102. fundur bæjarráðs
102. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 2. mars 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1701026 - Fundargerðir félagsmálanefndar | |
27. fundur haldinn 16. febrúar | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1702305 - Fundargerð kjaranefndar 2-1702305 | |
6. fundur haldinn 22. febrúar 2017 | ||
Bæjarráð staðfestir þá ákvörðun kjaranefndar að þóknanir kjörinna fulltrúa taki framvegis breytingum skv. launavísitölu en ekki þingfararkaupi. Jafnframt að þóknanirnar hækki ekki til samræmis við hækkun þingfararkaups frá því í október sl. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1701154 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 3-1701154 | |
253. fundur haldinn 15. febrúar | ||
Lagt fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
4. | 1506088 - Umferð og umferðarskipulag við Votmúlaveg 4-1506088 | |
Erindi frá Páli Braga Hólmarssyni og Hugrúnu Jóhannsdóttur, Austurkoti, dags. 22. febrúar, þar sem óskað er eftir að Votmúlavegi við Austurkot verði lokað með aðgangsstýrðu hliði. | ||
Bæjarráð óskar eftir að fá fulltrúa Vegagerðarinnar á fund til að ræða lausnir á þeim vanda sem stafar af umferð um bæjarhlöð við Votmúlaveg. Bæjarráð hefur lengi óskað eftir að Votmúlavegur verði færður til samræmis við gildandi skipulag. Bæjarráð ítrekar það að eina varanlega lausnin sé færsla vegarins. | ||
5. | 1207024 - Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli Gámaþjónustunnar hf. gegn Sveitarfélaginu Árborg | |
https://domstolar.is/heradsdomstolar/sudurland/domar/domur/?id=42a6cfdd-7d20-42f6-bd9d-c6c7530e047b | ||
Lagt fram til kynningar. Áfrýjunarfrestur til Hæstaréttar er 3 mánuðir. Ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað verður tekin innan þess tíma. | ||
6. | 1702332 - Endurskoðun innkaupareglna 6-1702332 | |
Lögð var fram tillaga að endurskoðuðum innkaupareglum. Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarráð fagnar því að kveðið er á um það með skýrum hætti í 7. gr. að viðsemjendur sveitarfélagsins skuli sjá um að allt starfsfólk sem kemur að verkefnum á grundvelli samninga við sveitarfélagið sé slysatryggt og greidd séu laun og lögboðin og samningsbundin gjöld skv. gildandi kjarasamningum á hverjum tíma. | ||
7. | 1702336 - Rekstrarleyfisumsögn - Norðheimar 7-1702336 | |
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 27. febrúar, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Norðurgötu 4, flokkur II. | ||
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
8. | 1603040 - Tilnefning fulltrúa í dómnefnd vegna hönnunarsamkeppni hjúkrunarheimilis á Selfossi | |
Bæjarráð tilnefnir Ástu Stefánsdóttur sem fulltrúa í dómnefndina og Gunnar Egilsson sem varamann. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15
Kjartan Björnsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Eyrún Björg Magnúsdóttir | Helgi Sigurður Haraldsson | |
Eggert Valur Guðmundsson | Ásta Stefánsdóttir |