liður 6, 0807052, bæjarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulag að Nýju Jórvík. Samþykkt samhljóða
-liður 7, 0611068, bæjarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi norðan og austan sjúkrahús í landi Laugadæla. Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

 •  2. 0804034 - Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2008

Fundargerð lögð fram


Almenn erindi

•3. 0807036 - Beiðni um annað húsnæði fyrir Taekwondo deild Umf. Selfoss

Gert er ráð fyrir æfingahúsnæði Taekwondo í væntanlegri nýbyggingu Sundhallar Selfoss. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ræða við fulltrúa Taekwondo vegna húsnæðismála næsta vetrar.

  • 4. 0711074 - Samningur við Tónlistarskóla Suðurlands

    Málið rætt og bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar falið að ræða við umsækjanda og ganga frá drögum að samningi fyrir næsta fund.
  • 5. 0807075 - Stjórnsýslukæra - útboð á sorphreinsun í Árborg

    Kæran beinist að Sorpstöð Suðurlands. Formanni bæjarráðs falið að fylgjast með málinu.
  • 6. 0806028 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um viðgerðir við fasteignir Sveitarfélagsins Árborgar eftir jarðskjálfta 29. maí

    Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn.

    Viðgerðir við fasteignir Sveitarfélagsins Árborgar eftir jarðskjálfta 29. maí
    1. Hvernig er staðið að því að fá aðila til að vinna að viðgerðum á fasteignum Árborgar vegna jarðaskjálftanna 29. maí sl.?
    2. Eru verk boðin út - leitað tilboða?
    3. Hversu langt er sú vinna komin? Jafnframt er óskað eftir lista yfir þau verk sem vinna þarf og kostnaðaráætlun við þau.

    Fyrirspurnum verður svarað við fyrsta tækifæri.

  • 7. 0803119 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um framkvæmdir á Engjavegssvæðinu við Langholt

    Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn.

    Framkvæmdir á Engjavegssvæðinu, við Langholt
    1. Hvaða framkvæmdir fara nú fram á Engjavegssvæðinu, hjá gangbraut við Langholtið - gegnt svonefndri ,,þurru tjörn" - nokkru austan við Fjallið eina?
    2. Hvenær var breytt notkun svæðisins samþykkt?
    3. Hvenær og hvar voru framkvæmdirnar samþykktar?
    4. Hvenær var framkvæmdaleyfi fyrir verkinu gefið út?
    5. Hvaða auglýsingar og kynning hefur farið fram um breytta notkun á svæðinu?

    Fyrirspurnum verður svarað við fyrsta tækifæri.

  • 8. 0508068 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um auglýsingu á skipulagi miðbæjarins á Selfossi

    Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn.

    Auglýsing á skipulagi miðbæjar
    1. Hvenær er áætlað að auglýsa skipulagið ?

    Fyrirspurnum verður svarað við fyrsta tækifæri.

  • 9. 0807054 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um frágang lóða í miðbæ Selfoss

    Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn.

    Frágangur Miðjusvæðis
    1. Hvað líður frágangi Miðjusvæðisins í hjarta Selfoss?

    Fyrirspurnum verður svarað við fyrsta tækifæri.

Erindi til kynningar

• 10. 0804034 - Seiðasleppingar á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár og öflun hrogna hjá Veiðifélagi Árnesinga 2007

Lagt fram til kynningar frá Veiðimálastofnun.

  • 11. 0807076 - Áfangaskýrsla - mat á breytingum á nýskipan lögreglu

    Lagt fram

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:35

Jón Hjartarson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Eyþór Arnalds

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Rósa Sif Jónsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica