102.fundur skipulags- og byggingarnefndar
102. fundur var haldinn í skipulags- og byggingarnefnd Árborgar þriðjudaginn 23. maí 2006 kl. 17:00 á skrifstofu framkvæmda- og veitusviðs Árborgar Austurvegi 67, Selfossi.
Mætt:
Guðmundur Kr. Jónsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Torfi Áskelsson
Björn Gíslason
Kristinn Hermannsson
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Kjartan Sigurbjartsson, ritaði fundargerð
Dagskrá:
1. Lagður fram listi yfir byggingarleyfisumsóknir sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt
a. Mnr. 0605113
Umsókn um staðbundna löggildingu til að standa fyrir uppsetningu vatnsúðakerfa.
Umsækjandi: Sigurður A. Þorsteinsson kt: 211153-2889 Engjavegur 61, 801 Selfossi
b. Mnr. 0605134
Umsókn um að fella tré við Austurveg 30, Selfossi
Umsækjandi: Elsebeth Elena Elíasdóttir kt: 040953-5909 Austurvegi 30, 800 Selfossi
c. Mnr. 0604051
Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Birkihólum 9-11 Selfossi.
Umsækjendur: Jón S. Sveinsson kt: 050978-3629
Sveinn Ingvason kt: 241256-7319 Víðivöllum 7, 800 Selfossi
d. Mnr. 0605051
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu að Birkigrund 34 Selfossi.
Umsækjandi: Tyrfingur Guðmundsson kt: 280476-4399 Birkigrund 34 Selfossi
e. Mnr. 0604017
Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi að Hjalladæl 8-12 Eyrarbakka.
Umsækjandi: Haraldur Ólason kt: 130861-3859 Túngötu 3, Eyrarbakka
f. Mnr. 0604088
Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurvinnslustöð á steypu-afgöngum að Hrísmýri 8 Selfossi.
Umsækjandi: Mest ehf kt: 620269-7439 Hrísmýri 8 Selfossi
g. Mnr. 0602011
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Ólafsvöllum 7 Stokkseyri.
Umsækjendur: Agnes Lind Jónsdóttir kt: 250180-5009
Steingrímur Pétursson kt: 301072-4149 Sandgerði 4 Stokkseyri
Listi lagður fram til kynningar.
2. Mnr. 0604002
Umsókn um staðbundna löggildingu sem húsasmíðameistari í Sveitarfélaginu Árborg.
Umsækjandi: Hreggviður Davíðsson kt: 080253-5409 Ásgarði 73, Reykjavík
Umsókn um staðbundna löggildingu hafnað þar sem umsækjandi uppfyllir ekki ákvæði gr. 37.2 byggingarreglugerðar.
3. Mnr. 0605109
Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Kjarrhólum 24 Selfossi. 1 athugasemd barst v/grenndarkynningar.
Umsækjandi: Guðmundur Hjaltason kt: 070966-5579 Stóru Sandvík 3
Umsókninni hafnað þar sem vegghæð að götu er ekki í samræmi við skipulags- og byggingarskilmála.
4. Mnr. 0605098
Umsókn um bráðabirgðaleyfi fyrir stálgrindahúsi á baklóð Austurvegar 69 Selfossi.
Umsækjandi: Jötunn Vélar ehf kt: 600404-2610 Austurvegur 69 Selfossi
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 1. ár jafnframt óskar nefndin eftir fullnægjandi teikningum.
5. Mnr. 0506083
Umsókn um stækkun lóðarinnar Nauthólar 26 Selfossi (áður hafnað á fundi skipulags- og byggingarnefndar 28. júní 2005).
Umsækjandi: Gestur Már Þráinsson kt: 030475-5939 Dverghólum 14 Selfossi
Samþykkt.
6. Mnr. 0605100
Umsókn um stækkun lóðar að Nauthólum 24 Selfossi.
Umsækjendur: Guðmundur Marías Jensson kt: 190371-5069
Ingibjörg Gísladóttir kt: 060571-3849 Nauthólar 24, Selfoss
Samþykkt.
7. Mnr. 0605108
Umsókn um stækkun lóðar að Tjaldhólum 54 Selfossi.
Umsækjendur: Birgir Nielsen kt: 110274-4839
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir kt: 140874-3969 Tjaldhólum 54 Selfossi
Samþykkt.
8. Mnr. 0605099
Umsókn um leyfi fyrir 2 gróðurhúsum á lóð Lækjarmóta 1 og 2.
Umsækjandi: Björg Sighvatsdóttir kt: 280665-3479 Lækjarmót, 801 Selfoss
Afgreiðslu frestað, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
9. Mnr. 0605102
Umsókn um breytingu á byggingarreit við Gagnheiði 78, Selfossi.
Umsækjandi: Verkfræðistofa Árborgar ehf kt: 660705-0580 F.H. lóðarhafa Nauthólar 18, Selfoss
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnægjandi teikningum.
10. Mnr. 0605106
Umsókn um stækkun lóðar í Nauthólum 10, Selfossi.
Umsækjandi: Helga I. Þráinsdóttir kt:180168-5599 Nauthólar 10, Selfoss
Samþykkt.
11. Mnr. 0605049
Fyrirspurn um leyfi fyrir að breyta notkun bílgeymslu að Búðarstíg 5B Eyrarbakka yfir í íbúð.
Fyrirspyrjandi: Emil H. Frímannsson f.h. lóðarhafa kt: 280437-4419 Búðarstíg 5B Eyrarbakka
Afgreiðslu frestað, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
12. Mnr. 0605053
Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við iðnaðarhúsnæðið að Gagnheiði 37 á Selfossi.
Fyrirspyrjandi: Þ.H. Blikk ehf kt: 580196-3149 Gagnheiði 37 Selfossi
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
13. Mnr. 0605097
Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Lóurima 18 Selfossi.
Fyrirspyrjandi: Kollgáta ehf f.h. lóðarhafa kt: 581203-2090 Þingvallastræti 26, 600 Akureyri
Skipulags- og byggingarnefnd vísar til fyrri afgreiðslu sinnar þann 12. júli 2005.
14. Mnr. 0605018
Fyrirspurn um breytingu á gildandi deiliskipulagi á lóðinni Eyravegur 11-13 Selfossi. (Áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 9. maí sl.).
Fyrirspyrjandi: Vicus ehf kt: 590104-4260 Eyravegi 2 Selfossi
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla upplýsinga frá Skipulagsstofnun ríkisins.
15. Mnr. 0605112
Erindi frá Samkaup hf. varðandi lóðir í sveitarfélaginu.
Fyrirspyrjandi: Samkaup hf. kt: 571298-3769 Hafnargötu 62, Keflavík
Skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að afla frekari gagna hjá bréfritara.
16. Mnr. 0605057
Tillaga að breyttu aðalskipulagi Árborgar 2005-2025 við Stóru Sandvík 1B. Tillagan er til afgreiðslu frá nefndinni.
Afgreiðslu frestað vegna ófullnægjandi gagna.
17. Mnr. 0602098
Tillaga að deiliskipulagi Brattsholts í Sveitarfélaginu Árborg. Tillagan er til lokaafgreiðslu frá nefndinni. Engin athugasemd barst við auglýsingu.
Lagt til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
18. Mnr. 0601052
Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar að Austurvegi 34 Selfossi. Tillagan er til afgreiðslu frá nefndinni. 1 athugasemd barst v/auglýsingu. (Afgreiðslu frestað á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar 9. maí).
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Einnig felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkominni athugasemd í samræmi við framlagða tillögu formanns skipulags- og byggingarnefndar.
Björn Gíslason sat hjá.
19. Mnr. 0605107
Tillaga að breyttu aðalskipulagi Árborgar 2005-2025, Tjarnalækur og Birkilækur, Selfossi.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá umsögn skipulagsstofnunar.
20. Önnur mál.
a. Hellismýri 1, Selfossi.
Með vísan í afgreiðslu bæjarráðs Árborgar frá 20.október 2005 þar sem ráðið veitti Betri Bílasölunni ehf vilyrði fyrir lóðinni Hellismýri 1 Selfossi samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni til umsækjanda en bendir jafnframt á að samkvæmt upplýsingum frá framkvæmda og veitusviði Árborgar verður lóðin byggingarhæf um miðjan október 2006.
b. Lóðir við Ólafsvelli, Stokkseyri og Hulduhól Eyrarbakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur á það mikla áherslu við framkvæmda- og veitusvið að nú þegar verði hafist handa við uppbyggingu við seinni hluta Ólafsvalla á Stokkseyri og áframhaldandi uppbyggingar á Hulduhól, Eyrarbakka vegna mikillar eftirspurnar um lóðir á Stokkseyri og Eyrarbakka.
c. Björn Gíslason lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Að gefnu tilefni langar mig að leggja fram eftirfarandi fyrirspurn vegna afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á fundi 9. maí sl. v/mótmæla á deiliskipulagstillögu að Austurvegi 51-59.
1) Var meirihluta skipulags- og byggingarnefndar kunnugt um flýtimeðferð bæjarstjórnar yrði við höfð 10. maí á afgreiðslu þessa máls.
2) Var meirihluta skipulags- og byggingarnefndar beittur þrýstingi um afgreiðslu málsins á fundi sínum 9. maí sl.
Undirritaður gerði munnlega fyrirspurn til byggingarfulltrúa og formanns skipulags- og byggingarnefndar um hvort ekki ætti að halda fund með íbúum sem mótmæltu tillögunni.
Í svörum var þess getið að ekki ætti að halda fund með íbúum og að lögfræðingi sveitarfélagsins væri falið að svara íbúum.
Fyrirspurn Björns verður svarað á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Þar sem þetta er síðasti fundur nefndarinnar á þessu kjörtímabili vil ég þakka nefndarmönnum og stafsmönnum nefndarinnar fyrir ánægjulegt samstarf og óska þeim alls góðs á komandi tímum.
Guðmundur Kr. Jónsson formaður.
Nefndarmenn þakka formanni nefndarinnar, Bárði Guðmundssyni og Kjartani Sigurbjartssyni fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu og óskar nefndin Kjartani velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Einnig þakka skipulags- og byggingarfulltrúi og aðstoðarbyggingarfulltrúi samstarfið og hlý orð í sinn garð.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:51.
Guðmundur Kr. Jónsson
Kristinn Hermannsson
Bárður Guðmundsson
Ármann Ingi Sigurðsson
Kjartan Sigurbjartsson
Björn Gíslason